Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

194. fundur 09. desember 2015 kl. 17:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur J Skarphéðinsson formaður, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi

1.Umsókn um leyfi fyrir svölum við Suðurgötu 47b Siglufirði

Málsnúmer 1504072Vakta málsnúmer

Lagðar fram athugasemdir umsóknaraðila og eiganda að Suðurgötu 47a.

Afgreiðslu málsins er frestað þar til á næsta fundi nefndarinnar og umsóknaraðila gefinn kostur á að leita með mál sitt til kærunefndar húsamála og óska þar eftir álitsgerð um ágreiningsefni sitt, sbr. 80. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús, þ.e. hvort eignirnar teljast vera fjöleignarhús í skilningi laga um fjöleignarhús eða sem tvær sjálfstæðar eignir og ef svo er hvort þeim beri þá að fara engu að síður eftir ákvæðum laganna varðandi útlit hússins með vísan til 2. mgr. 3. gr. laga um fjöleignarhús.

2.Umsókn um leyfi til breytinga við Túngötu 40a Siglufirði

Málsnúmer 1511036Vakta málsnúmer

Fríða B. Gylfadóttir sækir um leyfi til að opna kaffihús og konfektgerð á vinnustofu sinni að Túngötu 40a ásamt útlitsbreytingum á vestur- og austurhlið hússins.

Rekstrarleyfi fyrir kaffihús og konfektgerð er sótt til Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, sem leitar m.a. umsagnar sveitarstjórnar og byggingarfulltrúa í samræmi við 4.mgr. 10.gr laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Nefndin samþykkir þær útlitsbreytingar sem sótt er um.

3.Leyfi til útlistbreytinga á Aðalgötu 6 Siglufirði

Málsnúmer 1510106Vakta málsnúmer

Á 192.fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 28.10 sl. var tekið fyrir erindi Magnúsar Garðarssonar þar sem óskað var eftir leyfi til útlitsbreytinga á húseigninni við Aðalgötu 6 Siglufirði. Þar sem húsið er friðað tók nefndin ekki afstöðu til málsins fyrr en umsögn Minjastofnunar lægi fyrir.

Lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 3.11.2015.

Nefndin samþykkir ósk um leyfi til útlitsbreytinga.

4.Endurbætur á húsi við Aðalgötu 19 Siglufirði

Málsnúmer 1511066Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Kristínar Brynju Gunnarsdóttur fyrir hönd eigenda Aðalgötu 19, Siglufirði. Óskað er eftir leyfi til gagngerðra endurbóta á húsinu til að gera húsið íbúðarhæft. Lagðar fram teikningar af fyrirhuguðum endurbótum.

Nefndin tekur vel í erindið en bendir á að samkvæmt 30. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 er eigendum húsa og mannvirkja sem byggð voru 1925 eða fyrr, skylt að leita álits hjá Minjastofnun Íslands með minnst sex vikna fyrirvara ef þeir hyggjast breyta þeim, flytja þau eða rífa. Húsið er byggt árið 1916 samkvæmt fasteignaskrá og tekur nefndin því ekki afstöðu til málsins fyrr en umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.

5.Ósk um stöðuleyfi fyrir smáhýsi

Málsnúmer 1511035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Álfhildar Stefánsdóttur dagsett 12.11.2015. Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 15 fm smáhýsi á lóð Fjallabyggðar sem liggur að suðurmörkum lóðar Álfhildar að Aðalgötu 15.

Nefndin hafnar beiðni um stöðuleyfi fyrir smáhýsi á lóð Fjallabyggðar sunnan við Aðalgötu 15, en samþykkir að smáhýsið sé sett niður á lóðarmörkum suðvesturhorns Aðalgötu 15.

6.Breyting á Ægisgötu 8, Ólafsfirði

Málsnúmer 1511028Vakta málsnúmer

Eigendur að Ægisgötu 8, Ólafsfirði sækja um leyfi til að stækka glugga á austur- og vesturvegg hússins og að setja gönguhurð í bílskúrshurð að norðan.

Erindi samþykkt.

7.Umsókn um byggingarleyfi - Brimnesvegur 10 Ólafsfirði

Málsnúmer 1511052Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Bjarma Sigurgarðarssonar dagsett 23.11.2015. Óskað er eftir leyfi fyrir yfirbyggingu yfir andyri efri hæðar og svalir skv. meðfylgjandi gögnum.

Nefndin óskar eftir fullnægjandi aðaluppdráttum áður en byggingarleyfi er veitt og framkvæmdum haldið áfram.

8.Viðbygging við Suðurgötu 2 Siglufirði

Málsnúmer 1511040Vakta málsnúmer

Konráð Baldursson fyrir hönd Selvíkur ehf. vill kanna afstöðu skipulags- og umhverfisnefndar fyrir stækkun á húsnæði fyrirtækisins við Suðurgötu 2-4 skv. meðfylgjandi myndum. Áætluð stækkun er ca. 3.15m í norður og stækkun í vestur fyrir móttöku og vörugeymslu.

Nefndin tekur jákvætt í erindið.

9.Ásýnd sveitarfélagsins og markaðssetning Ólafsfjarðar

Málsnúmer 1507035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi áhugahóps um Jólabæinn Ólafsfjörð dagsett 17.nóvember 2015.
Markaðs- og menningarnefnd óskar eftir áliti skipulags- og umhverfisnefndar á tillögu nr. 1 um varanleg tréhús sunnan við Tjarnarborg. Lagt er til að sett verði niður 2-3 tréhús, 8-10fm að stærð, sunnan Tjarnarborgar sem hægt væri að nota á aðventunni til að selja ýmsan varning. Húsin myndu einnig nýtast á öðrum tímum ársins.

Nefndin tekur vel í þá hugmynd að notast verði við stærri hús á þessum stað en ekki að þau séu varanleg þar sem það myndi rýra notagildi svæðisins.

10.Umsókn um breytta skráningu húsnæðis við Suðurgötu 16, Siglufirði

Málsnúmer 1511022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jóns Sæmundar Sigurjónssonar fyrir hönd Siglufjarðarprentsmiðju ehf. dagsett 5.11.2015. Óskað er eftir breyttri skráningu á húsnæði prentsmiðjunnar að Suðurgötu 16 úr iðnaðarhúsnæði í íbúðar- og geymsluhúsnæði.

Erindi samþykkt.

11.Umferðaröryggi á gatnamótum Aðalgötu, Ólafsvegar og Ægisbyggðar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1507042Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sigurbjörns Þorgeirssonar þar sem óskað er eftir því að stöðvunarskyldumerki við Ægisbyggð verði skipt út fyrir biðskyldumerki. Stöðvunarskyldan sé til þess fallin að menn virði hana ekki, þar sem gott útsýni er til beggja átta á þessum stað gatnamótanna.

Nefndin samþykkir að setja biðskyldu við gatnamót Ægisbyggðar og Aðalgötu í stað stöðvunarskyldu.

12.Hönnun tjaldsvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 1510108Vakta málsnúmer

Lögð fram 2.drög að hönnun tjaldsvæðisins í Ólafsfirði.

Nefndin samþykkir framlagðar teikningar.
Fylgiskjöl:

13.Breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar - Leirutangi

Málsnúmer 1503007Vakta málsnúmer

Í samræmi við 31.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 ásamt umhverfisskýrslu vegna deiliskipulags Leirutanga, með athugasemdafresti frá 20.október-1.desember 2015.
Umsögn barst frá Vegagerðinni dagsett 12.nóvember 2015 sem gerði ekki athugasemd við skipulagstillöguna. Umsögn barst einnig frá Umhverfisstofnun, sem tekur undir breytingarnar og telur þær jákvæðar. Ein athugasemd barst frá Bás ehf. 30.nóvember 2015.

Afgreiðslu frestað og forsvarsmenn Bás ehf. boðaðir á næsta fund nefndarinnar.

14.Deiliskipulag Leirutanga

Málsnúmer 1501084Vakta málsnúmer

Í samræmi við 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst tillaga að deiliskipulagi Leirutanga ásamt umhverfisskýrslu, með athugasemdafresti frá 20.október-1.desember 2015. Umsögn barst frá Vegagerðinni og Skipulagsstofnun sem gerðu ekki athugasemdir við skipulagstillöguna né umhverfismat hennar.

Afgreiðslu frestað og forsvarsmenn Bás ehf. boðaðir á næsta funda nefndarinnar.

15.Reyndarteikningar af Tjarnargötu 20 Siglufirði

Málsnúmer 1512018Vakta málsnúmer

Lagðar fram reyndarteikningar vegna breytinga innanhúss í Tjarnargötu 20.

Erindi samþykkt.

16.Hönnun skólalóðar við Norðurgötu - Siglufirði

Málsnúmer 1512011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar forhönnun að skólalóð Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu.

Fundi slitið.