Hafnarstjórn Fjallabyggðar

139. fundur 07. september 2023 kl. 16:15 - 17:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, A lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Deiliskipulag hafnar og athafnasvæðis á Siglufirði

Málsnúmer 2111057Vakta málsnúmer

Íris Stefánsdóttir, skipulagsfulltrúi, mætti á fundin og fór yfir uppfærða hugmynd um deiliskipulag hafnarsvæðis Siglufjarðar.
Hafnarstjórn samþykkir að drögin verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum, í samræmi við 3.mgr., 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Aflatölur 2023

Málsnúmer 2301054Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrra ár. Á Siglufirði höfðu þann 6. september 8977 tonn borist á land í 956 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 8289 tonn í 1067 löndunum. Á Ólafsfirði höfðu 134 tonn borist á land í 121 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 160 tonn í 142 löndunum.
Til kynningar.

3.Yfirferð á flotbryggjum í Fjallabyggð

Málsnúmer 2309009Vakta málsnúmer

Lagðar fram niðurstöður á yfirferð á flotbryggjum í Fjallabyggð sem unnin var af Köfunarþjónustunni.
Yfirhafnarverði, í samráði við deildarstjóra tæknideildar, falið að láta lagfæra flotbryggjur í þeirri forgangsröð sem lagt er til í niðurstöðum úttektar Köfunarþjónustunnar.

4.Samantekt frá yfirhafnarverði

Málsnúmer 2211081Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður fór yfir ýmis málefni Fjallabyggðahafna.
Hafnarstjórn þakkar yfirhafnarverði fyrir góða yfirferð.

5.Fjallabyggðarhafnir önnur mál 2023

Málsnúmer 2301055Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir hin ýmsu mál tengd starfsemi Fjallabyggðarhafna.
Hafnarstjórn þakkar fyrir góða yfirferð hafnarstjóra.

6.Ósk um upplýsingar um fjármál og starfsemi hafnarsjóða

Málsnúmer 2306084Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir upplýsingum um fjármál og starfsemi hafnarsjóðs Fjallabyggðar.
Hafnarstjórn felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að skila inn umbeðnum gögnum til Sambands íslenskra sveitarfélaga.

7.Áætlun um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum 2023-2026

Málsnúmer 2307012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar áætlun um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum 2023-2026.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023.

Málsnúmer 2301017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 455. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.