Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

41. fundur 07. mars 2018 kl. 17:00 - 18:50 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson formaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður, S lista
  • Jakob Kárason aðalmaður, S lista
  • Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Guðrún Linda Rafnsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig.
Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Norræna strandmenningarhátíðin 2018

Málsnúmer 1501100Vakta málsnúmer

Farið yfir hvernig undirbúningur fyrir Norrænu strandmenningarhátíðina stendur. Málum miðar vel og nefndin er sátt við stöðu mála á þessum tímapunkti.

2.100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar 20. maí 2018

Málsnúmer 1305050Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu undirbúnings fyrir 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar sem er 20. maí nk.

3.Rekstur tjaldsvæða 2018

Málsnúmer 1802042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Baldvin Júlíusson og Margrét Sveinbergsdóttir munu ekki sækjast eftir endurnýjun þjónustusamnings um tjaldsvæði Fjallabyggðar á Siglufirði.
Markaðs- og menningarnefnd þakkar þeim vel unnin störf.

4.Úttekt á vef Fjallabyggðar

Málsnúmer 1709034Vakta málsnúmer

Niðurstöður úttektar á vef Fjallabyggðar. Úttektin er hluti af úttekt á opinberum vefum 2015. Lagt fram til kynningar.

5.Endurhönnun vefsvæðis

Málsnúmer 1710082Vakta málsnúmer

Samningur um endurhönnun og uppfærslu á vef Fjallabyggðar lagður fram til kynningar.

6.Ferðastefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1401026Vakta málsnúmer

Umræðu frestað til næsta fundar

7.Menningarstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407056Vakta málsnúmer

Menningarstefna Fjallabyggðar er í endurskoðun. Drög lögð fram til kynningar. Umræðu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 18:50.