Skipulagslýsing – upphaf vinnu við deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 14. apríl s.l. að leita umsagnar á skipulagslýsingu skv. 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Í skipulagslýsingu koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Viðfangsefni skipulagsins er m.a. að skilgreina lóðir fyrir mismunandi starfsemi, bæta öryggi þeirra sem fara um hafnarsvæðin, skilgreina helstu umferðarleiðir akandi og fótgangandi og bæta umhverfi og ásýnd svæðisins.