Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

24. fundur 08. febrúar 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, S lista
  • Hilmar Þór Hreiðarsson aðalmaður, F lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður, D lista
  • Ólafur Guðmundur Guðbrandsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka tvö mál á dagskrá. Mál nr. 1602023 - Umsókn um námsvist utan lögheimilssveitarfélags og mál nr. 0602013 - Rekstraryfirlit desember 2015. Samþykkt að taka þessi tvö mál á dagskrá.
Guðný Kristinsdóttir boðaði forföll. Enginn varamaður mætti í hennar stað.
Berglind Hrönn Hlynsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna við Leikskóla Fjallabyggðar mætti ekki á fundinn.

1.Frístundastefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407058Vakta málsnúmer

Samþykkt
Lögð fram áætlun um vinnu við endurskoðun á Frístundastefnu Fjallabyggðar. Nefndin tekur jákvætt í framlagða áætlun og fagnar því að farið verði í þessa vinnu. Nefndin skipar Hilmar Þór Hreiðarsson sem sinn fulltrúa í væntanlegum vinnuhópi.

2.Starfsáætlun Tónskóla Fjallabyggðar 2015 - 2016

Málsnúmer 1602009Vakta málsnúmer

Staðfest
Á fundinn mættu Magnús Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir, skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Hugborg Inga Harðardóttir áheyrnarfulltrúi foreldra við Grunnskóla Fjallabyggðar, Katrín Sif Andersen áheyrnarfulltrúi foreldra við Leikskóla Fjallabyggðar og Sigurlaug Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna við Grunnskóla Fjallabyggðar.
Magnús Ólafsson kynnti starfsáætlun tónskólans fyrir veturinn 2015 - 2016. Fræðslu- og frístundanefnd staðfestir starfsáætlun tónskólans en vill þó vekja athygli á því að samræma þurfi betur skóladagatal við dagatal leik- og grunnskóla.

3.Fræðslustefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407059Vakta málsnúmer

Samþykkt
Lögð fram áætlun um vinnu við endurskoðun á fræðslustefnu Fjallabyggðar. Nefndin fagnar því að farið verði í þessa vinnu og skipar Sæbjörgu Ágústsdóttur til að vera fulltrúi nefndarinnar í væntanlegum vinnuhópi.

4.Starfsáætlun Gunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2015 - 2016

Málsnúmer 1511011Vakta málsnúmer

Staðfest
Jónína Magnúsdóttir fór yfir endurskoðaða starfsáætlun fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar veturinn 2015 - 2016. Fræðslu- og frístundanefnd staðfestir starfsáætlun grunnskólans.

5.Skólapúlsinn - niðurstöður úr nemendakönnunum

Málsnúmer 1602021Vakta málsnúmer

Lagt fram
Jónína Magnúsdóttir kynnti helstu niðurstöður úr nemendakönnun Skólapúlsins sem lagðar voru fyrir nemendur í október. Annars vegar er um að ræða niðurstöður fyrir 8. - 10. bekk og hins vegar fyrir 6. - 7. bekk. Könnunin er liður í sjálfsmati skólans og er ætlað að fylgjast með og bæta innra starf skólans.

6.Niðurgreiðslur á rútufargjaldi fyrir framhalds-eða háskólanema skólaárið 2015-2016

Málsnúmer 1508077Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Afgreiðslu þessa erindis var frestað á fundi nr. 20 í sept. 2015. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að reglur um niðurgreiðslu á rútufargjaldi fyrir framhalds- eða háskólanema frá 2013 verði afnumdar þar sem nemendur eiga rétt á akstursstyrk frá LÍN. Akstursstyrkur er ætlaður þeim nemendum sem sækja skóla frá lögheimili þ.e. keyra daglega í skólann frá lögheimili sínu.

7.Umsókn um námsvist utan lögheimilssveitarfélags

Málsnúmer 1602023Vakta málsnúmer

Samþykkt
Lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema utan lögheimilissveitarfélags.
Erindi samþykkt.

8.Rekstraryfirlit desember 2015

Málsnúmer 1602013Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - desember 2015. Fræðslu- og uppeldismál: Rauntölur, 664.059.549 kr. Áætlun, 686.097.000 kr. Mismunur; 22.037.451 kr. Æskulýðs- og íþróttamál: Rauntölur, 246.563.976 kr. Áætlun 249.009.000 kr. Mismunur; 2.445.024 kr.
Skólastjórnendur og fulltrúar kennara og foreldra véku af fundi kl. 18:15.

Fundi slitið.