Fjallabyggð vinnur að því að innleiða pappírslaus viðskipti
Frá og með 1. janúar 2021 tekur Fjallabyggð við rafrænum reikningum í gegnum heimasíðuna.
Fjallabyggð hefur undanfarin ár unnið að því að innleiða pappírslaus viðskipti. Einn liður í því er að taka á móti reikningum á rafrænu formi. Þetta hefur marga kosti í för með sér. Minni sóun verður á pappír auk þess sem sendingarkostnaður verður lítill sem enginn.