Verbúðartónleikar, ósk um samstarf

Málsnúmer 2203080

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 737. fundur - 07.04.2022

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 31. mars 2022 er varðar erindi Guðmanns Sveinssonar f.h. Ástarpunganna hvar óskað er styrks í formi afnota af Tjarnarborg þann 30. apríl n.k. vegna fjölskylduskemmtunar og dansleiks, þ.e. svokallaðra „Verbúðar-tónleika“, hvar lögin úr þáttunum Verbúðin verði flutt. Fram kemur í umsögn deildarstjóra að kostnaður vegna húsaleigu og rútuferða nemi 208 þúsundum og að ef til komi þá rúmist styrkur innan fjárheimilda.
Erindi samþykkt
Bæjarráð þakkar erindið og samþykkir að styrkja verkefnið annarsvegar í formi leigu vegna Tjarnarborgar og hinsvegar að boðið verði upp á rútuferðir milli byggðakjarna í tengslum við skemmtunina. Einnig samþykkir bæjarráð að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram og ljúka.