Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

308. fundur 07. febrúar 2024 kl. 16:00 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður, A lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir varamaður, D lista
  • Ólafur Baldursson aðalmaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður, H lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varamaður, A lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi

1.Breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar - hafnarsvæðið Siglufirði

Málsnúmer 2310071Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar sem gerð er vegna vinnu við deiliskipulag hafnarsvæðisins á Siglufirði.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan ásamt nýju deiliskipulagi hafnarsvæðis Siglufjarðar verði auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði

Málsnúmer 2111057Vakta málsnúmer

Lagt fram deiliskipulag hafnarsvæðis Siglufjarðar.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan ásamt breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032, verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Breyting á deiliskipulagi Flæða

Málsnúmer 2401030Vakta málsnúmer

Umræða tekin um breytingu á deiliskipulagi Flæða í Ólafsfirði með það að markmiði að uppbygging svæðisins bjóði upp á fjölbreyttari húsagerðir.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að hefja vinnu við breytingu deiliskipulagsins í samræmi við umræðu nefndarinnar sem leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreyttari húsagerðir; parhús og raðhús.

4.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2401100Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Semey ehf. vegna breyttrar starfsemi í húsnæði við Námuveg 8. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og þakkar skipulagsfulltrúa fyrir framlagt minnisblað. Vilyrði er fyrir breytingu á aðalskipulagi en nefndin þarf að vita hver endanleg notkun húsnæðisins verður svo hægt sé að taka afstöðu til hugsanlegrar aðalskipulagsbreytingar.

5.Nýr kirkjugarður í Ólafsfirði

Málsnúmer 2204075Vakta málsnúmer

Lagðar fram tvær tillögur að útfærslu nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin þakkar fyrir framlagt erindi og vísar ákvörðun um staðarval nýs kirkjugarðs til bæjarstjórnar.

6.Hlíðarvegur 4 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2401073Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings við Hlíðarveg 4 þar sem fyrri samningur er útrunninn. Einnig lögð fram drög að lóðarblaði tæknideildar dags. 7.2.2024.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

7.Hávegur 7 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2402006Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings við Háveg 7 þar sem fyrri samningur er útrunninn. Einnig lögð fram drög að lóðarblaði tæknideildar dags. 5.2.2024.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Eyrarflöt 22- 28 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2402003Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn L-7 ehf. um raðhúsalóðina Eyrarflöt 22-28 sem auglýst var laus til umsóknar frá 8. - 20.janúar sl.
Vísað til nefndar
Nefndin leggur til við bæjarráð að umsókn um lóð verði samþykkt enda verði uppbygging á henni í samræmi við deiliskipulag Eyrarflatar frá 2013 m.s.br.

9.Skemmtiferðaskip,skógræktin og kolefnisskógur

Málsnúmer 2401045Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Anitu Elefsen safnstjóra Síldarminjasafnsins þar sem reifaðar eru hugmyndir um samstarfsverkefni við gerð kolefnisskógar í skógræktinni og óskað eftir tillögum nefndarinnar að staðsetningu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að vinna málið áfram með skógræktarfélagi Siglufjarðar.

10.Heimild til bakkavarnar við Fjarðará í Ólafsfirði

Málsnúmer 2401046Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um heimild til bakkavarnar við Fjarðará í Ólafsfirði.
Samþykkt
Erindi samþykkt. Leyfið gildir til 24. ágúst 2027.

11.Aðalgata, Siglufirði

Málsnúmer 2401086Vakta málsnúmer

Lögð fram hönnunargögn fyrir endurnýjun Aðalgötu á Siglufirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin leggur til að kannaðir verði kostir þess að hluti Aðalgötu verði malbikaður og gatnamót hellulögð og að bílastæði við Aðalgötu 28A og 30 verði fjarlægð. Einnig að gert verði ráð fyrir einu bílastæði fyrir hreyfihamlaða fyrir framan Aðalgötu 34.

Ólafur Baldursson bókar: Að framlögð gögn verði óbreytt.

12.Innviðir vatnsveitu í Ólafsfirði

Málsnúmer 2401022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

13.Móttaka úrgangs úr olíuskiljum

Málsnúmer 2401067Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

14.Fundadagatal nefnda 2024

Málsnúmer 2401009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundardagatal nefnda fyrir árið 2024.
Samþykkt
Nefndin gerir ekki athugasemdir við fundardagatal nefnda 2024.

15.Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Málsnúmer 2401089Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar boð um þátttöku í samráði reglugerðar um sjálfbæra landnýtingu. Öllum er frjálst að taka þátt í samráðinu sem er að finna á island.is/samradsgatt.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:30.