Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

178. fundur 25. febrúar 2015 kl. 17:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur J Skarphéðinsson formaður, F lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir Tæknifulltrúi

1.Bílastæðakostir við gamla gagnfræðaskólann Siglufirði

Málsnúmer 1502040Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur tæknideildar að bílastæðum við gamla gagnfræðaskólann á Siglufirði við Hlíðarveg 20.

Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu tæknideildar þau 16 bílastæði sem rúmast innan lóðar. Einnig leggur nefndin til að reitur A sem rúmar 6 bílastæði, muni tilheyra Hlíðarvegi 20. Nefndin bendir á mögulega fjölgun bílastæða á reit B og C samkvæmt framlögðum uppdrætti.

2.Ósk um úthlutun lóðar fyrir sjálfsafgreiðslustöð

Málsnúmer 1310025Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að staðsetningu lóða í Ólafsfirði og Siglufirði, fyrir sjálfsafgreiðslustöð Skeljungs hf.

Nefndin leggur til að úthlutuð verði lóð sunnan Námuvegar og vestan við Múlaveg í Ólafsfirði. Á Siglufirði leggur nefndin til að úthlutuð verði lóð nr. 3 samkvæmt tillögu tæknideildar sem er við innkeyrslu í bæinn að norðanverðu.

3.Umsókn um lóðir

Málsnúmer 1502072Vakta málsnúmer

Róbert Guðfinnsson fyrir hönd Selvíkur ehf., sækir um þrjár lóðir. Lóðirnar sem um ræðir eru Suðurgata 14, Lindargata 11 og Lindargata 11b.

Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti úthlutun á lóðum.

4.Framkvæmdaleyfi fyrir stoðvirkjaframkvæmdum í Hafnarfjalli - 3.áfangi

Málsnúmer 1502095Vakta málsnúmer

Lagður fram uppdráttur að stoðvirkjum 3.áfanga í Hafnarfjalli.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við uppdráttinn og samþykkir fyrir sitt leyti að framkvæmdaleyfi verði veitt. Málinu er vísað til afgreiðslu í bæjarráði.

5.Endurnýjun lóðarleigusamnings - Aðalgata 19 Siglufirði

Málsnúmer 1502038Vakta málsnúmer

Kaupendur að Aðalgötu 19 Siglufirði, hafa óskað eftir endurnýjun lóðarleigusamnings þar sem eldri samningur er útrunninn. Lagður er fram nýr lóðarleigusamningur og lóðarblað með nýjum lóðarmörkum.

Erindi samþykkt.

6.Lóðamarkabreyting-Vesturtangi,Siglufirði

Málsnúmer 1502062Vakta málsnúmer

Vegna vinnslu við deiliskipulag Leirutanga eru lagðar fram lóðamarkabreytingar á lóðunum Vesturtanga 2-6 og Vesturtanga 1-5.

Erindi frestað.

7.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 1502041Vakta málsnúmer

Steini Odds slf. sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta geymslugám við Grundargötu 24, Siglufirði.

Erindi samþykkt.

8.Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 1412012Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram leiðréttar gjaldskrár fyrir hundahald, kattahald og stofngjald fráveitu.

Samþykkt.

9.Deiliskipulag Leirutanga

Málsnúmer 1501084Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að skýringaruppdrætti fyrir deiliskipulag Leirutanga.

Fundi slitið.