Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

40. fundur 18. apríl 2017 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varaformaður, S lista
  • Kristján Hauksson aðalmaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir varamaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Róbert Grétar Gunnarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Róbert Grétar Gunnarsson Deildarstjóri fræðslu-,frístunda- og menningarmála
Kristinn Kristjánsson (F) boðaði ekki forföll og enginn mætti í hans stað.

1.Hönnun skólalóðar við Norðurgötu - Siglufirði

Málsnúmer 1512011Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd fagnar þeim áfanga að nú hylli undir umtalsverðar breytingar á skólalóð við Norðurgötu.

2.Fræðslustefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407059Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi fræðslustefnu Fjallabyggðar fyrir sitt leyti með þremur atkvæðum, gegn einu atvæði Kristjáns Haukssonar. Meirihluti fræðslunefndar leggur til við bæjarstjórn að stofnaður verði vinnuhópur um samþættingu á skóla og frístundastarfi og vinnuhópurinn skili af sér um miðjan maí.

Fundi slitið - kl. 18:30.