Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

11. fundur 20. nóvember 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Anna Þórisdóttir formaður, F lista
  • Ægir Bergsson varaformaður, S lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Gunnlaugur Stefán Guðleifsson aðalmaður, F lista
  • Kristófer Þór Jóhannsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
  • Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Formaður bauð fundarmenn velkomna á fund.
Sæbjörg Ágústsdóttir boðaði forföll og varamaður hafði ekki tök á að mæta.

1.Ferðastefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1401026Vakta málsnúmer

Drög að Ferðastefnu Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Stýrihópur um gerð ferðastefnunnar hefur óskað eftir umsögn nefnda bæjarfélagsins.

Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti jákvæða umsögn um tillöguna og gerir ekki athugasemdir.
Nefndin samþykkir að boða til samráðsfundar með ferðaþjónustuaðilum til að fara yfir tillöguna og fleiri þætti er snúa að sameiginlegum hagsmunum sveitarfélagins og ferðaþjónustuaðila.

2.Jól og áramót 2014

Málsnúmer 1410063Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirkomulag og viðburðarhald um jól og áramót, brennur, flugeldasýningar og jólatréstendrun.
Markaðs- og menningarnefnd leggur til að kveikt verði á jólatrjám í Fjallabyggð 29. nóvember í Ólafsfirði og á Siglufirði 30. nóvember.
Markaðs- og menningarfulltrúa er jafnframt falið að ræða við þau félagasamtök sem hafa komið að þessum viðburðum.

3.Styrkumsóknir 2015 - Menningarmál

Málsnúmer 1409036Vakta málsnúmer

Farið yfir umsóknir um menningarstyrki og tillaga gerð til bæjarráðs.
Tvær styrkumsóknir bárust að loknum umsóknarfresti og er þeim vísað til afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að afgreiða umsóknir sem bárust um rekstrarstyrki.

Með hliðsjón af afgreiðslu bæjarráðs gerir Markaðs- og menningarnefnd tillögu að öðrum menningarstyrkjum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.

Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir óskar að bókað sé að hún vilji að meira jafnræðis sé gætt við styrkveitingar bæjarfélagsins til safna og viðburða í Fjallabyggð.

4.Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2015

Málsnúmer 1411038Vakta málsnúmer

Samkvæmt 3. grein reglna um tilnefningu bæjarlistamanns Fjallabyggðar skal Markaðs- og menningarnefnd auglýsa eftir umsóknum og/eða óska eftir rökstuddum ábendingum um bæjarlistamann, í bæjarblöðum og á heimasíðu Fjallabyggðar fyrir 25. nóvember ár hvert.

Nefndin samþykkir að auglýsa eftir tilnefningu á bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2015

5.Rekstraryfirlit september 2014

Málsnúmer 1410083Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit fyrstu níu mánuði ársins lagt fram til kynningar. Niðurstaða fyrir menningarmál er 46,8 millj. kr. sem er 95% af áætlun tímabilsins sem var 49,3 millj. kr.
Niðurstaða fyrir atvinnu- og ferðamál er 12,5 millj. kr. sem er 96% af áætlun tímabilsins sem var 13,0 millj. kr.

Fundi slitið.