Matslýsing vegna tillögu að breytingum á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1104029

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 111. fundur - 11.04.2011

Lögð er fram matslýsing vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, vegna heitavatnsborholu (SK-1) og nýrrar heitavatnspípu í Skarðsdal, Siglufirði.  Rarik hefur lagt til fyrirhugaða legu vatnspípunnar (3200 metra löng) sem skilgreind verður á aðalskipulagsuppdrætti auk staðsetningu borholunnar og tengdra mannvirkja.

Nefndin samþykkir matslýsinguna og að hún ásamt tillögu að skipulagsbreytingu verði kynnt almenningi. 

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 05.05.2011

Á fundi nefndarinnar þann 11. apríl sl. samþykkti nefndin  matslýsingu vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, vegna heitavatnsborholu (SK-1) og nýrrar heitavatnspípu í Skarðsdal, Siglufirði. 

Bréf hefur borist frá Skipulagsstofnun sem hefur farið yfir matslýsinguna.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, hitaveitulögn frá borholu á Skarðsdal að þéttbýli á Siglufirði ásamt tengdum mannvirkjum, og felur tæknideild að leita samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir því að tillagan sé auglýst samkvæmt 30. gr. laga nr. 123/2010. 

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 114. fundur - 26.05.2011

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um mat á umhverfisáhrifum um framkvæmd vegna heitavatsborholu (SK-1) og nýrri heitavatspípu á Skarðsdal og í Siglufirði skv. 6 gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Nefndin telur að framkvæmdin sé ekki umhverfismatsskild.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 117. fundur - 06.07.2011

Umsögn Skipulagsstofnunar um umhverfisskýrslu vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 vegna heitavatnsborholu og hitaveitulagnar að þéttbýlinu á Siglufirði er lögð fram til kynningar.

 

Heitavatnsborhola SK-1 og ný heitavatnspípa á Skarðdal og Siglufirði. Ákvörðun um matskyldu frá Skipulagsstofnun lögð fram til kynningar.

Fram kemur að framkvæmdin er ekki talin líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð umhverfismati.

 

Þar sem engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma þá samþykkir Skipulags og umhverfisnefnd að fela Deildarstjóra tæknideildar að senda Aðalskipulag Fjallabyggðar 2008-2028 með áorðnum breytingum til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 221. fundur - 08.07.2011

Á 117. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var bókað:

"Umsögn Skipulagsstofnunar um umhverfisskýrslu vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 vegna heitavatnsborholu og hitaveitulagnar að þéttbýlinu á Siglufirði er lögð fram til kynningar.

Heitavatnsborhola SK-1 og ný heitavatnspípa á Skarðdal og Siglufirði. Ákvörðun um matskyldu frá Skipulagsstofnun lögð fram til kynningar.
Fram kemur að framkvæmdin er ekki talin líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð umhverfismati.
Þar sem engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma þá samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að fela deildarstjóra tæknideildar að senda tillöguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun."


Bæjarráð staðfestir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.