Samtaka um hringrásarhagkerfi

Málsnúmer 2203010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 733. fundur - 10.03.2022

Lagður er fram til kynningar tölvupóstur Eygerðar Margrétardóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28. febrúar 2022. Efni póstsins er að kynna fyrir sveitarfélögum verkefnið ,,Samtaka um hringrásarhagkerfið" sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sett á fót með aðstoð umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins til að aðstoða sveitarfélög við að innleiða þessar miklu breytingar. Verkefnið skiptist í þrjá verkefnahluta, sem allir hafa það hlutverk að renna styrkari stoðum undir innleiðingu hringrásarhagkerfis hérlendis.
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Fjallabyggðar - 737. fundur - 07.04.2022

Lagt fram til kynningar erindi Sambands Íslenskra sveitarfélaga dags. 30. mars 2022 er varðar bókun stjórnar sambandsins þann 25. mars um átak um hringrásarhagkerfið.
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Fjallabyggðar - 760. fundur - 27.09.2022

Lagt fram til kynningar dreifibréf frá Samtökum íslenskra sveitarfélaga um ráðstefnuna "Samtaka um hringrásarhagkerfi - réttur farvegur til framtíðar" sem fram fer föstudaginn 7. október.
Lagt fram til kynningar