Stofnanasamningur milli FÍH og Hornbrekku

Málsnúmer 2102044

Vakta málsnúmer

Stjórn Hornbrekku - 26. fundur - 19.03.2021

Lögð fram drög að stofnanasamningi milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku Ólafsfirði. Bæjarstjóri leggur til að samningum verði vísað til umsagnar starfs- og kjaranefndar. Stjórn Hornbrekku samþykkir einróma tillögu bæjarstjóra.

Stjórn Hornbrekku - 32. fundur - 25.03.2022

Lögð fram drög að Stofnanasamningi milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku, sem byggir á kjarasamningi milli Fíh og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Stofnanasamningurinn nær til allra hjúkrunarfræðinga sem starfa á Hornbrekku og njóta ráðningarkjara samkvæmt gildandi kjarasamningi Fíh og SFV. Gildistími samningsins er frá 1. september 2020.
Stjórn Hornbrekku samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 737. fundur - 07.04.2022

Lögð fram drög að stofnanasamningi milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Fjallabyggðar f.h. hjúkrunarheimilisins Hornbrekku. Stjórn Hornbrekku samþykkti samninginn fyrir sitt leyti á 32. fundi sínum og vísaði honum til umfjöllunar í bæjarráði.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leiti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.