Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

195. fundur 14. desember 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur J Skarphéðinsson formaður, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, B lista
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi

1.Breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar - Leirutangi

Málsnúmer 1503007Vakta málsnúmer

Í samræmi við 31.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 ásamt umhverfisskýrslu vegna deiliskipulags Leirutanga, með athugasemdafresti frá 20.október-1.desember 2015.
Umsögn barst frá Vegagerðinni dagsett 12.nóvember 2015 sem gerði ekki athugasemd við skipulagstillöguna. Umsögn barst einnig frá Umhverfisstofnun, sem tekur undir breytingarnar og telur þær jákvæðar. Ein athugasemd barst frá Bás ehf. 30.nóvember 2015.
Forsvarsmenn Bás ehf. mættu á fund nefndarinnar til að gera betur grein fyrir athugasemd sinni.

Nefndin telur nauðsynlegt að málið verði skoðað nánar og óskar eftir aðkomu bæjarstjóra og bæjarráðs þar að lútandi.

Eftir þennan dagskrárlið vék Jón Valgeir Baldursson af fundi.

2.Deiliskipulag Leirutanga

Málsnúmer 1501084Vakta málsnúmer

Í samræmi við 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst tillaga að deiliskipulagi Leirutanga ásamt umhverfisskýrslu, með athugasemdafresti frá 20.október-1.desember 2015. Umsögn barst frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun sem gerðu ekki athugasemdir við skipulagstillöguna né umhverfismat hennar. Ein athugasemd barst frá Bás ehf. 30.nóvember 2015. Forsvarsmenn Bás ehf. mættu á fund nefndarinnar til að gera betur grein fyrir athugasemd sinni.

Nefndin telur nauðsynlegt að málið verði skoðað nánar og óskar eftir aðkomu bæjarstjóra og bæjarráðs þar að lútandi.

3.Viðbygging við Suðurgötu 2 Siglufirði

Málsnúmer 1511040Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Jónssonar vegna afgreiðslu nefndarinnar á fyrirspurn um viðbyggingu á Suðurgötu 2, þar sem spurt er hvenær Suðurgata 2 sé byggð svo og hvort byggingin sé ekki hluti af menningarsögulegu gildi Siglufjarðar.

Byggingarár hússins er 1995 og fellur það því ekki ekki undir lög um menningarminjar nr.80/2012.

4.Leikskálar, hönnun viðbyggingar

Málsnúmer 1503043Vakta málsnúmer

Á 192. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 28.október sl. var tæknideild falið að grenndarkynna fyrirhugaða viðbyggingu við húsnæði Leikskóla Fjallabyggðar við Brekkugötu á Siglufirði, aðliggjandi lóðarhöfum. Grenndarkynningu lauk 11. desember sl., engar athugasemdir bárust.

Nefndin samþykkir framlagðar teikningar og felur deildarstjóra tæknideildar að gefa út byggingarleyfi.

Fundi slitið.