Bæjarráð Fjallabyggðar

514. fundur 15. ágúst 2017 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Samningur um skóla- og frístundaakstur

Málsnúmer 1705057Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála Ríkey Sigurbjörnsdóttir sat undir þessum lið.

Náðst hefur samningur við HBA um skóla- og frístundaakstur til næstu þriggja ára.

Deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála er falið að festa kaup á bílsessum fyrir yngstu nemendur.

2.Skóladagatal 2017-2018

Málsnúmer 1703080Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála Ríkey Sigurbjörnsdóttir sat undir þessum lið.

Á bæjarstjórnarfundi þann 19. apríl sl. vísaði bæjarstjórn afgreiðslu um skóladagatal fyrir skólaárið 2017-2018 til bæjarráðs, þar sem gerð var tilraun með lengri sumaropnun í ár á Leikskálum á Siglufirði.

Bæjarráð staðfestir skóladagatal Grunnskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskólans á Tröllaskaga en mun taka skóladagatal Leikskóla Fjallabyggðar til afgreiðslu þegar niðurstaða úr viðhorfskönnun meðal foreldra liggur fyrir. Gert er ráð fyrir því að endanlegt skóladagatal liggi fyrir í byrjun október.

3.Vígsla nýbyggingar MTR

Málsnúmer 1708022Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við viðbyggingu Menntaskólans á Tröllaskaga.
Vígsla viðbyggingarinnar fer fram föstudaginn 25. ágúst nk. kl. 16.00.

4.Vitahúsið á Selvíkurnefi

Málsnúmer 1506044Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Róberti Guðfinnssyni, dags. 6. ágúst sl., þar sem óskað er eftir afstöðu bæjaryfirvalda og hafnarstjórnar til þess að taka upp viðræður við Selvík ehf. um endurbætur á vitahúsinu í Selvík.

Bæjarráð óskar eftir því við Róbert að hann mæti á fund bæjarráðs og fari yfir málið.

5.Átak í afþreyingar- og umhverfismálum í Siglufirði

Málsnúmer 1106092Vakta málsnúmer

Ríkharður Hólm Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram erindi frá Róberti Guðfinnssyni, dags. 5. ágúst sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvernig bæjaryfirvöld hyggist standa við samkomulag sem gert var við Rauðku ehf. árið 2012 og fjallar m.a. um útivistarsvæðið á Leirutanga. Í því er kveðið á um að Fjallabyggð skuli gera svæðið að útivistarsvæði og að byggð sé einungis meðfram þjóðvegi og í samræmi við skipulag vestan lóðar Bás ehf.

Fjallabyggð hefur látið hanna svæðið sem útivistarsvæði og nýtt deiliskipulag fyrir svæðið tók gildi árið 2015. Vinnu við fyrsta áfanga verður brátt lokið.

Þann 22.6.2016 hafnaði bæjarstjórn beiðni Bás ehf. um stækkun lóðar á svæðinu og veitti Bás ehf. afnot af viðbótarsvæði við lóð fyrirtækisins til 1. júní 2017.

Bæjarráð ítrekar fyrri samþykkt bæjarstjórnar og samþykkir að Bás ehf. verði ekki áfram veitt afnot af viðbótarsvæði við lóð fyrirtækisins og óskar eftir viðræðum við forsvarsmenn Bás ehf. um málið.

6.Opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA

Málsnúmer 1708021Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Ferðamálastofu þar sem er upplýst að opið sé fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands. Um er að ræða styrki til þróunar- og markaðsverkefna í ferðaþjónustu og ferðastyrki, m.a. vegna skólahópa, íþróttahópa eða menningarverkefna.

Bæjarráð vísar málinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

7.Landsfundur um jafnréttismál í sveitarfélögum 12. september 2017

Málsnúmer 1708020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð frá Jafnréttisstofu vegna landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2017. Fundurinn verður haldinn þann 15. september nk. í Stykkishólmi.



8.Áætlun um að reisa styttu af Gústa guðsmanni

Málsnúmer 1707064Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Anitu Elefsen, Brynju Baldursdóttur, Guðnýju Róbertsdóttur, Hálfdáni Sveinssyni, Jóni Steinari Ragnarssyni, Sigurði Hlöðvessyni, Sigurði Ægissyni, Þórarni Hannessyni og Örlygi Kristfinnssyni, dags. 10. ágúst 2017, þar sem athugasemdum vegna mögulegrar gerðar styttu af Gústa guðsmanni er komið á framfæri við bæjarráð og skipulags- og umhverfisnefnd.

Bæjarráð vill taka fram að ekki hefur borist formlegt erindi vegna mögulegrar gerðar styttunnar og staðsetningar hennar. Berist slíkt erindi verður erindið tekið fyrir í skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar.

9.Fræðslustefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407059Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sigríðar Vigdísar Vigfúsdóttur til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála Fjallabyggðar varðandi fræðslustefnu Fjallabyggðar.

10.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1611084Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi breytingu í afmælisnefnd 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar:

Í stað Brynju I. Hafsteinsdóttur komi Anna Hulda Júlíusdóttir og í stað Kristins J. Reimarssonar komi Ríkey Sigurbjörnsdóttir.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi breytingu í Barnaverndarnefnd Útey:

Í stað Guðjóns M. Ólafssonar komi Bryndís Hafþórsdóttir.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi breytingu í fræðslu- og frístundanefnd:

Í stað Kristjáns Haukssonar D-lista komi Hjördís Hjörleifsdóttir D-lista. Varamaður D-lista verði Steingrímur Óli Hákonarson.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi breytingu í Almannavarnanefnd Eyjafjarðar:

Í stað Ólafs Þórs Ólafssonar komi Ármann V. Sigurðsson.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi breytingu í starfshópi Menntaskólans á Tröllaskaga:

Í stað Kristins Kristjánssonar komi Ríkharður Hólm Sigurðsson.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi breytingu á aðalfundarfulltrúum Fjallabyggðar á aðalfundi Eyþings:

Í stað Sólrúnar Júlíusdóttur komi Ríkharður Hólm Sigurðsson. Varamaður í hans stað verði Valur Þór Hilmarsson.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinnuhópur um Tjarnarborg verði lagður niður þar sem hann hefur lokið störfum.

11.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 14. ágúst 2017

Málsnúmer 1708002FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 14. ágúst 2017 Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar Jónína Magnúsdóttir og Sigurlaug Guðjónsdóttir fulltrúi kennara sátu undir þessum lið.

    Skólasetning fer fram miðvikudaginn 23. ágúst 2017, stundaskrár og ritföng verða afhent. Nemendur 1. bekkjar mæta í boðuð viðtöl til umsjónarkennara.

    Skráðir nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar eru 196. 106 nemendur eru í starfsstöðinni á Siglufirði og 90 í starfsstöðinni í Ólafsfirði.

    Skólastarf er undirbúið skv. nýrri fræðslustefnu og munu nemendur 1.-5. bekkjar verða á Siglufirði og nemendur 6.-10. bekkjar í Ólafsfirði. Kennsla í 1.-5.bekk hefst kl. 8.30 en kennsla í 6.-10.bekk hefst kl. 8.10.

    50 starfsmenn mæta til starfa í haust, 32 kennarar og 18 aðrir starfsmenn. Meiri mannabreytingar eru nú miðað við síðustu ár. Sólveig Rósa Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri var ráðin 1. ágúst ásamt Ásu Björk Stefánsdóttur umsjónarkennara 5. bekkjar, Gurrý Önnu Ingvarsdóttur sérkennara og Gunnlaugu Björk Guðbjörnsdóttur sérkennara. Sigríður Ásta Hauksdóttir náms- og starfsráðgjafi verður í 20% starfi við skólann en hún mun einnig vinna við MTR.

    Nemendum í 1.-4. bekk stendur til boða að sækja Frístund að loknum skóladegi kl. 13.30-14.30. Frístund er tómstundastarf skipulagt af Fjallabyggð í samstarfi við tónlistarskóla, grunnskóla og íþróttafélög. Nemendur í 1.-3. bekk hafa möguleika á að sækja lengda viðveru kl. 14.30-16.00.

    Samstarf Grunnskóla Fjallabyggðar við MTR hefur verið aukið. Nokkrir nemendur í unglingadeild sækja þar valgreinar (vélmennafræði og blak), sem er viðbót við ensku og grunnáfanga í náttúru- og félagsvísindum sem 10. bekkingar hafa getað stundað sl. ár.
    Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 514. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 14. ágúst 2017 Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar Jónína Magnúsdóttir og Sigurlaug Guðjónsdóttir fulltrúi kennara sátu undir þessum lið.

    Farið yfir tillögu starfshóps um samþættingu á skóla- og frístundastarfi. Að loknum skóladegi 1.-4.bekkjar tekur við skipulagt starf sem er samstarfsverkefni Fjallabyggðar, Tónlistarskólans á Tröllaskaga og íþróttafélaga. Fjögur íþróttafélög hafa ákveðið að taka þátt í Frístund. Það eru KF, TBS, Glói og BF. Skipulag Frístundar verður kynnt foreldrum á næstu dögum og skráning mun fara fram í vikunni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 514. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 14. ágúst 2017 Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar Jónína Magnúsdóttir og Sigurlaug Guðjónsdóttir fulltrúi kennara sátu undir þessum lið.

    Við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017 var ákveðið að leggja fjármagn í kaup á ritföngum fyrir nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar. Við skólabyrjun mun skólinn afhenda nemendum ritfangapakka að gjöf frá sveitarfélaginu. Ritfangapakkinn er svipaður milli árganga og felur í sér skriffæri, stíla- og reikningsbækur, skæri, teygjumöppu, tréliti, reglustikur o.s.frv. eftir þörfum hvers árgangs. Það sem ekki er í ritfangapakkanum þurfa foreldrar að útvega.
    Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 514. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 14. ágúst 2017 Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar Jónína Magnúsdóttir og Sigurlaug Guðjónsdóttir fulltrúi kennara sátu undir þessum lið.

    Deildarstjóri upplýsti fundarmenn um framgang framkvæmda við skólalóð við Norðurgötu. Áætluð verklok 1. áfanga eru í lok ágúst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 514. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 14. ágúst 2017 Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar Jónína Magnúsdóttir og Sigurlaug Guðjónsdóttir fulltrúi kennara sátu undir þessum lið.

    Fræðslu- og frístundarnefnd leggur til við bæjarráð að kefli verði fjarlægð af skólalóð grunnskólans við Tjarnarstíg í Ólafsfirði vegna athugasemda eftirlitsaðila.

    Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 514. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 14. ágúst 2017 Skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar Olga Gísladóttir sat undir þessum lið.

    Leikskólastjóri fór yfir viðbótaropnun Leikskála. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að sumaropnun á næsta ári verði með svipuðum hætti og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 514. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 14. ágúst 2017 Grunnskóli Fjallabyggðar fékk úthlutað kr. 216.000 úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla vegna námskeiðs fyrir starfsfólk á skólaárinu 2017-2018. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 514. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 14. ágúst 2017 Lögð fram beiðni um skólavist utan lögheimilissveitarfélags á skólaárinu 2017-2018. Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 514. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 13:00.