Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

302. fundur 06. september 2023 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður, A lista
  • Ólafur Baldursson aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson varamaður, H lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi

1.Deiliskipulag hafnar og athafnasvæðis á Siglufirði

Málsnúmer 2111057Vakta málsnúmer

Á fundinn mætti Lilja Filippusdóttir og kynnti drög að deiliskipulagi fyrir hafnar- og athafnasvæði á Siglufirði.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að drögin verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum, í samræmi við 3.mgr., 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag suðurbæjar Siglufjarðar

Málsnúmer 2306030Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Yrkis Arkitekta dags. 1.9.2023 þar sem velt er upp nokkrum spurningum varðandi vinnu við deiliskipulag suðurbæjar Siglufjarðar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Skipulagsfulltrúa falið að svara spurningunum í samræmi við umræðu sem fram fór á fundinum.

3.Nýr kirkjugarður í Ólafsfirði

Málsnúmer 2204075Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi sóknarnefndar Ólafsfjarðarprestakalls dags. 29.8.2023. Af þeim tillögum sem lagðar voru fram til grundvallar staðsetningar á nýjum kirkjugarði í Ólafsfirði hlutast meirihluti sóknarnefndar til að svæðið við Garðsveg sé vænlegasti kosturinn.
Nefndin samþykkir að skoða betur Garðsveg og Brimnes undir nýjan kirkjugarð. Greina þarf svæðin og kortleggja það land sem þörf er á undir fyrirhugaða notkun. Tæknideild er falið að vinna málið áfram og kalla til fundar með sóknarnefnd þegar frumhönnun á báðum svæðum er lokið.

4.Tillaga H-listans v byggingu íbúðarhúsnæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 2307009Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga H-listans vegna byggingu íbúðarhúsnæðis í Ólafsfirði. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna á fundi sínum þann 7.júlí sl. og vísaði málinu til afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

H-listinn leggur hér fram eftirfarandi tillögu í þremur liðum.
a) Að hafin verði vinna við að deiliskipuleggja svæðið norðan við hús eldri borgara í Ólafsfirði að Aðalgötu með það fyrir augum að byggja þar hentugt húsnæði, raðhús, á einni hæð.
b) Einnig verði kannað hvort skynsamlegt geti verið að breyta núverandi deiliskipulagi við Bakkabyggð og Mararbyggð þannig að hægt verði að koma þar fyrir lóðum fyrir par- og raðhús og er aðallega horft til lóða norðan við göturnar. Engar skipulagðar lóðir eru fyrir par- eða raðhús í Ólafsfirði í dag.
c) Að bæjarstjóra verði falið að hefja viðræður við leigufélögin Brák og Bríeti um aðkomu þeirra og kaupum á nýjum íbúðum í Ólafsfirði. Markmiðið er að framkvæmdir við verkefnið gætu hafist árið 2024.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Tillaga H-listans er að nær öllu leiti í samræmi við vilja nefndarinnar að tryggja lóðaframboð í sveitafélaginu, með vísan í mál 2303026. Á 297.fundi nefndarinnar 29.03.2023 lagði nefndin fyrir vinnuskjal um forgangsröðun skipulagsvinnu, sem tæknideild hefur nú þegar hafið vinnu eftir. Í því skjali er að finna þau svæði sem tillaga H-listans nær til. Nefndin telur ekki æskilegt að einskorða lóðir við Hrannarbyggð 2, á „Olísreit“ við einnar hæðar byggingar, áður en hugmyndavinna við mótun framtíðarbyggðar hefst, en nefndin tekur undir tillögu H-listans að öðru leyti. Nefndin vill einnig ítreka vilja sinn til að deiliskipulagsvinna á ótengdum svæðum fari fram samhliða annarri skipulagsvinnu. Nefndin óskar eftir að verðfyrirspurnum í hvert skipulagsverkefni verði lokið fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2024.

5.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hlíðarvegur 18-20 18R - Flokkur 3,

Málsnúmer 2307045Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 24.7.2023 þar sem Haukur Ásgeirsson sækir um leyfi fyrir hönd Hlíðarvegar 20 ehf., til að breyta fyrirkomulagi rishæðar þannig að hún verði ein íbúð í stað tveggja, í samræmi við meðfylgjandi teikningar.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

6.Umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu - Laugarvegur 34

Málsnúmer 2306060Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu við Laugarveg 34 að lokinni grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að umsækjandi sæki um byggingarleyfi sem byggir á grenndarkynntum gögnum. Fyrirhuguð viðbygging fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð og verður umsóknin afgreidd í samræmi við það. Bent er á að hafi byggingarleyfi á grundvelli grenndarkynntrar leyfisumsóknar ekki verið gefið út innan 12 mánaða frá samþykkt sveitarstjórnar fellur samþykktin úr gildi.

7.Eyrargata 31 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

Málsnúmer 2309006Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 3.9.2023 þar sem Ólafur Símon Ólafsson sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við Eyrargötu 31 til suðurs í samræmi við meðfylgjandi teikningar. Með umsókn fylgja undirritaðir aðaluppdrættir, skráningartafla, séruppdrættir og samþykki nágranna á aðliggjandi lóðum.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Námuvegur 8 Ólafsfirði

Málsnúmer 2308007Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 21.7.2023 þar sem Tómas Einarsson f.h. Skiltagerðar Norðurlands ehf. sækir um stækkun á lóðinni Námuvegi 8 í samræmi við gildandi deiliskipulag. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags.14.08.2023.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

9.Lóð undir Garðsárvirkjunarhúsið

Málsnúmer 2305049Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að lóðarleigusamning undir lóð fyrir Garðsárvirkjunarhúsið í Ólafsfirði. Lóðin er óstaðfest í þinglýsingarbókum þar sem enginn lóðarleigusamningur hefur verið gerður. Lóðin er í óskiptri sameign eigenda Garðs 1 (Fjallabyggð) og Garðs 2. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags.17.08.2023.
Samþykkt
Nefndin samþykkir framlagðan lóðarleigusamning fyrir sitt leyti.

10.Hornbrekkuvegur 10 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2308066Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 29.8.2023 þar sem Margrét Rögnvaldsdóttir f.h. Jarðbakka ehf. sækir um endurnýjun lóðarleigusamnings við Hornbrekkuveg 10, Ólafsfirði. Það er ekki til lóðarleigusamningur fyrir lóðina hún er því óstaðfest í þinglýsingarbókum.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

11.Umsókn um leyfi til uppsetningar á loftneti

Málsnúmer 2308011Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Norðurorku hf. dagsett 25.júlí 2023 þar sem óskað er eftir leyfi til uppsetningar á loftneti hjá hitaveitutanki á Laugarengi. Einnig lögð fram tölvuteiknuð mynd sem sýnir hvernig lotnetið kemur til með að líta út.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

12.Bílastæði við Túngötu 40

Málsnúmer 2307034Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Gests Þórs Guðmundssonar, eiganda Túngötu 40 á Siglufirði, dags. 12.7.2023. Óskað er eftir tillögum Fjallabyggðar um hvernig skuli leysa bílastæðamál norðan við Túngötu 40 og lagt til að Fjallabyggð setji malbik/bundið slitlag og merki bílastæði á það svæði sem Fjallabyggð er með til umráða.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að vinna tillögu fyrir næsta fund að fegrun og mótun svæðisins sem felur í sér skýrari mörk á milli almenningssvæðis og lóðarinnar að Túngötu 40. Nefndin óskar einnig eftir kostnaðaráætlun fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2024.

13.Hámarkshraði í þéttbýli Fjallabyggðar

Málsnúmer 2302025Vakta málsnúmer

Samkvæmt 37. gr. umferðarlaga nr.77/2019 skal hámarksökuhraði tilgreindur í heilum tugum að undanteknum hámarksökuhraðanum 15 km á klst. Í þéttbýli Fjallabyggðar er í dag hámarksökuhraði 35 km á klst.
Lögð fram tillaga tæknideildar að hámarkshraða í þéttbýli Fjallabyggðar. Tillagan er unnin samkvæmt bókun skipulags- og umhverfisnefndar frá 7.desember sl. þar sem lýst var yfir áhuga hjá Fjallabyggð að færa hámarkshraða á öllum þjóðvegum í þéttbýlinu í 30 km/klst. Einnig var tillagan borin undir og unnin í samvinnu við Vegagerðina sem er veghaldari þjóðvega landsins.
Samþykkt
Nefndin samþykkir framlagða tillögu og felur tæknideild að hrinda henni í framkvæmd svo fljótt sem auðið er.

Helgi Jóhannsson situr hjá undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 18:00.