Umsókn um stöðuleyfi til bráðabirgða og starfsemi á tjaldsvæði

Málsnúmer 1105005

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 05.05.2011

Sigurjón Magnússon óskar eftir leyfi til að nota skrifstofubyggingar sem hann keypti af Háfelli í Ólafsfirði til að gera prufu á rekstri tjaldsvæðis og gistiheimilis.  Óskar hann eftir að einingarnar sem staðsettar eru á flugvelli í Ólafsfirði fái að standa áfram á staðnum til bráðabyrgða, og verði nýttar sem gistiheimili með tjaldsvæði.  Einnig er óskað eftir að fá að nota svæðið sunnna við sem tjaldsvæði.

Nefndin óskar eftir  betri upplýsingum um nýtingu, stærð og frágang þess svæðis sem óskað er eftir áður en afstaða verður tekin.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 114. fundur - 26.05.2011

Á síðasta fundi nefndarinnar var óskað frekari upplýsinga varðandi umbeðið svæði.

Innsend gögn eru ekki fullnægjandi og er óskað eftir að skilað verði umbeðnum gögnum til deildarstjóra tæknideildar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115. fundur - 07.06.2011

Lögð er fram teikning af svæðinu þar sem kemur fram stærð svæðis og hugmynd að nýtingu.

Nefndin samþykkir bráðabirgda stöðuleyfi fyrir starfsemi gistiheimilis og tjaldsvæðis til 2 ára.  En þar sem svæðið er á hættusvæði B er bent á að næturgisting er ekki leyfð yfir vetrarmánuði skv. reglugerð 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða.