Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

306. fundur 06. desember 2023 kl. 16:00 - 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður, A lista
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir varaformaður, D lista
  • Ólafur Baldursson aðalmaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður, H lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi

1.Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði

Málsnúmer 2111057Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að tillögu deiliskipulags hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði. Lilium teiknistofa kynnti tillöguna í gegnum fjarfundarbúnað.
Nefndin þakkar fyrir góða kynningu. Hönnuði falið að vinna málið áfram í samræmi við þær umræður sem áttu sér stað á fundinum.

2.Deiliskipulag suðurbæjar Siglufjarðar

Málsnúmer 2306030Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi suðurbæjar Siglufjarðar sem auglýst var með athugasemdafresti frá 19.10.2023-1.12.2023. Einnig lagðar fram umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartímanum auk samantektar frá Yrki Arkitektum.

Athugasemdir bárust frá fjórum einstaklingum og umsagnir bárust frá Veðurstofu Íslands, Minjastofnun Íslands og Rarik.
Nefndin samþykkir að fella út lóðir við Háveg 64 og 67 í samræmi við athugasemdir Veðurstofu Íslands. Einnig er lagt til að fækka íbúðum og draga úr byggingarmagni á nýjum lóðum syðst á suðurgötu svo nýbyggingar verði ekki stór hluti heildarbyggingarmagns svæðisins, eins og Veðurstofan bendir á í umsögn sinni. Lagfæra skal orðalag í gr.3.2.1 í greinargerð og bæta við upplýsingum um umsagnarskyld hús á svæðinu, þ.e. Suðurgötu 58,60 og Háveg 59. Nefndin samþykkir að skipuleggja græn svæði syðst á Suðurgötu og Laugarvegi, auk þess að leiksvæði við Laugarveg mun halda sér í óbreyttri mynd.

Málið verður tekið upp að nýju á næsta fundi skipulags- og umhverfisnefndar þegar búið er að uppfylla ofangreindar breytingar á deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð.

3.Aðalgata 14 Ólafsfirði - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2312008Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi ásamt aðaluppdráttum og brunaskýrslu, þar sem Fanney Hauksdóttir hjá AVH ehf. sækir um leyfi f.h. Árna Helgasonar ehf. til að breyta notkun húsnæðis við Aðalgötu 14 í Ólafsfirði í gististarfsemi með 7 gistieiningum. Breytingar verða gerðar innanhúss skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum.
Byggingaráform eru samþykkt og byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Breytt starfsemi í húsinu samræmist aðalskipulagi verandi á miðsvæði þar sem m.a. er gert ráð fyrir starfsemi hótels, veitinga- og gistihúsa. Nefndin bendir á að brunastigi nær út fyrir lóðarmörk og gera þarf breytingu á lóðarmörkum áður en byggingarleyfi er gefið út.

4.Bleyta í lóð við Fossveg 31

Málsnúmer 2304050Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helgu Guðrúnar Sigurgeirsdóttur þar sem óskað er eftir því að Fjallabyggð skoði nánar bleytu í lóð við Fossveg 31.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Deildarstjóra tæknideildar falið að ganga úr skugga um að vatn í lóð á Fossvegi 31 sé til komið með náttúrulegum hætti og skila um það minnisblaði til nefndarinnar eigi síðar en í júní 2024.

5.Aðgengismál fatlaðra við Siglufjarðarkirkju

Málsnúmer 2311045Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Guðrúnar Árnadóttur þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til aðgengismála fatlaðra við Siglufjarðarkirkju. Einnig er óskað eftir því að bærinn komi að gerð bílastæðis sem ætlað væri fyrir fatlaða norðan við Kirkjuna þar sem uppkeyrslurampur fyrir fatlaða er staðsettur þar.
Aðgengismál kirkjunnar eru ekki á ábyrgð sveitarfélagsins. Nefndin beinir því til málsaðila að vísa erindi sínu til sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju.

6.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2311012Vakta málsnúmer

Lagðar fram til umsagnar, tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2024. Gjaldskrár og þjónustugjöld hækka að jafnaði um 6% frá 1. janúar 2024.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlagðar gjaldskrár. Vísað til samþykktar fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið - kl. 17:30.