Hafnarstjórn Fjallabyggðar

131. fundur 14. nóvember 2022 kl. 16:15 - 18:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, A lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tækndeildar

1.Aflatölur 2022

Málsnúmer 2202026Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla til og með 11. nóvember með samanburði við fyrra ár. Á Siglufirði hafa 13.350 tonn borist á land í 1260 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 19.391 tonn í 1405 löndunum. Á Ólafsfirði hafa 340 tonn borist á land í 152 löndunum, á sama tíma í fyrra hafði 285 tonnum verið landað í 176 löndunum.
Lagt fram til kynningar.

2.Samantekt frá yfirhafnarverði

Málsnúmer 2211081Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður fór yfir ýmis málefni Fjallabyggðarhafna.
Hafnarstjórn þakkar yfirhafnarverði fyrir góða samantekt.

3.Nýr löndunarkrani - tilboð

Málsnúmer 2207006Vakta málsnúmer

Búið er að ganga frá kaupum á nýjum löndunarkrana og ákveða þarf staðsetningu hans.
Hafnarstjórn samþykkir að staðsetja nýja löndunarkranann við vesturkant Hafnarbryggju ásamt því að færa löndunarkrana sem staðsettur er á Ingvarsbryggju á sama kant. Þannig yrði Ingvarsbryggja viðlegukantur. Með þessu er verið að horfa til öryggissjónarmiða á hafnarsvæði með tilkomu fjölgunar ferðamanna.

4.Deiliskipulag hafnar og athafnasvæðis á Siglufirði

Málsnúmer 2111057Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá tæknideild með afmörkun á deiliskipulagssvæði athafna- og hafnarsvæði á Siglufirði.
Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu að afmörkun deiliskipulags fyrir athafna- og hafnarsvæði á Siglufirði.

5.Samningur milli Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands vegna móttöku skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 2109079Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn felur bæjarstjóra að ljúka málinu.

6.Grjótvörn við Óskarsgötu

Málsnúmer 2209044Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Primex þar sem óskað er eftir heimild til þess að færa grjótvörn við Óskarsgötu til þess að bæta aðgengi að fyrirtækinu.
Hafnarstjórn samþykkir að Primex ráðist í framkvæmdina að höfðu samráði við tæknideild Fjallabyggðar.

7.SafeSeaNe - tilkynningar

Málsnúmer 2209049Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Samgöngustofu vegna tilkynninga á skipakomum til hafnar.
Lagt fram til kynningar.

8.Óhirt og munaðarlaus veiðarfæri.

Málsnúmer 2210085Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna munaðarlausra veiðarfæra.
Hafnarstjórn fagnar ábyrgri afstöðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi varðandi munaðarlaus veiðarfæri þar sem samtökin munu fjarlægja veiðarfærin hafnarsjóði að kostnaðarlausu.

9.Hafnasambandsþing 2022.

Málsnúmer 2206063Vakta málsnúmer

Hafnasambandsþing 2023 var haldið í Ólafsvík dagana 27-28 október.
Hafnarstjóri fór yfir helstu atriði sem fjallað var um á hafnasambandsþingi.

10.Hafnarstjórn - Önnur mál 2022

11.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2022.

Málsnúmer 2202020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.