Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

6. fundur 17. mars 2014 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Erlingsson formaður
  • Sólrún Júlíusdóttir aðalmaður
  • Sæbjörg Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hjalti Gunnarsson varamaður
  • Sigurður Hlöðversson varamaður
  • Egill Rögnvaldsson varamaður
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Formaður bauð nefndarmenn velkomna til fundar.
Arndís Erla Jónsdóttir, Guðrún Unnsteinsdóttir og Ægir Bergsson, boðuðu forföll og í þeirra stað voru mættir Hjalti Gunnarsson, Sigurður Hlöðvesson og Egill Rögnvaldsson.

1.Fólksflutningar á fjöll

Málsnúmer 1402051Vakta málsnúmer

Í erindi Þórðar Guðmundssonar og Elísar Hólms Þórðarsonar f.h. óstofnaðs einkahlutafélags, dagsett 13. febrúar 2014, er óskað eftir leyfi Fjallabyggðar til að ferja fólk upp á fjöll sem eru í eigu sveitarfélagsins, með sérútbúnum snjótroðara, til útsýnis- og skíðaferða.
Fari svo að leyfi fáist er stefnt að því að hefja ferðir veturinn 2014-2015.
Bæjarráð samþykkti á 334. fundi sínum 5. mars 2014, að vísa erindinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.

Á fund nefndarinnar mætti Þórður Guðmundsson til að kynna nánar hugmyndir að fólksflutningum á fjöll.
Leitað er eftir heimild fyrir að ferja fólk upp í Múlakollu í Ólafsfjarðarmúla og Burstabrekkudal og Hólkotshyrnu í Ólafsfirði.
Laga þarf vegaslóða þessu tengdu og er óskað heimildar til að sjá um það.

Markaðs- og menningarnefnd tekur jákvætt erindið.
Lagt er til við bæjarráð að afnot af landi sé heimiluð, af því gefnu að haft verði samráð við tæknideild varðandi slóðagerð og sótt verði um leyfi til skipulags- og umhverfisnefndar.

2.Gjaldskrár 2014

Málsnúmer 1401116Vakta málsnúmer

Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar eiga gjaldskrár sveitarfélagsins ekki að hækka að svo stöddu.

Markaðs- menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá 2014 fyrir Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði.

Fullorðnir: 550 kr.
Ókeypis fyrir börn yngri en 16 ára í fylgd foreldra.
Ellilífeyrisþegar, öryrkjar og ungmenni 16 - 20 ára: 450 kr.
*Aðgangseyrir fyrir hópa (10 eða fleiri): 400 kr.
*Skólahópar (utan Fjallabyggðar): 200 kr.

Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá 2014 fyrir tjaldsvæði:
Tjaldstæði Siglufirði

Verð: Gistinótt pr. einstakling: 800 kr.

Sama gjald á tjöld og vagna.

Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 600 kr. gistinótt per. mann
*Gistináttagjald: 100 kr. pr. gistieiningu.

Frítt fyrir börn undir 12 ára

Rafmagn: 400 kr. nóttin.

Hægt er að þvo og þurrka þvott á tjaldstæðinu, það kostar 500 kr.

Tjaldstæði Ólafsfirði

Verð: Gistinótt pr. einstakling: 800 kr.

Sama gjald á tjöld og vagna.

Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 600 kr. gistinótt per. mann
*Gistináttagjald: 100 kr. pr. gistieiningu.

Frítt fyrir börn undir 12 ára

Rafmagn: 400 kr. nóttin.

Hægt er að þvo og þurrka þvott í íþróttamiðstöðinni, það kostar 500 kr.

* Nýir liðir í gjaldskrá

3.Ferðamálastefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1401026Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar markaðs- og menningarfulltrúa frá fundi 20. febrúar s.l. með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu.
Markaðs- og menningarnefnd lýsir yfir ánægju með mætingu á fundinn og að vinna sé hafin við mótun ferðamálastefnu Fjallabyggðar.
Óskað er eftir því að markaðs- og menningarnefnd skipi tvo fulltrúa í starfshóp við undirbúning ferðamálastefnunnar, en frá hagsmunaaðilum eru tilnefndir Þórir Kr. Þórisson, Helgi Jóhannsson og Steinunn María Sveinsdóttir.
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa tilnefningu í starfshóp til næsta fundar bæjarstjórnar.
Starfshópurinn mun starfa með markaðs- og menningarfulltrúa, Kristni J. Reimarssyni.

4.Menningar- og atvinnumál - fundir deildarstjóra með forstöðumönnum og markaðs- og menningarfulltrúa.

Málsnúmer 1401111Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 27. febrúar 2014, lögð fram til kynningar.

5.Rekstraryfirlit desember 2013

Málsnúmer 1403019Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit lagt fram til kynningar.  
Niðurstaða fyrir menningarmál á árinu 2013 er 56,5 millj. kr. sem er 95% af áætlun tímabilsins sem var 59,8 millj. kr.  
Niðurstaða fyrir atvinnu- og ferðamál á árinu 2013 er 11,5 millj. kr. sem er 85% af áætlun tímabilsins sem var 13,6 millj. kr.

6.Samþykkt fyrir Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar

Málsnúmer 1402015Vakta málsnúmer

Þjóðskalasafn Íslands hefur formlega óskað eftir staðfestingu á nafnabreytingu á héraðsskjalasafninu, sem varð í kjölfar sameiningar sveitarfélaganna árið 2006.
Nafnið verði Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og voru lagðar fram samþykktir fyrir safnið til samþykktar í bæjarráði 19. febrúar s.l., sem lagði til við bæjarstjórn að samþykktirnar og breytingin á nafni safnsins verði samþykktar.

7.Bóka og Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar á Siglufirði

Málsnúmer 1402067Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar, áform um að skoða aðbúnað og húsnæði fyrir Héraðskjalasafn Fjallabyggðar á miðhæð í ráðhúsi á Siglufirði.

8.Þjónustusamningur, Bókasafn Fjallabyggðar - Menntaskólinn á Tröllaskaga

Málsnúmer 1402058Vakta málsnúmer



Lagður fram undirritaður þjónustusamningur Bókasafns Fjallabyggðar og Menntaskólans á Tröllaskaga.

Fundi slitið - kl. 19:00.