Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

47. fundur 24. október 2018 kl. 17:00 - 18:45 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Ida Marguerite Semey aðalmaður, I lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Rikey Sigurbjörnsdótti deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Ægir Bergsson boðaði forföll og varamaður hans einnig.

1.Rekstur tjaldsvæða 2018

Málsnúmer 1802042Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

2.Markaðs- og ferðaþjónustutengd málefni Fjallabyggðar 2018-2020

Málsnúmer 1810087Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir helstu markaðs- og ferðaþjónustutengd málefni ársins 2018 og stöðu þeirra. Einnig var farið yfir áherslur í sömu málum fyrir fjárhagsárið 2019. Nefndin leggur til að 22. nóvember nk. verði haldinn fundur með þjónustuaðilum í Fjallabyggð. Á fundinum yrðu fyrirlesarar um markaðs- og ferðatengd málefni og rýnt í markaðsþörf m.t.t. gerðar markaðsstefnu Fjallabyggðar. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að vinna að undirbúningi fundarins og leggja hugmynd að dagskrá fyrir næsta fund nefndarinnar.

3.Ferðastefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1401026Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að stýrihópur sem stofnaður var til að ljúka við gerð ferðastefnu verði leystur upp og þess í stað verði farið í gerð markaðsstefnu Fjallabyggðar þar sem ferðastefna verði einn kafli í markaðsstefnu. Nýr vinnuhópur verði stofnaður og gert ráð fyrir launum fyrir fundarsetu í fjárhagsáætlun 2019. Vinnuhópurinn vinnur drög að markaðsstefnu sem hann leggur fyrir markaðs- og menningarnefnd eigi síðar en 1. júní 2019.

4.Erindi frá Trölla, hugmyndir um samstarf.

Málsnúmer 1810051Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Gunnari Smára Helgasyni og Kristínu Sigurjónsdóttur fyrir hönd Trölla.is þar sem fram koma ýmsar hugmyndir að samstarfi við sveitarfélagið. Meðal samstarfshugmynda er þjónusta á sviði auglýsinga og markaðssetningar fyrir sveitarfélagið. Markaðs- og menningarnefnd þakkar fyrir erindið og þann áhuga sem Trölli.is sýnir samstarfi við sveitarfélagið en telur ekki tímabært að skoða samstarf um markaðssetningu og auglýsingaþjónustu fyrr en markaðsstefna sveitarfélagsins hefur litið dagsins ljós. Í innsendu erindi frá Trölla eru hugmyndir sem ekki heyra undir málefni markaðs- og menningarnefndar og hvetur nefndin deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að kynna fyrir viðeigandi fagnefnd og koma á framfæri við bæjarráð.

5.Gerð þrívíddarkorts

Málsnúmer 1603015Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi sýndi fundarmönnum lokaútgáfu þrívíddarkorts af Ólafsfirði. Þrívíddarkortið hefur verið sent í prentun.

6.Uppfærsla á heimasíðu Fjallabyggðar 2018

Málsnúmer 1710082Vakta málsnúmer

Nýr stjórnsýsluvefur Fjallabyggðar fór í loftið 26.september s.l. Um er að ræða töluverðar uppfærslur á vefnum. Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir helstu breytingar með fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 18:45.