Áningastaðir í Ólafsfirði

Málsnúmer 2204006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 737. fundur - 07.04.2022

Lagður er fram tölvupóstur Svanfríðar Halldórsdóttur og Gunnars L. Jóhannssonar dags. 30. mars 2022. Í tölvupóstinum er þakkað fyrir samstarf og jákvæðni þegar verið var að koma upp áningarstöðum í Ólafsfirði í nafni Ungmennafélagsins Vísis ásamt og að benda á ýmislegt sem lagfæra þarf nú þegar áningarstaðirnir eru að koma undan vetri.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð þakkar erindið og það frumkvæði sem aðstandendur Ungmennafélagsins Vísis sýndu við gerð áningarstaðanna, að því sögðu þá óskar bæjarráð umsagnar deildarstjóra tæknideildar um þær úrbætur sem nefndar eru í erindinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 772. fundur - 13.12.2022

Tekið fyrir mál sem snýr að deiliskipulagi við hafnar- og athafnasvæði í Ólafsfirði og framtíðarstefnumótun svæðisins.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð beinir því til tæknideildar að útbúið verði minnisblað um stöðu málsins ásamt tillögum að breytingum á skipulagi svo hægt verði að útbúa áningarstað við Ólafsfjarðarhöfn.