Rekstur tjaldsvæða Fjallabyggðar 2022-2024

Málsnúmer 2201044

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 15.02.2022

Gildistími þjónustusamnings um rekstur- og umsjón tjaldsvæða í Fjallabyggð er liðinn. Auglýsa þarf eftir nýjum rekstrar- og umsjónaraðila.
Vísað til umsagnar og afgreiðslu bæjarráðs
Markaðs- og mennngarnefnd leggur til að auglýst verði eftir rekstrar- og umsjónaraðilum tjaldsvæða í Fjallabyggð til þriggja ára. Nefndin vísar til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 732. fundur - 03.03.2022

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem óskað er eftir heimild til að auglýsa eftir rekstrar- og umsjónaraðila/aðilum tjaldsvæða Fjallabyggðar, ásamt drögum að auglýsingu.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála heimild til að auglýsa eftir rekstrar- og umsjónaraðila/-aðilum tjaldsvæða Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 737. fundur - 07.04.2022

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 31. mars 2022 er varðar umsóknir um starf rekstraraðila tjaldsvæða í Fjallabyggð ásamt fylgiskjölum. Í vinnuskjalinu kemur fram að auglýst hafi verið eftir rekstraraðilum og hafi umsóknarfrestur runnið út 25. mars. Þrjár umsóknir bárust og voru þær yfirfarnar af deildarstjóra fræðslu-, frístunda-, og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa með tilliti til skilyrða og áherslna í auglýsingu. Í vinnuskjalinu er lagt til að gengið verði til samninga við Kaffi Klöru ehf.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að heimila deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna drög að samningi við Kaffi Klöru ehf. til þriggja ára um rekstur tjaldsvæða í Fjallabyggð og leggja fyrir bæjarráð.