Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

307. fundur 04. janúar 2024 kl. 16:00 - 18:15 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður, A lista
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir varaformaður, D lista
  • Ólafur Baldursson aðalmaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður, H lista
  • Jakob Kárason varamaður, A lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi

1.Nýr kirkjugarður í Ólafsfirði

Málsnúmer 2204075Vakta málsnúmer

Birkir Einarsson hjá Kanon arkitektum kynnti staðarvalsgreiningu fyrir nýjan kirkjugarð í Ólafsfirði. Á fundinn mættu einnig meðlimir sóknarnefndar Ólafsfjarðarkirkju og Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá kirkjugarðaráði.
Nefndin þakkar fyrir góða kynningu og sóknarnefnd fyrir komuna.

2.Deiliskipulag suðurbæjar Siglufjarðar

Málsnúmer 2306030Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð tillaga deiliskipulags suðurbæjar Siglufjarðar í samræmi við yfirferð á síðasta fundi nefndarinnar. Breytingar eftir auglýsingu er að finna undir kafla 6.2 í greinargerð deiliskipulagsins.
Samþykkt
Nefndin samþykkir framlagðar breytingar og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til Skipulagsstofnunar í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag fyrir brimbrettaaðstöðu og breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2208059Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi brimbrettaaðstöðu við Brimnestungu var auglýst með athugasemdafresti frá 13. nóvember 2023 til 1. janúar 2024. Samhliða var auglýst breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032. Svör bárust frá sjö umsagnarðilum. Veðurstofa Íslands bendir á mögulega flóðahættu með vísun í skýrslu um mat á endurkomutíma óveðursflóða frá 2022. Þá bendir hún á mikilvægi þess að hugað sé að því hvort og þá hvernig fyrirhuguð uppbygging verði varin aukist hættan á flóðum í framtíðinni.
Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir grjótgarði meðfram fyrirhugaðri uppbyggingu á svæðinu til varnar landbroti. Það er talin næg vörn gegn mögulegri flóðahættu sem Veðurstofan bendir á en auk þess er svæðið í yfir 3 metra hæð yfir sjávarmáli.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag brimbrettasvæðis við Brimnestungu og breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar verði samþykkt og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og staðfestingar.

4.Umsókn um lóð undir dreifistöð Rarik

Málsnúmer 2310063Vakta málsnúmer

Lögð fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Snorragötu 2-6 sem grenndarkynnt var lóðarhafa Snorragötu 4 og 6 frá 29.11.2023 - 1.1.2024 í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lóðarhafi gerði ekki athugasemdir við tillöguna en benti á að aðgengi á nýja lóð undir dreifistöð Rarik væri í gegnum lóðina Snorragötu 6 og það væri ekki hlutverk lóðarhafa Snorragötu 6 að tryggja Rarik aðgang að spennistöðinni.
Varðandi kvöð um innkeyrslu sem er skráð á lóðina Snorragötu 6 og hefur verið frá því deiliskipulagið var upphaflega hannað, þá snýst það um að ekki séu fleiri innkeyrslu-stútar inn á Snorragötu með tillit til umferðaröryggis og kröfu Vegagerðarinnar á sínum tíma. Með þessari breytingartillögu er lagt til að samnýta þann innkeyrslustút fyrir Snorragötu 4A líka. Það er ekki ætlunin að lóðarhafi Snorragötu 6 þurfi að tryggja aðgengi að spennistöðinni, heldur að Rarik sé heimilt að komast að lóð sinni þarna í gegn, hvort sem það er á bíl eða gangandi.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að óveruleg breyting á deiliskipulagi við Snorragötu 2-6 verði samþykkt.

5.Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar vegna efnisnáms í Hálsá - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2312028Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Maríu Markúsdóttur skipulagsfulltrúa, dags. 11.12.2023 þar sem óskað er eftir umsögn við skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám við Hálsá.
Nefndin gerir engar athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu.

6.Afturköllun lóðarúthlutunar - Eyrarflöt 22-28

Málsnúmer 2110027Vakta málsnúmer

Þar sem fullnægjandi gögn hafa ekki borist vegna umsóknar um byggingarleyfi, hefur lóðarúthlutun raðhúsalóðarinnar Eyrarflatar 22-28 fallið úr gildi.
Nefndin samþykkir að auglýsa lóðina að nýju í samræmi við 2.mgr. 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð.

7.Afturköllun lóðarúthlutunar - Eyrarflöt 11-13

Málsnúmer 2110028Vakta málsnúmer

Þar sem fullnægjandi gögn hafa ekki borist vegna umsóknar um byggingarleyfi, hefur lóðarúthlutun parhúsalóðarinnar Eyrarflatar 11-13 fallið úr gildi.
Nefndin samþykkir að auglýsa lóðina að nýju í samræmi við 2.mgr. 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð.

8.Skúr Vesturgötu 5 / Ólafsvegi 2 - Ólafsfirði

Málsnúmer 1506027Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Björgvins Björnssonar og Vöku Njálsdóttur, húseigenda við Vesturgötu 5 í Ólafsfirði. Í erindinu er óskað eftir því að meðfylgjandi lóðarblað frá árinu 2016 verði tekið gott og gilt svo skúrpartur sem tilheyrir Ólafsvegi 2 sé innan lóðar Vesturgötu 5. Einnig er þess óskað að eigendur skúrsins fjarlægi hann tafarlaust af lóðinni.
Synjað
Erindi hafnað.

9.Umsókn um styrk vegna hraðhleðslustöðvar

Málsnúmer 2304039Vakta málsnúmer

Bæjarráð óskaði eftir umfjöllun skipulags- og umhverfisnefndar um staðarval hraðhleðslustöðva á fundi sínum þann 27.október sl.
Tæknideild falið að óska eftir því við Orkusjóð að skilgreining á staðsetningu verkefnisins verði víkkuð.

10.Uppfærsla á snjómokstursplani vegna Freyju

Málsnúmer 2312047Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beðni um endurskoðun á mokstursplani vegna tilkomu heimahafnar Landhelgisgæslunnar fyrir varðskipið Freyju.
Nefndin leggur til að settur verði í fyrsta forgang mokstur frá gatnamótum Túngötu og Ránargötu niður að Óskarsbryggju. Nefndin óskar einnig eftir því að kannaður verði möguleiki á að Vegagerðin taki yfir mokstur á þessum vegkafla.

11.Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði

Málsnúmer 2111057Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar uppfærð tillaga að deiliskipulagi hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði sem áður hafði verið kynnt fyrir nefndinni þann 6.desember sl.

Fundi slitið - kl. 18:15.