Aðventa í Fjallabyggð - Verður þú með viðburð?
Undanfarin ár hefur Fjallabyggð gefið út viðburðadagatal fyrir jólin þar sem m.a. er birt dagskrá hinna ýmsu þjónustuaðila, félaga, safna og setra, skóla, kirkjunnar og fleira. Ef þú vilt koma þínum viðburði til skila til íbúa með þátttöku í dagatalinu þarftu að senda upplýsingar um hann á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is fyrir 16. nóvember næstkomandi.