Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

280. fundur 31. janúar 2022 kl. 16:30 - 18:50 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Hafey Pétursdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafey Pétursdóttir tæknifulltrúi

1.Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 2102035Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð drög að deiliskipulagi og greinargerð.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við uppfærð drög og greinargerð.

2.Ósk um breytingar á skipulagi Þormóðseyrar og hafnarsvæðis á Siglufirði.

Málsnúmer 2106016Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga, dags. 7. janúar 2022, að breyttu deiliskipulagi. Tillagan felur í sér breytingar á Óskarsgötu, Tjarnargötu, Ránargötu og Þormóðsgötu, Siglufirði.
Nefndin samþykkir framlagðar breytingar á deiliskipulagi.

3.Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýlum Fjallabyggðar

Málsnúmer 2104091Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að greinargerð og uppdráttum að deiliskipulagi fyrir þjóðvegi í þéttbýli Ólafsfjarðar.
Nefndin fór yfir drögin og tæknideild falið að koma athugasemdum til hönnuðar.

4.Deiliskipulag hafnar og athafnasvæðis á Siglufirði

Málsnúmer 2111057Vakta málsnúmer

Nefndin felur tæknideild að afmarka svæðið og skila inn til hafnarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:50.