Bæjarráð Fjallabyggðar

554. fundur 02. maí 2018 kl. 11:15 - 12:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Menningarstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407056Vakta málsnúmer

Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála sat undir þessum lið.

Á fundi bæjarstjórnar þann 18. apríl sl. var samþykkt að vísa málinu til umfjöllunar í bæjarráði. Markaðs- og menningarnefnd leggur til að unnið verði að gerð menningarstefnu sveitarfélagsins og hún gefin út árið 2018. Skipaður verði vinnuhópur með fulltrúa nefndarinnar, markaðs- og menningarfulltrúa og þremur aðilum sem koma að þjónustu við ferðamenn.

Deildarstjóri fór yfir fyrirhugað fyrirkomulag á vinnu starfshópsins og tímaáætlun.

Bæjarráð samþykkir að fresta skipan vinnuhóps þar til að ný bæjarstjórn hefur verið kjörin.

2.Ferðastefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1401026Vakta málsnúmer

Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála sat undir þessum lið.

Á fundi bæjarstjórnar þann 18. apríl sl. var samþykkt að vísa málinu til umfjöllunar í bæjarráði. Markaðs- og menningarnefnd leggur til að unnið verði að gerð ferðastefnu sveitarfélagsins og hún gefin út árið 2018. Skipaður verði vinnuhópur með fulltrúa nefndarinnar, markaðs- og menningarfulltrúa og þremur aðilum sem koma að þjónustu við ferðamenn.

Deildarstjóri fór yfir fyrirhugað fyrirkomulag á vinnu starfshópsins og tímaáætlun. Vinnan við stefnuna er vel á veg komin.

Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að skipa vinnuhóp sem mun ljúka þessari vinnu.

3.Fyrirspurn vegna álagðra gjalda

Málsnúmer 1804077Vakta málsnúmer

Tekið fyrir svarbréf bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála vegna fyrirspurnar Hönnu Björnsdóttur um álögð gjöld.

Bæjarráð samþykkir svarbréfið.

4.Samstarfssamningur Fjallabyggðar og Hestamannafélagsins Gnýfara

Málsnúmer 1804129Vakta málsnúmer

Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála sat undir þessum lið.

Lögð fram drög að nýjum samstarfssamningi Fjallabyggðar og Hestamannafélagsins Gnýfara.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra að senda UÍF drögin til kynningar.

5.Samstarfssamningur Fjallabyggðar og Hestamannafélagsins Glæsir

Málsnúmer 1804130Vakta málsnúmer

Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðsu-, frístunda- og menningarmála sat undir þessum lið.

Lögð fram drög að nýjum samstarfssamningi Fjallabyggðar og Hestamannafélagsins Glæsis.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra að senda UÍF drögin til kynningar.

6.Ársreikningur Fjallabyggðar - 2017

Málsnúmer 1804132Vakta málsnúmer

Ársreikningur Fjallabyggðar fyrir árið 2017 lagður fram til kynningar.

Bæjarstjóri fór yfir helstu kennitölur í ársreikningnum.

7.Siglufjarðarflugvöllur

Málsnúmer 1709072Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála vegna vinnu við skráningu Siglufjarðarflugvallar sem lendingarstaðar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við það sem rætt var á fundinum.

8.Fráveita Siglufirði 2018

Málsnúmer 1804142Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni deildarstjóra tæknideildar um heimild til að halda lokað útboð vegna tveggja framkvæmda á fráveitukerfi Siglufjarðar. Annars vegar á fráveitulögn frá SR að dælubrunni við Olís. Hins vegar á endurnýjun á fráveitu og vatnslögnum í Eyrargötu frá gatnamótum Lækjargötu og að gatnamótum við Norðurgötu.

Eftirtöldum aðilum verði gefinn kostur á að bjóða í verkið:

Árni Helgason ehf.
Bás ehf.
Magnús Þorgeirsson ehf.
Smári ehf
Sölvi Sölvason ehf.

Bæjarráð samþykkir að veita heimild til lokaðs útboðs.

9.Endurnýjun á þaki Tónlistarskólans á Siglufirði.

Málsnúmer 1804141Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni deildarstjóra tæknideildar um heimild til lokaðs útboðs vegna viðgerðar á þaki Tónlistarskólans á Siglufirði. Eftirtöldum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:

Berg ehf.
GJ smiðir ehf.
L7 ehf.
Trésmíði ehf.

Bæjarráð samþykkir að veita heimild til lokaðs útboðs.

10.Framkvæmdir og viðhald á mannvirkjum Fjallabyggðarhafna 2018

Málsnúmer 1804121Vakta málsnúmer

Á fundi hafnarstjórnar þann 26.apríl sl. var lagt til við bæjarráð að gera verðkönnun vegna framkvæmda á Roaldsbryggju og smábátahöfn á Siglufirði.

Eftirtöldum aðilum verði gefinn kostur á að gera tilboð:

Berg ehf
L7 ehf
GJ smiðir ehf
Trésmíði ehf

Bæjarráð samþykkir að gerð verði verðkönnun vegna framkvæmdanna.

11.Umsókn um lóð til gerðar púttvallar

Málsnúmer 1706058Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Félagi eldri borgara um lóð til gerðar púttvallar, svokallaða Fógetalóð sem liggur milli Hvanneyrarbrautar og Hlíðarvegar. Ekki er sótt um lóðir við Hvanneyrarbraut, einungis við Hlíðarveg.

Bæjarráð samþykkir að vísa umsókninni til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

12.Vortónleikar - Styrkur vegna greiðslu húsaleigu í Tjarnarborg

Málsnúmer 1804143Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Kór eldri borgara um frí afnot af Tjarnarborg vegna tónleika sem kórinn mun halda þann 11. maí nk. Húsaleiga er 20.000 kr.

Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina og styrkurinn færist á lið 21810-9291.

13.Þingfundur á Þingvöllum 18. júlí 2018

Málsnúmer 1804115Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fréttatilkynning frá skrifstofu Alþingis vegna þingfundar sem haldinn verður á Þingvöllum þann 18. júlí 2018.

14.Greið leið ehf - 2018

Málsnúmer 1804131Vakta málsnúmer

Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. verður haldinn föstudaginn 11. maí nk. í aðstöðu Vaðlaheiðarganga hf. við gangamunna í Eyjafirði kl. 15.00.

Bæjarstjóri sækir fundinn fyrir hönd Fjallabyggðar.

15.Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 3. maí 2018

Málsnúmer 1804145Vakta málsnúmer

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands verður haldinn 3. maí nk. á Hótel KEA á Akureyri kl. 10.00-12.00.

Lagt fram til kynningar.

16.Minnkum förgunarskostnað

Málsnúmer 1804125Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá úrvinnslustöðinni Skógarafurðir þar sem sóst er eftir samstarfi við sveitarfélög vegna förgunar á trjám sem íbúar fella í vor og sumar.

Bæjarráð vísar málinu til deildarstjóra tæknideildar til úrvinnslu.

17.Frá Nefndasviði Alþingis, 467. mál til umsagnar

Málsnúmer 1804099Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir ofl.), 467. mál.

Lagt fram til kynningar.

18.Frá Nefndasviði Alþingis, - 479. mál til umsagnar

Málsnúmer 1804101Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018-2029.

Lagt fram til kynningar.

19.Frá Nefndasviði Alþingis, 425. mál til umsagnar

Málsnúmer 1804100Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 425. mál.

Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2018

Málsnúmer 1801013Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 5. fundar afmælisnefndar vegna 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar, 96. fundar hafnarstjórnar og 223.fundur skipulags- og umhverfisnefndar.

Fundi slitið - kl. 12:15.