Viðhorfskönnun - húsnæðismál

Málsnúmer 2204025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 737. fundur - 07.04.2022

Formaður leggur til að framkvæmd verði könnun á viðhorfum eldri íbúa í Fjallabyggð hvað varðar húsnæðismál í sveitarfélaginu, lagt er til að könnun taki til íbúa 60 ára og eldri. Áætlaður kostnaður er 1,7 millj.kr. Einnig lagði formaður fyrir fundinn drög að spurningalista sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri (RHA) hefur mótað í samvinnu við bæjarstjóra.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu formanns og felur bæjarstjóra að fá RHA til verksins, einnig samþykkt að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að vinna viðauka að fjárhæð 1,7 millj.kr. sem fjármagnaður verði af handbæru fé og leggja fyrir bæjarstjórn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 744. fundur - 07.06.2022

Á 737. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð að láta framkvæma viðhorfskönnun hjá íbúum 60 ára og eldri, hvað varðaði húsnæðismál í sveitarfélaginu. Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri sá um framkvæmdina.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð felur deildarstjórum Félagsþjónustu og Umhverfis- og tæknideildar að vinna minnisblað um tillögur upp úr könnuninni ásamt því að ræða frekar við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) um úrvinnslu könnunarinnar.