Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

292. fundur 07. desember 2022 kl. 16:00 - 17:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður, A lista
  • Ólafur Baldursson aðalmaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður, H lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Deiliskipulag hafnar og athafnasvæðis á Siglufirði

Málsnúmer 2111057Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá tæknideild með afmörkun á deiliskipulagssvæði athafna- og hafnarsvæði á Siglufirði
Samþykkt
Nefndin samþykkir framlagða tillögu að afmörkun deiliskipulags og felur tæknideild að hefja vinnu við skipulagið í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag lóða undir smáhýsi í Skarðsdal

Málsnúmer 2009001Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsagnir sem bárust vegna skipulagslýsingar sem auglýst var frá 10. nóvember til 1. desember 2022. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra. Einnig lögð fram drög að deiliskipulagi og breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 þar sem búið er að bregðast við þeim ábendingum sem bárust.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að tillögurnar verði kynntar íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 4.mgr. 40.gr. og 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Umsókn um byggingarleyfi - Suðurgata 49 Sigufirði

Málsnúmer 2210003Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju umsókn um byggingarleyfi við Suðurgötu 49 að lokinni grenndarkynningu. Einnig lagðar fram athugasemdir sem bárust á kynningartímanum og svör tæknideildar við þeim.
Samþykkt
Nefndin samþykkir umsókn um byggingarleyfi þegar brugðist hefur verið við athugasemdum og svörum við þeim, í samráði við tæknideild.
Undir þessum lið véku Arnar Þór Stefánsson og Íris Stefánsdóttir af fundi.

4.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi-Fossvegur 9 Siglufirði

Málsnúmer 2211002Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Harðar Júlíussonar dags. 2.11.2022 um stækkun lóðar við Fossveg 9 um 10 metra til suðurs. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags. 4.11.2022 sem er í samræmi við umbeðna stækkun.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

5.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Laugarvegur 22 Siglufirði

Málsnúmer 2211003Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Gunnar Helgi Friðriksson og Svava Stefanía Sævarsdóttir sækja um endurnýjun lóðarleigusamnings við Laugarveg 22, Siglufirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags.4.11.2022.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

6.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Lindargata 16 Siglufirði

Málsnúmer 2211044Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Hörður Bjarnason og Ingibjörg Bergsveinsdóttir sækja um endurnýjun lóðarleigusamnings við Lindargötu 16, Siglufirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags.4.11.2022.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

7.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Grundargata 16

Málsnúmer 2211124Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Erla Jóhannsdóttir sækir um endurnýjun lóðarleigusamnings við Grundargötu 16, Siglufirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags.1.12.2022.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Túngata 25

Málsnúmer 2211120Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Jóhannes Birgir Jóhannesson f.h. Fasteignafélagsins orku ehf. sækir um endurnýjun lóðarleigusamnings við Túngötu 25, Siglufirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags.29.11.2022.
Samþykkt
Erindi samþykkt með fyrirvara um samþykki annarra eigenda í húsinu.

9.Afturköllun lóðarúthlutunar - Bakkabyggð 4

Málsnúmer 2104046Vakta málsnúmer

Þar sem engin gögn bárust innan tímafrests sem rann út 4. nóvember sl., hefur lóðarúthlutun Bakkabyggðar 4 fallið úr gildi.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Umsókn um lóð - Bakkabyggð 4

Málsnúmer 2211059Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 7.11.2022 þar sem Jón Karlsson og Kristín Einarsdóttir sækja um lóð nr. 4 við Bakkabyggð í Ólafsfirði.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

11.Skil á lóð - Ránargata 2

Málsnúmer 2207034Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ólafs Hauks Kárasonar þar sem áður úthlutaðri lóð við Ránargötu 2 er skilað inn.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

12.Umsókn um lóð - Ránargata 2

Málsnúmer 2211092Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 10.11.2022 þar sem Pétur Blöndal f.h. Nordic Imports ehf. sækir um lóð nr. 2 við Ránargötu á Siglufirði.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

13.Stækkun kirkjugarðs við Saurbæjarás

Málsnúmer 2211032Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Júlíu Birnu Birgisdóttur, formanns sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju dags.1.11.2022. Sótt er um stækkun kirkjugarðs við Saurbæjarás til norðurs í samræmi við afstöðumynd af garðinum frá árinu 2009.
Samþykkt
Nefndin samþykkir stækkun á kirkjugarði skv. áfanga 2 til norðurs í samræmi við afstöðumynd. Nauðsynlegt er að deiliskipuleggja svæðið. Tæknideild er falið að hefja þá vinnu sem mun byggja á hönnun sem unnin var 2009.

14.Sorpdreifing og fjöruhreinsun á Siglufirði

Málsnúmer 2211041Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Örlygs Kristfinnssonar dags. 28.10.2022 þar sem vakin er athylgi á miklum misbresti á förgun úrgangs á landfyllingu hjá Bensínstöðinni og við Selgil. Mikið af almennu rusli er fargað á svæðinu sem berst út í sjó og á fjörur. Engin skilti eru á stöðunum með leiðbeiningum eða umgengisreglum. Óskað er eftir ráðstöfunum frá sveitarfélaginu til að koma í veg fyrir förgun sorps með þessum hætti.
Nefndin þakkar Örlygi fyrir góða ábendingu og óeigingjarnt starf hans og fleiri aðila í þágu náttúrunnar með hreinsun fjara í sveitarfélaginu. Nefndin samþykkir að urðunarstaðir fyrir óvirkan úrgang í sveitarfélaginu verði lokaðir almenningi með áberandi hætti og óviðkomandi vísað á gámasvæði Fjallabyggðar vegna förgunar úrgangs.

15.Leyfi fyrir skiltum

Málsnúmer 2211101Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Elísabetar Agnar Jóhannsdóttur f.h. Nice Air ehf. þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp tvö auglýsingaskilti í sveitarfélaginu, eitt í Ólafsfirði og eitt á Siglufirði.
Nefndin tekur vel í erindið og óskar eftir tillögum að staðsetningum frá Nice Air.

16.Hraðatakmarkanir samkvæmt nýjum umferðarlögum

Málsnúmer 2001025Vakta málsnúmer

Lögð fram drög Vegagerðarinnar að viðmiðum fyrir leyfilegan hámarkshraða á þjóðvegum í þéttbýli.
Nefndin fagnar því að vinna Vegagerðarinnar við samræmingu hámarkshraða á þjóðvegum í þéttbýlum landsins sé loksins að ljúka. Jafnframt lýsir hún því yfir að áhugi sé hjá Fjallabyggð að færa hámarkshraða á öllum þjóðvegum í þéttbýlinu í 30 km/klst.

17.Losunarstaðir fyrir óvirkan úrgang í Fjallabyggð

Málsnúmer 2111051Vakta málsnúmer

Umræða tekin um losunarstaði í sveitarfélaginu fyrir óvirkan úrgang og framtíðaráform í þeim málum.
Vísað til bókunar máls nr. 14 á dagskrá fundarins.

18.Umhverfisverðlaun Fjallabyggðar

Málsnúmer 2211045Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga bæjarstjóra, dags.4.11.2022, um umhverfisverðlaun Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Nefndin tekur jákvætt í erindið.

19.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 2211112Vakta málsnúmer

Tillaga að gjaldskrám tæknideildar fyrir árið 2023 lagaðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:30.