Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

189. fundur 08. september 2015 kl. 17:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur J Skarphéðinsson formaður, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, B lista
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir Tæknifulltrúi

1.Umferðaröryggi á gatnamótum Aðalgötu, Ólafsvegar og Ægisbyggðar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1507042Vakta málsnúmer

Á 188.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram áskorun frá Sveini Andra Jóhannssyni, dagsett 24. júlí 2015, um að bæjarfélagið bæti umferðaröryggi á gatnamótum Aðalgötu, Ólafsvegar, Ægisbyggðar, með uppsetningu á umferðarspegli. Nefndin lagði til að sett yrði stöðvunarskylda í stað biðskyldu við Ólafsveg og Ægisbyggð, ásamt spegli við Ægisbyggð.

Á fundi bæjarráðs þann 25.ágúst sl. var óskað eftir nánari skýringum, útfærslu og kostnaði.

Lagt fram minnisblað tæknifulltrúa um áætlaðan kostnað við framkvæmdina.

Nefndin samþykkir að settar verði upp stöðvunarskyldur við umrædd gatnamót og beðið verði með uppsetningu á spegli að svo stöddu.

2.Vegna lóðarinnar að Strandgötu 3, Ólafsfirði

Málsnúmer 1508028Vakta málsnúmer

Á 188. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 19. ágúst sl., var lagt fram erindi Kristins E. Hrafnssonar þar sem kannaðir voru möguleikar á því að fá lóðina að Strandgötu 3 í Ólafsfirði undir íbúðarhús sem áður stóð í miðbæ Ólafsfjarðar. Nefndin taldi þessa lóð ekki henta til byggingar en benti jafnframt á lóð nr. 3 við Aðalgötu.

Erindið lagt fram að nýju vegna athugasemda Kristins.

Af erindi Kristins dagsett 7.ágúst 2015 má sjá að hann er að kanna möguleika á að fá lóðina Strandgötu 3 undir íbúðarhús. Ekki er hægt að mati nefndarinnar að líta á erindið sem formlega umsókn um lóðina Strandgötu 3.
Bókun 188.fundar nefndarinnar er gerð með hliðsjón af því.

3.Umsókn um byggingar- og framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1503059Vakta málsnúmer

Lögð fram byggingarleyfisumsókn ásamt aðaluppdráttum, vegna borholuhúss Norðurorku í Skeggjabrekkudal.

Erindi samþykkt, deildarstjóra tæknideildar falið að ganga frá byggingarleyfi.

4.Leikskálar, hönnun viðbyggingar

Málsnúmer 1503043Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsi leikskólans við Brekkugötu á Siglufirði.

5.Breytingar á húsnæði við Hlíðarveg 20 Siglufirði

Málsnúmer 1505046Vakta málsnúmer

Lagðir fram aðaluppdrættir af fyrirhuguðum breytingum gamla skólahússins við Hlíðarveg 20.

Erindi samþykkt, deildarstjóra tæknideildar falið að ganga frá byggingarleyfi.

6.Deiliskipulag Leirutanga

Málsnúmer 1501084Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi Leirutanga var auglýst þann 15. maí - 26. júní 2015. Þrjár athugasemdir bárust. Eftir yfirferð athugasemda og umsagna og við nánari skoðun var tekin ákvörðun um að breyta tillögunni í meginatriðum.
Lögð var fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi Leirutanga á Siglufirði.
Eftirtaldar breytingar hafa verið gerðar:

Tjaldsvæði sem áður var á norðausturhluta tangans er nú á suðausturhluta hans og fjær mengaðri landfyllingu og í nánari tengslum við fyrirhugaða verslun og þjónustu.
Griðland fugla sem áður var á suðurhluta tangans er nú á norðurhluta hans og aðlagað að núverandi tjörn.
Fjallahjólasvæði er fellt út.
Lóðamörk og byggingarreitur fyrir verslun og þjónustu stækkar.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur deildarstjóra tæknideildar að ganga frá tillögunni til auglýsingar og auglýsa hana skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tæknideild óskar eftir heimild nefndarinnar fyrir því að hefja hreinsun og grófa landmótun á svæðinu. Nefndin samþykkir ósk tæknideildar.

7.Breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar - Leirutangi

Málsnúmer 1503007Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 var auglýst þann 15. maí - 26. júní 2015. Til samræmis við endurskoðaða tillögu að deiliskipulagi þarf að breyta tillögunni lítillega.
Lögð var fram endurskoðuð tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar.
Eftirtaldar breytingar voru gerðar frá auglýstri tillögu:

Ú8 - tjaldsvæði sem áður var á norðausturhluta tangans verður á suðausturhluta hans.
Opið svæði fyrir griðland fugla sem áður var á suðurhluta tangans verður á norðurhluta hans.

Breytingin er minni háttar og er í meginatriðum í samræmi við þá lýsingu, sem kynnt var, áður en breytingartillagan var auglýst. Mörk tjaldsvæðis og opins svæðis breytast en aðrar meginbreytingar, s.s. niðurfelling íbúðarsvæðis og athafnasvæðis og afmörkun verslunar- og þjónustusvæðis eru eins og í áður auglýstri breytingartillögu.

Skipulagsnefnd felur deildarstjóra tæknideildar að ganga frá tillögunni til auglýsingar og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Ósk um hraðahindrun á Hverfisgötu nyrðri, Siglufirði.

Málsnúmer 1508081Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Guðjóns M. Ólafssonar dagsett 22. júlí 2015. Óskað er eftir að hraðahindrun verði sett upp á Hverfisgötu nyrðri á Siglufirði, vegna hraða og mikillar umferðar. Einnig lagt til að grípa mætti til annarra aðgerða s.s. takmarka hvernig lagt er við brekku í norðurenda götunnar.

Nefndin telur hraðahindrun ekki henta á þessum stað, en beinir því til lögreglunnar að fylgjast með að hámarkshraði sé virtur í Fjallabyggð.

9.Ósk um hraðahindrun á Ólafsveg í Ólafsfirði

Málsnúmer 1509001Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Erlu Heiðu Sverrisdóttur dagsett 31. ágúst 2015. Óskað er eftir að settar verði upp hraðahindranir við Ólafsveg í Ólafsfirði. Í götunni er leikskóli og mikið um börn að leik, gera þarf ráðstafanir vegna hraðaksturs áður en illa fer.

Í umferðaröryggisáætlun Fjallabyggðar er gert ráð fyrir þrengingum á Ólafsveginum sem draga eiga úr umferðarhraða.
Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun næsta árs.

10.Ástand húss við Hverfisgötu 17 Siglufirði

Málsnúmer 1506013Vakta málsnúmer

Á 187. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 20. júlí sl. var lagt fram bréf Þóris Hákonarsonar þar sem tilkynnt voru nýleg eigendaskipti á húsinu. Nýr eigandi hugðist ráðast í framkvæmdir á þessu ári og átti framkvæmdaáætlun að liggja fyrir eigi síðar en 1. september 2015. Framkvæmd dagsekta var því frestað til 1.september 2015.

Engin framkvæmdaáætlun hefur borist. Nefndin leggur til að lagðar verði á dagsektir að upphæð 20.000 kr. frá og með mánudeginum 14. september 2015.

11.Ástand húss við Aðalgötu 6

Málsnúmer 1408047Vakta málsnúmer

Á 186.fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 13.júlí sl., samþykkti nefndin að leggja á dagsektir að upphæð 20.000kr frá og með mánudeginum 20. júlí 2015. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. júlí 2015 þar sem eigandi hússins óskaði eftir frest til framkvæmda til 4. ágúst, þá myndu einnig liggja fyrir skrifleg tilboð og verklýsing. Dagsektum var frestað til umbeðins tíma.

Úrbætur á húsinu eru ekki hafnar og ekki liggur fyrir verklýsing. Nefndin samþykkir að leggja á dagsektir að upphæð 20.000 kr. frá og með mánudeginum 14. september 2015.

12.Nýr lóðarleigusamningur - Reykir Ólafsfirði

Málsnúmer 1509010Vakta málsnúmer

Kristinn E. Hrafnsson óskar eftir nýjum lóðarleigusamning við sumarhús á Reykjum, enginn lóðarleigusamningur er til fyrir lóðina.
Lagt fram lóðarblað og nýr lóðarleigusamningur.

Erindi samþykkt.

13.Aðalskoðun leiksvæða 2015

Málsnúmer 1508058Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar úttektarskýrslur vegna aðalskoðunar leikvallatækja og leiksvæða í Fjallabyggð. Úttektirnar fóru fram 28. júlí og 4. ágúst sl.

14.Rekstraryfirlit júní 2015

Málsnúmer 1508024Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir júní 2015.

Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 9,4 millj. kr. sem er 72% af áætlun tímabilsins sem var 13,1 millj. kr.

Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 7,1 millj. kr. sem er 51% af áætlun tímabilsins sem var 14,2 millj. kr.

Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 60,9 millj. kr. sem er 109% af áætlun tímabilsins sem var 55,8 millj. kr.

Niðurstaða fyrir umhverfismál er 7,6 millj. kr. sem er 51% af áætlun tímabilsins sem var 14,9 millj. kr.

Niðurstaða fyrir eignasjóð er -49,9 millj. kr. sem er 107% af áætlun tímabilsins sem var -45,5 millj. kr.

Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 11,2 millj. kr. sem er 68% af áætlun tímabilsins sem var 16,5 millj. kr.

Niðurstaða fyrir veitustofnun er -16 millj. kr. sem er 110% af áætlun tímabilsins sem var -14,5 millj. kr.

15.Athugasemd við grjótnám í Hvanneyrarkróksfjöru

Málsnúmer 1507028Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 13. júlí sl. var lagt fram erindi Guðnýjar Róbertsdóttur varðandi grjótnám í Hvanneyrarkróksfjöru og tæknideild falið að koma með svör við erindinu til nefndarinnar.

Lögð fram til kynningar svör tæknideildar við erindi Guðnýjar.

Fundi slitið.