Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

294. fundur 01. febrúar 2023 kl. 16:00 - 17:15 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður, A lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir varamaður, D lista
  • Ólafur Baldursson aðalmaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður, H lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi

1.Deiliskipulag hafnar og athafnasvæðis á Siglufirði

Málsnúmer 2111057Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag hafnarsvæðis Siglufjarðar. Deiliskipulagið verður unnið af Lilju Filippusdóttur hjá Lilium teiknistofu.
Samþykkt
Nefndin samþykkir skipulagslýsinguna og felur tæknideild að auglýsa hana í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

2.Umsókn til skipulagsfulltrúa - Breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2301020Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 5.1.2023 þar sem Lúðvík Freyr Sverrisson óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Ægisgötu 6 sem hann hefur fengið úthlutað. Breytingin felst í því að byggingarreitur verði stækkaður úr 21,4x10 m í 22x12 m., hámarksbyggingarmagn verði aukið úr 200 fm í 260 fm., þakhalli megi vera 15° og að lóðin stækki til suðvesturs um ca. 70 fm.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að umsækjandi breyti deiliskipulagi í samræmi við framlagt erindi að undanskyldri stækkun lóðar til suðvesturs þar sem sá hluti tilheyrir lóðinni Austurstíg 7 skv. gildandi deiliskipulagi.

3.Deiliskipulag lóða undir smáhýsi í Skarðsdal

Málsnúmer 2009001Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi lóða undir smáhýsi í Skarðsdal dagsett 2.12.2022 og breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 dagsett 1.12.2022, sem kynnt var fyrir opnu húsi þann 16.janúar sl.
Samþykkt
Nefndin samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og leggur til að þær verði auglýstar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag - Leirutangi

Málsnúmer 2107019Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing vegna vinnu við breytingu á deiliskipulagi Leirutanga, Siglufirði. Deiliskipulagsbreytingin er unnin af Stoð Verkfræðistofu f.h. Bás ehf. Svæðið sem breytingin nær til er norðaustast á Leirutanga þar sem lóðinar Egilstangi 1 og Egilstangi 5 standa.
Samþykkt
Tæknideild er falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hávegur 9 Siglufirði

Málsnúmer 2301053Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Margrét Jakobsson Ákadóttir sækir um endurnýjun lóðarleigusamnings við Háveg 9, Siglufirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags.23.01.2023.
Samþykkt
Erindi samþykkt með fyrirvara um samþykki eiganda efri hæðar.

6.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Fossvegur 35 Siglufirði

Málsnúmer 2301038Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Anna Marie Jónsdóttir og Steingrímur J. Garðarsson sækja um endurnýjun lóðarleigusamnings við Fossveg 35, Siglufirði. Einnig einnig er sótt um stækkun lóðar til norðurs og vesturs skv. meðfylgjandi lóðarblaði dags. 26.01.2023.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

7.Umsókn um lóð - Sjávargata 2 Ólafsfirði

Málsnúmer 2301037Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 12.01.2023 þar sem Palo Arctic slf. sækir um lóð nr. 2 við Sjávargötu í Ólafsfirði undir atvinnuhúsnæði.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin samþykkir úthlutun fyrir sitt leyti en bendir á að skv. skilmálum gildandi deiliskipulags er gert ráð fyrir starfsemi ferðaþjónustu á lóðinni. Óskað er eftir að umsækjandi geri grein fyrir fyrirhugaðri starfsemi í umsókn um byggingarleyfi. Vísað til samþykkis bæjarráðs.

8.Umsókn um lóð - Lækjargata 5 Siglufirði

Málsnúmer 2301036Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 14.01.2023 þar sem Hálfdán Sveinsson f.h. Herhússfélagsins, sækir um lóð nr. 5 við Lækjargötu.
Vísað til nefndar
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti en bendir á að umsækjandi þarf að sjá um hönnun deiliskipulags af fyrirhuguðum framkvæmdum á lóðinni. Sveitarfélagið áskilur sér afnot af lóðinni í núverandi mynd þar til byggingarleyfi hefur verið útgefið. Vísað til samþykkis bæjarráðs.

9.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknarholna

Málsnúmer 2207049Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Norðurorku fyrir tveimur rannsóknarborholum vestan við Ólafsfjarðarvatn, til viðbótar við þær fimm sem búið var að veita samþykki fyrir í ágúst 2022.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

10.Gjaldskrá Úrvinnslusjóðs

Málsnúmer 2301026Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gjaldskrá Úrvinnslusjóðs fyrir greiðslur til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar á umbúðum úr pappír, gleri, málm og plasti, sbr. 10. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs.

Fundi slitið - kl. 17:15.