Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

43. fundur 09. maí 2018 kl. 17:00 - 18:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson formaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður, S lista
  • Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varamaður, S lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Jakob Kárason boðaði forföll og varamaður hans einnig. Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar 20. maí 2018

Málsnúmer 1305050Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu undirbúnings fyrir afmælishátíðina. Lokahönd verður lögð á undirbúning á fundi afmælisnefndar föstudaginn 11. maí.

2.Norræna strandmenningarhátíðin 2018

Málsnúmer 1501100Vakta málsnúmer

Linda Lea markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu undirbúnings fyrir Norrænu strandmenningarhátíðina sem haldin verður 4. - 8. júlí nk. Undirbúningur gengur vel. Útlit er fyrir að um hundrað aðilar, íslenskir og erlendir, mæti til hátíðar og kynni handverk sitt og arfleifð.

3.Starf rekstar- og umsjónaraðila tjaldsvæða Fjallabyggðar

Málsnúmer 1804017Vakta málsnúmer

Fjallabyggð hefur samþykkt að gera rekstrarsamning við fyrirtækið Kjarabakka ehf. um rekstur tjaldsvæða Fjallabyggðar á Siglufirði. Starfsmenn fyrirtækisins eru þeir Gestur Þór Guðmundsson og Sigmar Bech og munu þeir annast rekstur og umsjón tjaldsvæðanna sumarið 2018.

4.Ferðastefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1401026Vakta málsnúmer

Vinnuhópur hefur verið stofnaður um að ljúka við gerð Ferðastefnu Fjallabyggðar. Í hópnum eru Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi, Ægir Bergsson, Bjarney Lea Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Hróarsson og Gestur Þór Guðmundsson.
Formaður þakkaði nefndarmönnum fyrir ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu.

Fundi slitið - kl. 18:30.