Hraðahindrun á Langeyrarvegi

Málsnúmer 1104073

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 05.05.2011

Erindi hefur borist frá Vegagerðinni varðandi hraðahindrun fyrir ofan afleggjarann að Hóli, sem talin er á óheppilegum stað.  Birgir Guðmundsson fyrir hönd vegagerðarinnar telur að besta staðsetning fyrir hraðahindrun muni vera á beina leggnum sunnan við gatnamótin við Norðurtún, u.þ.b. 60 - 70 m sunnan við gatnamótin.  Einnig er lagt til að heimilaður verði 70 km hraði þaðan og áfram gegnum göng.

Nefndin leggur til að hraðahindrunin verði sett á beina kaflann við enda uppfyllingar ca. 180 m frá gatnamótum við Norðurtún. 

Hilmar leggur til að hámarkshraði verði 50 km frá hraðahindrun austur fyrir afleggjara að Hóli en nefndin samþykkti tillögu vegagerðarinnar að hámarkshraði verði 70 km frá hraðahindrun í gegnum göng.