Umsókn um styrk vegna íþróttaskóla

Málsnúmer 2203079

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 737. fundur - 07.04.2022

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 30. mars 2022 er varðar erindi Jónínu Kristjánsdóttur og Halldórs Ingvars Guðmundssonar dags. 29. mars hvar óskað er styrks í formi nota af íþróttasal einu sinni í viku í sex vikur til starfrækslu íþróttaskóla fyrir börn fædd 2016 til 2020.
Erindi samþykkt
Bæjarráð þakkar erindið og samþykkir að veita verkefninu styrk að fjárhæð 103.200,- í formi afnota af íþróttasal og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ljúka málinu. Fjárhæðin rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2022.