Hafnarstjórn Fjallabyggðar

135. fundur 22. febrúar 2023 kl. 16:00 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, A lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varamaður, A lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Aflatölur 2023

Málsnúmer 2301054Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrra ár. Á Siglufirði höfðu þann 20. febrúar 1593 tonn borist á land í 37 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 1325 tonn í 25 löndunum. Á Ólafsfirði hefur engum afla verið landað á þessu ári.
Hafnarstjóri fór yfir aflatölur á tímabilinu 1.1.2023 - 20.2.2023.

2.Fjallabyggðarhafnir önnur mál 2023

Málsnúmer 2301055Vakta málsnúmer

Yfirhafnarverði falið að kanna möguleika á hagræðingu vegna skráningar á aflatölum í spjald/fartölvu á löndunarstað.

3.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2022

Málsnúmer 2302024Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að ársreikning Hafnasambands Íslands fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við drögin.

4.Skil á viðbragðsáætlun og skýrslu um mengunarvarnaæfingar ofl. fyrir árið 2022

Málsnúmer 2302051Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun vekur athygli á að samkvæmt 2. mgr. 11.gr. reglugerðar nr. 1010/2012 um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda skulu hafnir fyrir 1. mars ár hvert skila til Umhverfisstofnunar, uppfærðri viðbragðsáætlun og skýrslu um mengunarvarnaæfingar árið á undan, notkun mengunarvarnabúnaðar, mat á ástandi hans og þörf á endurnýjun, ásamt upplýsingum um bráðamengun sem orðið hefur í höfninni og hvernig við henni var brugðist.
Hafnarstjóra falið að vera í sambandi við slökkviliðsstjóra og starfsmenn hafnarinnar til að fylgja eftir þessu máli.

5.Deiliskipulag hafnar og athafnasvæðis á Siglufirði

Málsnúmer 2111057Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag hafnarsvæðis Siglufjarðar. Deiliskipulagið verður unnið af Lilju Filippusdóttur hjá Lilium teiknistofu.
Lagt fram til kynningar
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við lýsinguna að svo stöddu.

6.Eftirlit með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum

Málsnúmer 2302018Vakta málsnúmer

Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr.1200/2014 hefur Umhverfisstofnun eftirlit með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum í höfnum, tilkynningum um úrgang, áætlunum hafna og að til staðar sé aðstaða fyrir móttöku úrgangs. Markmið reglugerðar þessarar er að draga úr losun úrgangs og farmleifa í sjó frá skipum með því að tryggja aðstöðu í höfnum til að taka við úrgangi frá skipum.

Eftirlit samkvæmt 1. mgr. 5.gr. með höfnum Fjallabyggðar verður framkvæmt á vormánuðum.
Lagt fram til kynningar
Góð umræða var á fundinum varðandi fyrirkomulag á móttöku úrgangs og flokkun á hafnarsvæðum Fjallabyggðarhafna.

7.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023.

Málsnúmer 2301017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 449. fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar

8.Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa 2022 - 2026

Málsnúmer 2301062Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar siðareglur kjörinna fulltrúa í Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:00.