Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

180. fundur 25. mars 2015 kl. 17:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur J Skarphéðinsson formaður, F lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Kristjana Rannveig Sveinsdóttir varamaður, S lista
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir Tæknifulltrúi

1.Umsókn um byggingarleyfi, Snorragata 3

Málsnúmer 1311073Vakta málsnúmer

Lagðir fram aðaluppdrættir og lóðarblað af Sigló hótel. Baðhúsi, útigeymslu og heitum potti hefur verið bætt við teikningarnar og innra skipulagi í miðrými breytt. Samhliða breytingunum er óskað eftir stækkun lóðar til suðurs samkvæmt framlögðu lóðarblaði.

Nefndin samþykkir breytingarnar og stækkun lóðar fyrir sitt leyti. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

2.Lóðir Norðurorku í Ólafsfirði

Málsnúmer 1503025Vakta málsnúmer

Norðurorka óskar eftir að fá úthlutað lóðir utan um mannvirki sín á Ólafsfirði í samræmi við framlagða uppdrætti.

Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti umsókn um lóðir. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

3.Umsókn um byggingar- og framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1503059Vakta málsnúmer

Norðurorka sækir um framkvæmdaleyfi til að bora nýja borholu vegna leitar að heitu vatni í Skeggjabrekkudal í Ólafsfirði. Einnig er sótt um byggingarleyfi þar sem áhugi er fyrir því að byggja hámark 8 fm. hús utan um holuna.

Erindi frestað.

4.Umsókn um breytingar á Tjarnargötu 20, Siglufirði

Málsnúmer 1503050Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss við Tjarnargötu 20 vegna flutnings Egils sjávarafurða ehf. í húsnæðið. Lagðar voru fram teikningar af breytingunum.

Erindi samþykkt.

5.Breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar - Leirutangi

Málsnúmer 1503007Vakta málsnúmer

Á 179.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt skipulagslýsing fyrir breytingar á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 og deiliskipulag Leirutanga. Skipulagslýsingin var auglýst 6.-16.mars 2015 í samræmi við 1.mgr. 30.gr og 1. og 3. mgr. 40.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Lagðar fram umsagnir sem bárust frá umsagnaraðilum vegna lýsingarinnar. Einnig voru drög að breytingarblaði samþykkt og kynnt fyrir opnu húsi þann 17. mars sl. í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytingarnar skv. 31. gr. skipulagslaga að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Deiliskipulag Leirutanga

Málsnúmer 1501084Vakta málsnúmer

Á 179.fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru samþykkt drög að tillögu deiliskipulags Leirutanga. Drög þessi voru kynnt almenningi fyrir opnu húsi 17. mars sl. og á heimasíðu Fjallabyggðar í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áður, á 177. fundi nefndarinnar, höfðu drög að lýsingu vegna skipulagsvinnunnar verið samþykkt. Var lýsingin auglýst þann 13. - 27. febrúar 2015. Uppfærð lýsing vegna aðalskipulagsbreytingar var auglýst 6.-16. mars 2015 í samræmi við 1.mgr. 30.gr. og 1. og 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin samþykkir að auglýsa tillögu deiliskipulags Leirutanga samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Fundi slitið.