Lagður fram samningur um barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi, á milli sveitarfélaganna Fjallabyggðar, Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar, sem mun taka til starfa 1. janúar 2023. Er samningurinn gerður með vísan til 10.,11. og 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 þar sem fjallað er um umdæmi barnaverndarþjónustu og 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Samkvæmt samningnum er sveitarfélagið Skagafjörður leiðandi sveitarfélag í samstarfinu og sem slíku falið fullnaðarvald til afgreiðslu barnaverndarmála á starfssvæði samningsins. Samningurinn er ótímabundinn með endurskoðunarákvæði vegna kostnaðarskiptingar fyrir 1. mars 2023 og almennri endurskoðun fyrir 31. desember 2023. Uppsögn samnings skal gerð fyrir 1. september ár hvert og tekur þá gildi við næstu áramót að því gefnu að sveitarfélagið hafi greitt allan þann kostnað sem því ber.
Guðjón M. Ólafsson, Sigríður Ingvarsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Tómas Atli Einarsson og Helgi Jóhannsson tóku til máls.
Samþykkt