Bæjarstjórn Fjallabyggðar

147. fundur 18. maí 2017 kl. 17:00 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir bæjarfulltrúi, S lista
  • Nanna Árnadóttir varabæjarfulltrúi, S lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson varabæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson varabæjarfulltrúi, B lista
  • Valur Þór Hilmarsson varabæjarfulltrúi, S lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Fræðslustefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407059Vakta málsnúmer

Til máls tók Helga Helgadóttir og fór yfir tillögu starfshóps um samþættingu á skóla- og frístundastarfi.

Til máls tók Jón Valgeir Baldursson sem vill leggja fram eftirfarandi bókun:
Það hefur náðst að mínu viti mjög góð samfélagsleg sátt um núverandi fyrirkomulag Grunnskóla Fjallabyggðar. Það er mjög mikil andstæða í samfélaginu okkar við fyrirætlanir ykkar í skóla og fræðslumálum.
Flokkarnir töluðu um íbúalýðræði fyrir síðustu kostningar. Mjög miklar breytingar hafa farið fram á undanförnum árum í skólamálum í Fjallabyggð. Ég tel réttast að frekari fyrirhugaðar breytingar verði gerðar í breiðari sátt við íbúa Fjallabyggðar og þá sérstaklega þeirra barnafjölskyldna, sem eiga björn á grunnskólaaldri.
Ég vill leggja fram eftirfarandi tillögu og að um hana verði kosið núna á fundinum með nafnakalli:
Framkvæmd verði kosning meðal íbúa Fjallabyggðar um fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi skólamála Grunnskóla Fjallabyggðar.

Til máls tók Helga Helgadóttir.

Til máls tók Ásgeir Logi Ásgeirsson.

Til máls tók Jón Valgeir Baldursson.

Til máls tók Helga Helgadóttir

Steinunn María Sveinsdóttir óskar eftir fundarhlé.

Til máls tók Ásgeir Logi Ásgeirsson og leggur fram eftirfarandi bókun:

Meirihluti bæjarstjórnar Fjallabyggðar áréttar ákvörðun um breytingu á skólastarfi sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi 21. apríl sl.. Með ákvörðuninni telur meirihlutinn að jákvætt skref sé tekið í skólaþróun í sveitarfélaginu. Unnið hefur verið að samþættingu á skóla- og frístundastarfi, svokallaðri Frístund, undanfarnar vikur og verður nemendum 1.-4. bekkjar boðið upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf strax að loknum skóladegi. Lengd viðvera styttist sem því nemur og er því komið vel til móts við foreldra og nemendur sem ella myndu nýta sér þá gjaldskyldu þjónustu á þeim tíma sem Frístund er skipulögð. Mikil áhersla er lögð á vellíðan nemenda og verður nemendum í 1.-5. bekk boðið upp á hafragraut frá kl. 8-8:30 og ávaxtabita að loknum skóladegi. Skólaakstri verður háttað í samræmi við skólastarf, Frístund og Lengda viðveru. Rútuliði verður í öllum ferðum skólabíls.

Með ákvörðuninni telur meirihluti bæjarstjórnar að auka megi bæði árangur og metnað í skólastarfi sem og félagsleg tengsl með árgangaskiptri bekkjarkennslu og samþættingu á skóla- og frístundastarfi.


Til máls tók Helga Helgadóttir og fer fram á nafnakall eftir tillögu Jóns Valgeirs.
Tillaga felld með 6 atkvæðum gegn 1.

Bæjarstjórn samþykkti með 6 atkvæðum tillögu starfshóps um samþættingu á skóla- og frístundastarfi, gegn einu Jóns Valgeirs Baldurssonar.

Svör við fyrirspurnum Foreldrafélags Fjallabyggðar lögð fram, eintak afhent Katrín Freysdóttir, ritara félagsins. Svörin verða aðgengileg á vef Fjallabyggðar.

Fundi slitið - kl. 18:00.