Hvað er nýtt

Fréttir og tilkynningar

22.05.2025

Skráning hafin á Landsmót UMFÍ 50+ í Fjallabyggð - Fjölbreytt dagskrá fyrir alla!

Búið er að opna fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer dagana 27-29 júní næstkomandi hér í Fjallabyggð.
16.05.2025

Hátindur 60+ í alþjóðlegu samstarfi um heilbrigði og sjálfsumönnun í dreifðum byggðum

Verkefnastjóri Hátinds 60+ í Fjallabyggð tók nýverið þátt í vettvangsferð SelfCare-verkefnisins sem haldin var dagana 6.–8. maí í Saxnäs í suðurhluta Lapplands í Svíþjóð.
31.03.2025

Virkni á Akureyri – kynning á verkefninu Virk efri ár

Föstudaginn 21. mars sl. fóru starfsmenn sveitarfélagsins í heimsókn á Akureyri þar sem kynnt var verkefnið Virk efri ár. Héðinn Svarfdal Björnsson, verkefnastjóri lýðheilsumála og virkra efri ára, tók vel á móti starfsmönnum Fjallabyggðar í Íþróttahöllinni og deildi hvernig verkefnið hefur þróast og vaxið á liðnum árum og hvernig fjölbreyttri dagskrá er haldið úti allt árið um kring.
31.03.2025

NPA Lead Partner á samskiptanámskeið NPA í Cork á Írlandi

Verkefnastjóri NPA Verkefnisins SelfCare sem Hátindur og Fjallabyggð eru þátttakendur í tók þátt í mjög og fræðandi námskeiði á vegum NPA í Cork þann 19. mars sl. 

Á hátindi lífsins

 
Hátindur 60+ er metnaðarfullt nýsköpunar- og þróunarverkefni sem snýr að þjónustu við íbúa sveitarfélagsins 60 ára og eldri. Verkefnið hefur fengið nafnið Hátindur 60+ og er samvinnuverkefni Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN), Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Heilbrigðis- og velferðarklasa Norðurlands (Veltek).
 

 

Hátindur 60+ Njóttu

Frísk í Fjallabyggð

Í Fjallabyggð viljum við auka lífsgæði íbúa m.a. með því að stuðla að góðri andlegri, félagslegri og líkamlegri heilsu. Meðal markmiða Hátinds 60+ er aukinn sveigjanleiki í þjónustu, fjölbreyttari afþreyingarmöguleikar og síðast en ekki síst að hámarka hamingjuna á hátindi lífsins.

 

Lesa meira