Jólakvöld og menningarhelgi framundan í Fjallabyggð
Það er sannkölluð jóla- og aðventu helgi framundan í Fjallabyggð. Hin árlegu jólakvöld verða á Siglufirði fimmtudaginn 7. desember og á Ólafsfirði föstudaginn 8. desember. Á jólakvöldum í Fjallabyggð er lengri opnun hjá verslunar- og þjónustuaðilum og íbúum og gestum boðið upp á notalega jólastemningu.