Hafnarstjórn Fjallabyggðar

138. fundur 28. júní 2023 kl. 16:00 - 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ólafur Haukur Kárason varamaður, A-lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Deiliskipulag hafnar og athafnasvæðis á Siglufirði

Málsnúmer 2111057Vakta málsnúmer

Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi Fjallabyggðar mætti á fund hafnarstjórnar og lagði fram kynningu á fyrstu drögum að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Siglufirði.
Hafnarstjórn þakkar Írisi fyrir kynninguna og líst vel á þá vinnu sem hafin er.

2.Aflatölur 2023

Málsnúmer 2301054Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrra ár. Á Siglufirði höfðu þann 28. júní 6895 tonn borist á land í 688 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 5091 tonn í 632 löndunum. Á Ólafsfirði höfðu 129 tonn borist á land í 115 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 148 tonn í 124 löndunum.
Lagt fram til kynningar.

3.Skil á viðbragðsáætlun og skýrslu um mengunarvarnaæfingar ofl. fyrir árið 2022

Málsnúmer 2302051Vakta málsnúmer

Uppfærðri viðbragðsáætlun og skýrslu um mengunarvarnaræfinar hefur verið skilað inn til Umhverfisstofnunar.
Lagt fram til kynningar.

4.Samantekt frá yfirhafnarverði

Málsnúmer 2211081Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn þakkar yfirhafnarverði fyrir samantektina.

5.Fjallabyggðarhafnir önnur mál 2023

Málsnúmer 2301055Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn fór í heimsókn til JE vélaverkstæðis og kynnti sér starfsemi fyrirtækisins.

6.Samgönguáætlun 2024 - 2038

Málsnúmer 2306053Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.