Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

113. fundur 05. maí 2011 kl. 16:30 - 16:30 í almannavarnaherbergi Siglufirði
Nefndarmenn
 • Kristinn Gylfason formaður
 • Magnús Albert Sveinsson aðalmaður
 • Elín Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
 • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
 • Freyr Sigurðsson varamaður
 • Sigríður V. Vigfúsdóttir varamaður
 • Anna María Elíasdóttir varamaður
 • Jón Árni Konráðsson varamaður
 • Helgi Jóhannsson varamaður
 • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
 • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
 • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
 • Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri
 • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
 • Hafdís Jónsdóttir ritari/skjalastjóri
 • Ármann Viðar Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri tæknideildar

1.Frumvarp til laga

Málsnúmer 1104077Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar frumvarp til laga um breytingu á vatnalögum nr. 15/1923, með síðari  breytingum, og lögum nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, með síðari breytingum.

2.Hraðahindrun á Langeyrarvegi

Málsnúmer 1104073Vakta málsnúmer

Erindi hefur borist frá Vegagerðinni varðandi hraðahindrun fyrir ofan afleggjarann að Hóli, sem talin er á óheppilegum stað.  Birgir Guðmundsson fyrir hönd vegagerðarinnar telur að besta staðsetning fyrir hraðahindrun muni vera á beina leggnum sunnan við gatnamótin við Norðurtún, u.þ.b. 60 - 70 m sunnan við gatnamótin.  Einnig er lagt til að heimilaður verði 70 km hraði þaðan og áfram gegnum göng.

Nefndin leggur til að hraðahindrunin verði sett á beina kaflann við enda uppfyllingar ca. 180 m frá gatnamótum við Norðurtún. 

Hilmar leggur til að hámarkshraði verði 50 km frá hraðahindrun austur fyrir afleggjara að Hóli en nefndin samþykkti tillögu vegagerðarinnar að hámarkshraði verði 70 km frá hraðahindrun í gegnum göng.

3.Leyfi fyrir gám

Málsnúmer 1105002Vakta málsnúmer

Helga Lúðvíksdóttir sækir um leyfi til að setja 20 feta gám vestan við Fákafen 15 og nýta sem hlöðu.

Nefndin samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs, innan þess tíma verður hlutaðeigandi að vera búin að finna varanlega lausn.

 

4.Lóð við Lindargötu 18

Málsnúmer 1104028Vakta málsnúmer

Umhverfisfulltrúi lagði fram tillögu að lausn á hleðslu veggjar á lóð við Lindargötu 18.

Nefndin samþykkti tillöguna og leggur áherslu á að verkið verði framkvæmt í sumar.

5.Lóð við Suðurgötu 68

Málsnúmer 1101059Vakta málsnúmer

Haukur Óskarsson eigandi Suðurgötu 68, Siglufirði óskar eftir leyfir til að stækka lóða sína skv. meðfylgjandi lóðarblaði.

Erindi samþykkt.

6.Umsókn um leyfi til breytinga á gluggum á Túngötu 5

Málsnúmer 1104068Vakta málsnúmer

Þórarinn Hannesson óskar eftir leyfi til að gera breytingar á gluggum á húseigninni Túngötu 5, Siglufirði skv. teikningu.

Nefndin leggur til að gluggum verði breytt í upprunalegt horf skv. teikningu frá 1926.

7.Umsókn um stöðuleyfi til bráðabirgða og starfsemi á tjaldsvæði

Málsnúmer 1105005Vakta málsnúmer

Sigurjón Magnússon óskar eftir leyfi til að nota skrifstofubyggingar sem hann keypti af Háfelli í Ólafsfirði til að gera prufu á rekstri tjaldsvæðis og gistiheimilis.  Óskar hann eftir að einingarnar sem staðsettar eru á flugvelli í Ólafsfirði fái að standa áfram á staðnum til bráðabyrgða, og verði nýttar sem gistiheimili með tjaldsvæði.  Einnig er óskað eftir að fá að nota svæðið sunnna við sem tjaldsvæði.

Nefndin óskar eftir  betri upplýsingum um nýtingu, stærð og frágang þess svæðis sem óskað er eftir áður en afstaða verður tekin.

 

8.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1105006Vakta málsnúmer

Þorsteinn Jóhannesson fyrir hönd Rarik sækir um byggingarleyfi fyrir dæluhús yfir hitaveitu- borholu í Skarðsdal.

Nefndin samþykkir erindið sem og framlagða tillögu tæknideildar að lóðarstærð fyrir umrædd mannvirki.

Samþykkt samhljóða.

9.Matslýsing vegna tillögu að breytingum á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1104029Vakta málsnúmer

Á fundi nefndarinnar þann 11. apríl sl. samþykkti nefndin  matslýsingu vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, vegna heitavatnsborholu (SK-1) og nýrrar heitavatnspípu í Skarðsdal, Siglufirði. 

Bréf hefur borist frá Skipulagsstofnun sem hefur farið yfir matslýsinguna.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, hitaveitulögn frá borholu á Skarðsdal að þéttbýli á Siglufirði ásamt tengdum mannvirkjum, og felur tæknideild að leita samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir því að tillagan sé auglýst samkvæmt 30. gr. laga nr. 123/2010. 

10.Frístundasvæði vestan Óss í Ólafsfirði

Málsnúmer 1010072Vakta málsnúmer

Deiliskipulag fyrir frístundabyggð vestan Óss í Ólafsfirði var í auglýsingu frá 2. - 30. mars 2011. Eftirfarandi athugsemdir bárust á auglýsingartímanum og meðfylgjandi eru svör nefndarinnar.

 

Frá Þorvaldi Hreinssyni

Athugasemd við Deiliskipulagstillögu Frístundasvæðis vestan Óss í Ólafsfirði samkv. auglýsingu.

”Samkvæmt Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 sem samþykkt var af Umhverfisráðherra þann 22.12.10 er í greinargerðinni undir liðnum Hestamennska og reiðleiðir tekið fram að ... ”tvö svæði eru afmörkuð fyrir hestamennsku í sveitafélaginu“ og ennfremur ”Í Ólafsfirði er núverandi hestahúsabyggð við fjallsrætur Ósbrekkufjalls“. Í greinagerð deiluskipulagstillögu sem þessi athugsemd fjallar um stendur hins vegar ”á núverandi svæði hesta- og fjárhúseigenda verður áfram gert ráð fyrir blönduðum búskap“. Ég geri hér með athugsemd við það að sveitafélagið breyti skilgreiningu á svæðinu samanber ofanskráð án þess að það hafi verið kynnt núverandi eigendum þeirra eigna sem fyrir eru. Með því að hafa á sama svæði hross og sauðfé er við búið að kostnaður vegna aðfanga s.s. kaup á hálmi til undirburðar verði dýrari fyrir þá er eingöngu með hross þar sem m.a. ekki er leyft að kaupa hálm til undirburðar af riðusvæðum, s.s. úr Svarfaðardal sem er næsta svæði þar sem bygg er ræktað, ef sauðfé er innan sama svæðis. Einnig skal á það bent að fjárheldar girðingar/gerði verður að girða með neti sem getur skapað slysahættu fyrir hross, þar sem þarf að setja það á gerði milli hesta- og fjáreiganda í sama húsi. Hver á að bera kostnað vegna þess komi það uppá?“

 

Svar nefndar:

Samkvæmt Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 ? 2028 er svæðið vestan óss í Ólafsfirði skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Nefndin telur að frístundabúskapur falli undir þá skilgreiningu. Nefndin bendir á að notkun á hálmi frá Svarfaðardal er óheimil hvort sem sauðfé er á svæðinu eða ekki.

 

Frá Hestamannafélaginu Gnýfara

Athugasemd við Deiliskipulagstillögu Frístundasvæðis vestan Óss í Ólafsfirði samkv. auglýsingu.

”Sameiginlegur fundur hestamannafélagsins Gnýfara og hesthúseigenda haldin mánudaginn 11.04.11 samþykkt að gera eftirfarandi athugsemdir.

1. Ósamræmi í greinagerð annarsvegar og afstöðumynd. Eins og raunar gerðist líka í augl. Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028.

? Stæði undir hey-rúllur vantar inn á afstöðumynd.

? Stæði undir hestakerrur vantar inná afstöðumynd.

2. Fundarmenn telja mikilvægt að gert verði ráð fyrir reiðleið norðan við núverandi tamningagerði og niður að væntanlegri reiðskemmu. Ennfremur er æskilegt að gerður verði reiðvegur frá veginum heim að reiðskemmu og norðan og vestan við veginn út á Kleifar. Er þetta til þess að ekki þurfi að fara inná eða yfir Kleifarveginn.

3. Fundurinn vísar enn og aftur til fyrri ályktana vegna mótorkrossbrautar og óæskilegs nábýlis vélhjóla og hrossahalds/hestaíþróttar. Með vísan til svars Skipulags- og umhverfinefndar dags. 26.10.10 vegna athugsemda við augl Aðalskipulaga Fjallabyggðar 2008 ? 2028 lið 2 það sem stendur ” Í fyrri umræðu um staðsetningu hesthúsa í Ólafsfirði ..... Með markvissum hljóðvörnum og skýrum umgengisreglum sem settar verða í deiluskipulagi sem nú er í vinnslu verður leitast við að hagur beggja félaga sem og annarra bæjarbúa verði virktur“. Krefjumst við þess að ver haft verði fullt samráð við okkur um þessar umgengisreglur þar sem við getum ekki sér að umgengnisreglnanna sé getið í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Einnig krefjumst við þess að vera upplýstir um það hvenær framkvæmdum við hljóðmön á að vera lokið.“

 

Svar nefndar:

Stæði undir heyrúllur og hestakerrur verður bætt inn á deiliskipulagsuppdrátt í samræmi við greinargerð. Reiðvegum verður fjölgað í samræmi við óskir í athugasemd. Varðandi umgengnisreglur við mótorkrossbraut þá bendir nefndin á að í landinu eru gildandi lög er varða akstur vélknúinna ökutækja. Nefndin leggur áherslu á að á svæði mótorkrossbrautar verði sett upp skilti sem vísa til ofangreindra laga. Nefndin bendir á að búið er að setja upp hljóðmön sem skýlir athafnasvæði hestamanna, óljóst er hvenær framkvæmdum verður við hljóðmanir veður lokið en stefnt er að því að það verði sem allra fyrst.

 

Frá Gunnari Jónssyni

Athugasemdir:

”Núverandi hesthús voru byggð sem hesthús og eingöngu sem slík til 2006. Vegna framkvæmda við Héðinsfjarðargöng er hófust í ágúst 2006 og með vísan til bréfs Héraðsdýralæknis Eyjafjarðar dagsett 29.11.2006, þess efnið að einsýnt þætti, að ekki væri möguleiki á að halda hross á svæðinu meðan á framkvæmdum stæði. Þá um haustið 2006 fóru nokkrir húseigendur að nota hús sín undir kindur án skriflegs leyfis og gera enn og verður það að teljast á þeirra ábyrgð. Með vísan til samnings Fjallabyggðar dags. 17.05.2010 við Hestamannafélagið Gnýfara meðtóku húseigendur greiðslu til lagfæringa á hesthúsum kr. 17.500.000,-, greitt samkvæmt básafjölda. Tel að húseigendum beri að nota hús sín samkvæmt því. Að framansögðu hafnar undirritaður fjárbúskap í núverandi hesthúsum og jafnframt á skipulögðu svæði Fjallabyggðar. Árið 2005 samþykkti bæjarstjórn nýtt snjóflóðahættumat fyrir Ólafsfjörð og vegna framkvæmda við Héðinsfjarðargöng var unnið að því að færa hesthúsabyggðina út fyrir C línu. Skipulagt var svæði fyrir hesthús, deiliskipulag 04.06.2008 og það samþykkt. Þann 16.07.2009 á fundi bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar með hestamönnum og húseigendum var hætt við það skipulag og tillaga þess efnið að vera á sama stað samþykkt. Þessu hafnaði undirritaður og vék af fundi án þess að undirrita tillöguna. Undirritaður gerir því fyrirvara um núverandi svæði, hvort það sé forsvaranlegt að halda hross á svæði C, þar sem ekki er hægt að sinna hrossum í samræmi við reglur um hestahald, þegar auglýst snjóflóðahætta er. Óska eftir umsögn Matvælastofnunar um hestahald á Svæði C.“

 

Svar nefndar:

Nefndin bendir á að þar sem framkvæmdum við Héðinsfjarðargöng er lokið þá er hægt að halda hross á svæðinu, með vísan til bréfs Héraðsdýralæknis Eyjafjarðar dagsett 29.11.2006, þess efnis að einsýnt þætti að ekki væri möguleiki á að halda hross á svæðinu meðan á framkvæmdum stæði. Samkvæmt samning sem gerður var við Hestamannafélagið Gnýfara þá meðtók félagið greiðslu til að mæta kostnaði af því að endurbæta og lagfæra aðstöðu fyrir ástundun hestamennsku vestur af byggðinni í Ólafsfirði, þar á meðal til lagfæringa á hesthúsum. Að þessu sögðu lítur nefndin svo á að hestamenn séu reiðubúnir að halda hestum í sínum húsum.

 

Frá Veiðifélagi Ólafsfjarðar.

 ”Veiðifélag Ólafsfjarðar gerir athugsemdir við auglýst deiliskipulag fyrir svæði sem skilgreint er sem Opið svæði til sérstakra nota í Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 ? 2028. Svæðið er nú skipulagt sem frístundasvæði til ýmissa nota. Ólafsfjarðarvatn er á náttúruminjaskrá sem mjög sérstakt náttúrufyrirbrigði. Því þarf að fara mjög varlega í allar framkvæmdir sem áhrif geta haft á Ólafsfjarðarvatn. Vegna allra þessara framkvæmda viljum við benda á að í 33. gr. laga nr. 61 frá 2006 um lax- og silungsveiði eru ákvæði um framkvæmdir við ár og vötn, þar segir; ”Sérhver framkvæmd í eða við veiðivatn, allt að 100 metrum frá bakka, sem áhrif getur haft á fiskigengd þess, afkomu fiskstofna, aðstæður til veiði eða lífríki vatnsins að öðru leyti er háð leyfi Fiskistofu. ....Með umsókn framkvæmdaraðila eða landeiganda til Fiskistofu um leyfi til framkvæmda við ár og vötn skulu fylgja álit viðkomandi veiðifélags þegar það á við og umsögn sérfræðings á sviði veiðimál um hugsanleg áhrif framkvæmdar á lífríki veiðivatns. Leyfi skal aflað áður en ráðist er í framkvæmd. http://www.fiskistofa.is/laxogsilungs/umhverfismallaxfiska/ http://www.fiskistofa.is/media/laxa_silungssvid/framkvaemdirarVotn.pdf Veiðifélag Ólafsfjarðar fer fram á að gert verði mat og úttekt á svæðinu með tillits til ofangreindra atriða. Mat þetta og úttekt skal framkvæmt að aðilum sem til þess hafa þekkingu.“

 

Svar nefndar:

Nefndin bendir á að allar framkvæmdir tengdar svæðinu eru yfir 100 metra frá Ólafsfjarðarvatni. Þó bendir nefndin á að framkvæmd við hljóðmön í kringum mótorkrossbraut er að hluta til innan við 100 metra frá ósnum sem liggur í Ólafsfjarðarvatn. Nefndin samþykkir að sótt verði um leyfi frá Fiskistofu áður en framkvæmd við hljóðmön innan 100 metra frá óss byrjar

11.Breytingar á Eyrargötu 3, Si

Málsnúmer 1105007Vakta málsnúmer

Sigurður Einarsson fyrir hönd Saga ráðgjöf ehf sækir um leyfi til breytinga á Eyrargötu 3, Siglufirði, að setja svalir á efstu hæð, breytingar á hurðum og gluggum skv. teikningu sem og breytingar á innra fyrirkomulagi.

Erindi samþykkt.

12.Beitiland í Siglufirði

Málsnúmer 1105008Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar tillaga að samning um beitilönd í Siglufirði milli sveitafélagsins og hestamannafélagsins Glæsis um að hestamannafélagið sjái um beitilönd.

13.Hólavegur 83 - niðurrif

Málsnúmer 1105010Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að selja Hólaveg 83 til niðurrifs og hefur bæjarstjórn samþykkt söluheimild á umræddri eign með þeim forsendum að húsið verði rifið.  Bæjarstjóri óskar eftir leyfi nefndarinnar að fram fari rif á umræddri eign þ.e. íbúðarhúsi og sökklum þess.

Erindi samþykkt.

14.Stöðuleyfi fyrir skilti

Málsnúmer 1105013Vakta málsnúmer

Guðrún Ingimundardóttir fyrir hönd Ferðafélags Siglufjarðar óskar eftir leyfi til að staðsetja skilti á tjaldsvæði Siglufjarðar vestan við Egilssíld í sumar.

Erindi samþykkt.

15.Sumarbeit

Málsnúmer 1105026Vakta málsnúmer

Tillaga frá umhverfisfulltrúa þar sem óskað er eftir því að bæjarstjórn Fjallabyggðar veiti sauðfjáreigendum leyfi til sumarbeitar fyrir sauðfé sitt á afrétti Fjallabyggðar.

Samkvæmt Fjallskilasamþykkt fyrir sveitafélög við Eyjafjörð þarf leyfi sveitastjórnar fyrir beit annarra en eigenda og/eða ábúenda, sjá 7.gr.

"Eigendum og/eða ábúendum jarða er heimilt að nota ógirt heimaland og afrétt, sem liggur undir einstaka jörð til upprekstrar eigin búfjár.  Enginn má hins vegar leyfa öðrum afnot ógirtra heimalanda sinn eða afrétta til upprekstrar nema það sé heimilað af sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 16:30.