Breytt skipulag barnaverndar.

Málsnúmer 2112004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 723. fundur - 09.12.2021

Lagt fram erindi Sambands Íslenskra sveitarfélaga dags. 30. nóvember 2021 er varðar breytt skipulag barnaverndar.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska umsagnar deildarstjóra félagsmáladeildar um efni erindisins sem og yfirliti yfir stöðu vinnu sem í gangi er vegna fyrirhugaðra breytinga á skipulagi barnaverndar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 136. fundur - 18.03.2022

Deildarstjóri fór yfir breytingar á barnaverndarlögum, helstu nýmæli og frestun gildistöku á ákveðnum þætti laganna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 737. fundur - 07.04.2022

Lagt fram til kynningar erindi Sambands Íslenskra sveitarfélaga dags. 30. mars 2022 er varðar bókun stjórnar sambandsins vegna frestunar gildistöku ákvæða í lögum sem fjalla um barnaverndarþjónustu og umdæmisráð, einnig er lagt fram erindi sambandsins hvar óskað er frestunar á gildistöku ofangreindra ákvæða.
Lagt fram til kynningar

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 138. fundur - 09.06.2022

Deildarstjóri kynnti helstu breytingar í kjölfar lagabreytingar á barnaverndarlögum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 761. fundur - 04.10.2022

Deildarstjóri félagsmáladeildar Fjallabyggðar og sviðsstjóri félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar leggja til við bæjarráð Fjallabyggðar og byggðaráð Dalvíkurbyggðar, að hefja viðræður við nágrannasveitarfélögin um fyrirkomulag, framkvæmd og rekstur barnaverndarþjónustu.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar félagsmálastjórum fyrir framlagða tillögu og felur Félagsmálastjóra Fjallabyggðar að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins í viðræðum við nágrannasveitarfélög.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 140. fundur - 10.11.2022

Lagt fram til kynningar minnisblað deildarstjóra um framvindu verkefnisins um breytt skipulag barnaverndar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 768. fundur - 22.11.2022

Minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra, félagsmálastjóra Austur Húnavatnssýslu, félagsmálastjóra Skagafjarðar, deildarstjóra félagsmáladeildar Fjallabyggðar og sviðsstjóra félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar um "samstarf á Mið Norðurlandi um barnavernd" lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar fyrir minnisblað um barnaverndarþjónstu á mið-Norðurlandi. Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar að gæta hagsmuna Fjallabyggðar í samræmi við tillögur minnisblaðsins.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 29.11.2022

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra, félagsmálastjóra Austur Húnavatnssýslu, félagsmálastjóra Skagafjarðar, deildarstjóra félagsmáladeildar Fjallabyggðar og sviðsstjóra félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar um samstarf barnaverndarþjónustu á Mið Norðurland. Bæjarráð fjallaði um minnisblaðið á fundi sínum þann 22. nóvember sl. og bókaði að fela bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar að gæta hagsmuna Fjallabyggðar í samræmi við tillögur minnisblaðsins.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 224. fundur - 28.12.2022

Lagður fram samningur um barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi, á milli sveitarfélaganna Fjallabyggðar, Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar, sem mun taka til starfa 1. janúar 2023. Er samningurinn gerður með vísan til 10.,11. og 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 þar sem fjallað er um umdæmi barnaverndarþjónustu og 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Samkvæmt samningnum er sveitarfélagið Skagafjörður leiðandi sveitarfélag í samstarfinu og sem slíku falið fullnaðarvald til afgreiðslu barnaverndarmála á starfssvæði samningsins. Samningurinn er ótímabundinn með endurskoðunarákvæði vegna kostnaðarskiptingar fyrir 1. mars 2023 og almennri endurskoðun fyrir 31. desember 2023. Uppsögn samnings skal gerð fyrir 1. september ár hvert og tekur þá gildi við næstu áramót að því gefnu að sveitarfélagið hafi greitt allan þann kostnað sem því ber.

Guðjón M. Ólafsson, Sigríður Ingvarsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Tómas Atli Einarsson og Helgi Jóhannsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning með sjö atkvæðum og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar.