Bæjarráð Fjallabyggðar

737. fundur 07. apríl 2022 kl. 08:00 - 08:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Formaður hvað sér hljóðs og óskaði eftir því að nýjum lið yrði bætt á dagskrá, um er að ræða mál 2204025, Viðhorfskönnun húsnæðismál.

Samþykkt samhljóða að bæta umræddum lið á dagskrá og að hann yrði númer 3, númerun annarra liða breytist til samræmis.

1.Rekstur tjaldsvæða Fjallabyggðar 2022-2024

Málsnúmer 2201044Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 31. mars 2022 er varðar umsóknir um starf rekstraraðila tjaldsvæða í Fjallabyggð ásamt fylgiskjölum. Í vinnuskjalinu kemur fram að auglýst hafi verið eftir rekstraraðilum og hafi umsóknarfrestur runnið út 25. mars. Þrjár umsóknir bárust og voru þær yfirfarnar af deildarstjóra fræðslu-, frístunda-, og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa með tilliti til skilyrða og áherslna í auglýsingu. Í vinnuskjalinu er lagt til að gengið verði til samninga við Kaffi Klöru ehf.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að heimila deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna drög að samningi við Kaffi Klöru ehf. til þriggja ára um rekstur tjaldsvæða í Fjallabyggð og leggja fyrir bæjarráð.

2.Skíðasvæðið í Skarðsdal

Málsnúmer 2203004Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir fundargerðir stjórnar Leyningsáss ses. Í máli hans kom að ráð sé fyrir því gert að lokið verði við vegagerð að nýju upphafssvæði á skíðasvæðinu í Skarðsdal í sumar. Fyrir atbeina sveitarfélagsins hefur náðst að fjármagna flutning á öllum lyftum innan svæðisins og tengdar framkvæmdir. Sveitarfélagið mun ræða frekar við Leyningsás ses. um byggingu nýs skíðaskála.
Lagt fram til kynningar

3.Viðhorfskönnun - húsnæðismál

Málsnúmer 2204025Vakta málsnúmer

Formaður leggur til að framkvæmd verði könnun á viðhorfum eldri íbúa í Fjallabyggð hvað varðar húsnæðismál í sveitarfélaginu, lagt er til að könnun taki til íbúa 60 ára og eldri. Áætlaður kostnaður er 1,7 millj.kr. Einnig lagði formaður fyrir fundinn drög að spurningalista sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri (RHA) hefur mótað í samvinnu við bæjarstjóra.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu formanns og felur bæjarstjóra að fá RHA til verksins, einnig samþykkt að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að vinna viðauka að fjárhæð 1,7 millj.kr. sem fjármagnaður verði af handbæru fé og leggja fyrir bæjarstjórn.

4.Styrkir til eflingar hringrásarhagkerfis

Málsnúmer 2204005Vakta málsnúmer

Lögð fram auglýsing Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins um styrki til verkefna sem stuðla að eflingu hringrásarhagkerfis á Íslandi.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð óskar umsagnar deildarstjóra varðandi hvort sveitarfélagið eigi að sækja um styrk t.d. til greiningarvinnu og undirbúnings innleiðingar á nýju verklagi vegna umfangsmikilla lagabreytinga sem voru samþykktar á alþingi í júní 2021 um flokkun og endurvinnslu, hollustuhætti, mengunarvarnir, úrvinnslugjald og fleira.

5.Staðgreiðsla tímabils - 2022

Málsnúmer 2202018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir janúar til mars 2022. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 329.259.597,- eða 99,08% af tímabilsáætlun 2022.

6.Rekstraryfirlit - 2022

Málsnúmer 2204016Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir rekstraryfirlit fyrir janúar og febrúar og launayfirlit málaflokka janúar til mars.
Lagt fram til kynningar

7.Endurskoðun á samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um samrekstur á tónlistarskóla.

Málsnúmer 2204017Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðuðum samstarfssamningi Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um rekstur tónlistarskóla.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samstarfssamningi og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Fjallabyggðar.

8.Stofnanasamningur milli FÍH og Hornbrekku

Málsnúmer 2102044Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að stofnanasamningi milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Fjallabyggðar f.h. hjúkrunarheimilisins Hornbrekku. Stjórn Hornbrekku samþykkti samninginn fyrir sitt leyti á 32. fundi sínum og vísaði honum til umfjöllunar í bæjarráði.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leiti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.Umsagnarbeiðni - tímabundið áfengisleyfi Skíðasvæði Skarðsdal

Málsnúmer 2204002Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 31.03.2022 er varðar beiðni um umsögn vegna umsóknar Sigurðar Egils Rögnvaldssonar, Fossvegi 13, 580 Siglufirði um tímabundið áfengisleyfi fyrir Skíðaskálann Skarðsdal vegna Skíðahátíðar á Siglufirði á tímabilinu 8. til 18. apríl 2022.
Erindi samþykkt
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

10.Römpum upp Ísland

Málsnúmer 2203077Vakta málsnúmer

Lagt fram ódagsett erindi Þorleifs Gunnlaugssonar f.h. stjórnar Römpum upp Ísland er varðar verkefnið Römpum upp Ísland.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð þakkar erindið og óskar umsagnar deildarstjóra tæknideildar um efni þess.

11.Umsókn um styrk vegna íþróttaskóla

Málsnúmer 2203079Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 30. mars 2022 er varðar erindi Jónínu Kristjánsdóttur og Halldórs Ingvars Guðmundssonar dags. 29. mars hvar óskað er styrks í formi nota af íþróttasal einu sinni í viku í sex vikur til starfrækslu íþróttaskóla fyrir börn fædd 2016 til 2020.
Erindi samþykkt
Bæjarráð þakkar erindið og samþykkir að veita verkefninu styrk að fjárhæð 103.200,- í formi afnota af íþróttasal og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ljúka málinu. Fjárhæðin rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2022.

12.Verbúðartónleikar, ósk um samstarf

Málsnúmer 2203080Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 31. mars 2022 er varðar erindi Guðmanns Sveinssonar f.h. Ástarpunganna hvar óskað er styrks í formi afnota af Tjarnarborg þann 30. apríl n.k. vegna fjölskylduskemmtunar og dansleiks, þ.e. svokallaðra „Verbúðar-tónleika“, hvar lögin úr þáttunum Verbúðin verði flutt. Fram kemur í umsögn deildarstjóra að kostnaður vegna húsaleigu og rútuferða nemi 208 þúsundum og að ef til komi þá rúmist styrkur innan fjárheimilda.
Erindi samþykkt
Bæjarráð þakkar erindið og samþykkir að styrkja verkefnið annarsvegar í formi leigu vegna Tjarnarborgar og hinsvegar að boðið verði upp á rútuferðir milli byggðakjarna í tengslum við skemmtunina. Einnig samþykkir bæjarráð að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram og ljúka.

13.Áningastaðir í Ólafsfirði

Málsnúmer 2204006Vakta málsnúmer

Lagður er fram tölvupóstur Svanfríðar Halldórsdóttur og Gunnars L. Jóhannssonar dags. 30. mars 2022. Í tölvupóstinum er þakkað fyrir samstarf og jákvæðni þegar verið var að koma upp áningarstöðum í Ólafsfirði í nafni Ungmennafélagsins Vísis ásamt og að benda á ýmislegt sem lagfæra þarf nú þegar áningarstaðirnir eru að koma undan vetri.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð þakkar erindið og það frumkvæði sem aðstandendur Ungmennafélagsins Vísis sýndu við gerð áningarstaðanna, að því sögðu þá óskar bæjarráð umsagnar deildarstjóra tæknideildar um þær úrbætur sem nefndar eru í erindinu.

14.Breytt skipulag barnaverndar.

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands Íslenskra sveitarfélaga dags. 30. mars 2022 er varðar bókun stjórnar sambandsins vegna frestunar gildistöku ákvæða í lögum sem fjalla um barnaverndarþjónustu og umdæmisráð, einnig er lagt fram erindi sambandsins hvar óskað er frestunar á gildistöku ofangreindra ákvæða.
Lagt fram til kynningar

15.Samtaka um hringrásarhagkerfi

Málsnúmer 2203010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands Íslenskra sveitarfélaga dags. 30. mars 2022 er varðar bókun stjórnar sambandsins þann 25. mars um átak um hringrásarhagkerfið.
Lagt fram til kynningar

16.Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka.

Málsnúmer 2203081Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands Íslenskra sveitarfélaga dags. 25. mars 2022 er varðar viðmiðunarreglur um framlög sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórna.
Lagt fram til kynningar

17.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2022

Málsnúmer 2201041Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi umhverfis- og samgöngunefndar dags. 30. mars 2022 er varðar umsögn um frumvarp til laga um fjarskipti, 461. mál
Lagt fram til kynningar

18.Breytingar á lagaákvæðum vegna tilfærslu fasteignaskrár frá Þjóðskrá til HMS í samráðsgátt

Málsnúmer 2204022Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur Hrefnu Hallgrímsdóttur f.h. Innviðaráðuneytisins dags. 4. apríl 2022 er varðar tilkynningu um innsetningu tillagna að breytingum á lagaákvæðum, vegna tilfærslu fasteignaskrár frá Þjóðskrá yfir til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), í samráðsgátt.
Lagt fram til kynningar

19.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2022

Málsnúmer 2201035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 908. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 08:45.