Deiliskipulag hafnar og athafnasvæðis á Siglufirði

Málsnúmer 2111057

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 124. fundur - 25.11.2021

Hafnarstjóri lagði fram og kynnti vinnuskjal vegna deiliskipulagsvinnu á hafnar- og athafnasvæði á Siglufirði og gerði að tillögu sinni að hafnarstjórn beindi því til bæjarstjórnar að farið verði í deiliskipulagsvinnu á komandi ári. Áætlaður verktími er þrír til sex mánuðir og er hlutur hafnarsjóðs í verkefninu áætlaður um 1 millj.kr.
Hafnarstjórn samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að unnið verði deiliskipulag á hafnarsvæði Siglufjarðarhafnar og aðliggjandi athafnasvæðum tengt þeirri vinnu sem nú þegar er í gangi og eða vitað er að þurfi að fara í gang.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 280. fundur - 31.01.2022

Nefndin felur tæknideild að afmarka svæðið og skila inn til hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 131. fundur - 14.11.2022

Lögð fram tillaga frá tæknideild með afmörkun á deiliskipulagssvæði athafna- og hafnarsvæði á Siglufirði.
Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu að afmörkun deiliskipulags fyrir athafna- og hafnarsvæði á Siglufirði.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 292. fundur - 07.12.2022

Lögð fram tillaga frá tæknideild með afmörkun á deiliskipulagssvæði athafna- og hafnarsvæði á Siglufirði
Samþykkt
Nefndin samþykkir framlagða tillögu að afmörkun deiliskipulags og felur tæknideild að hefja vinnu við skipulagið í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 294. fundur - 01.02.2023

Lögð fram skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag hafnarsvæðis Siglufjarðar. Deiliskipulagið verður unnið af Lilju Filippusdóttur hjá Lilium teiknistofu.
Samþykkt
Nefndin samþykkir skipulagslýsinguna og felur tæknideild að auglýsa hana í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 135. fundur - 22.02.2023

Lögð fram til kynningar skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag hafnarsvæðis Siglufjarðar. Deiliskipulagið verður unnið af Lilju Filippusdóttur hjá Lilium teiknistofu.
Lagt fram til kynningar
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við lýsinguna að svo stöddu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 296. fundur - 15.03.2023

Lilja Filippusdóttir hjá Lilium teiknistofu kom á fund skipulags- og umhverfisnefndar og hafnarstjórnar til að fara yfir markmið og áherslur nýs deiliskipulags hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði sem nú er í vinnslu.
Nefndin þakkar Lilju fyrir komuna. Vinna við drög að deiliskipulagi tekur nú við í samræmi við það sem fram fór á fundinum.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 136. fundur - 15.03.2023

Lilja Filippusdóttir hjá Lilium teiknistofu kom á fund hafnarstjórnar og skipulags- og umhverfisnefndar til að fara yfir markmið og áherslur nýs deiliskipulags hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði sem nú er í vinnslu.
Hafnarstjórn þakkar Lilju fyrir komuna. Vinna við drög að deiliskipulagi tekur nú við í samræmi við það sem fram fór á fundinum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 299. fundur - 06.06.2023

Lögð fram kynning á fyrstu drögum að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Siglufirði.
Tæknideild falið að koma á framfæri athugasemdum nefndarinnar til hönnuðar og í kjölfarið kynna drögin íbúum og hagaðilum.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 138. fundur - 28.06.2023

Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi Fjallabyggðar mætti á fund hafnarstjórnar og lagði fram kynningu á fyrstu drögum að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Siglufirði.
Hafnarstjórn þakkar Írisi fyrir kynninguna og líst vel á þá vinnu sem hafin er.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 06.09.2023

Á fundinn mætti Lilja Filippusdóttir og kynnti drög að deiliskipulagi fyrir hafnar- og athafnasvæði á Siglufirði.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að drögin verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum, í samræmi við 3.mgr., 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 139. fundur - 07.09.2023

Íris Stefánsdóttir, skipulagsfulltrúi, mætti á fundin og fór yfir uppfærða hugmynd um deiliskipulag hafnarsvæðis Siglufjarðar.
Hafnarstjórn samþykkir að drögin verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum, í samræmi við 3.mgr., 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 306. fundur - 06.12.2023

Lögð fram drög að tillögu deiliskipulags hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði. Lilium teiknistofa kynnti tillöguna í gegnum fjarfundarbúnað.
Nefndin þakkar fyrir góða kynningu. Hönnuði falið að vinna málið áfram í samræmi við þær umræður sem áttu sér stað á fundinum.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 142. fundur - 13.12.2023

Lögð fram drög að tillögu deiliskipulags hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði. Lilium teiknistofa kynnti tillöguna í gegnum fjarfundarbúnað.
Hafnarstjórn þakkar Lilju fyrir góða yfirferð og lýsir yfir ánægju með tillögurnar sem kynntar voru.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307. fundur - 04.01.2024

Lögð fram til kynningar uppfærð tillaga að deiliskipulagi hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði sem áður hafði verið kynnt fyrir nefndinni þann 6.desember sl.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 308. fundur - 07.02.2024

Lagt fram deiliskipulag hafnarsvæðis Siglufjarðar.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan ásamt breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032, verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.