Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

91. fundur 02. júní 2010 kl. 16:30 í almannavarnaherbergi Siglufirði
Nefndarmenn
  • Magnús Guðmundur Ólafsson formaður
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður
  • Júlíus Hraunberg Kristjánsson aðalmaður
  • Anna María Elíasdóttir varamaður
  • Stefán Ragnar Hjálmarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Þórir Kristinn Þórisson bæjarstjóri
  • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir tæknifulltrúi

1.Aðkoma og aðgengi að húsum við Hlíðarveg 1c, 3c, 7c og Hátún.

Málsnúmer 1004047Vakta málsnúmer

Á fundi nefndarinnar þann 28. apríl var lögð fram ósk um að aðkoma að húsum við Hlíðarveg 1c, 3c, 7c og Hátún verði löguð og komið í viðunnandi horf.  Óskaði nefndin eftir hugmynd að útfærslu og kostnaði vegna þessa.

Lögð er fram hugmynd að útfærslu að aðgengi og kostnaði, þar sem aðkoma að Hlíðarvegi er beint frá Hólavegi.

Nefndin óskar eftir því við tæknifræðing að fá frekari útfærslu, þar sem skoðuð er tenging við Hóla- og Hlíðaveg.

2.Endurbætur á Vetarbraut 17 og 17b, Siglufirði.

Málsnúmer 0910097Vakta málsnúmer

Baldvin Einarsson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir óska eftir að skráning á  húseigninni að Vetrarbraut 17b verði breytt úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði.  Einnig er óskað eftir leyfi til að klæða húseignirnar Vetrarbraut 17 og 17b með bárujárni og setja svalir á vesturhlið íbúðarhússins skv. teikningu. 

Erindi samþykkt.

 

 

3.Fjallskilasamþykkt, sveitarfélög við Eyjarfjörð.

Málsnúmer 1003063Vakta málsnúmer

Eins og fram kemur í fundargerð stjórnar Eyþings frá 30. apríl sl. þá hefur nefnd sem vann að endurskoðun fjallskilasamþykktar fyrir sveitarfélög í Eyjafirði lokið störfum. Tillaga nefndarinnar að nýrri fjallskilasamþykkt er hér lögð fram til kynningar og umræðu. Samþykktin verður síðan tekin til endanlegrar afgreiðslu á aðalfundi Eyþings í haust og í framhaldi send sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu að fjallskilasamþykkt.

4.Heimild til byggingar á sólskála

Málsnúmer 1005081Vakta málsnúmer

Sveinbjörn Þ. Sveinbjörnsson óskar eftir að fá leyfi til að byggja ca. 15 fm. sólskála við íbúðarhúsið á Kálfsá.  Skálinn yrði tengdur íbúðarhúsinu að vestanverðu og undirstöður hans steyptar.

Nefndin samþykkir erindið og áður en framkvæmdir hefjast er óskað eftir frekari gögnum s.s. byggingarnefndarteikningum.

5.Landspilda úr landi Kálfsár

Málsnúmer 1005079Vakta málsnúmer

Sveinbjörn Þ. Sveinbjörnsson eigandi jarðarinnar Kálfsá sækir um að landsvæði skv. teikningu verði gefið sérstakt landnúmer og það tekið undan landbúnaðarnotum.  Hugmyndin er að þetta svæði verði nýtt til frístundanota og skipulagt þannig.

Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur byggingar- og skipulagsfulltrúa að sjá til þess að öllum formsatriðum sé framfylgt og jafnframt er bent á að deiliskipuleggja þarf svæðið.

6.Merkingar við Ós í Ólafsfirði

Málsnúmer 1005082Vakta málsnúmer

Með vísan í bréf Veiðifélags Ólafsfjarðar frá 12. júlí 2009 er áréttuð leyfisumsókn um að setja upp skilti við ósinn úr Ólafsfjarðarvatni samkvæmt áðurnefndu bréfi.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, Helgi situr hjá.

 

 

7.Óskað eftir afnotarétt af landskika

Málsnúmer 1005055Vakta málsnúmer

Hákon J. Antonsson eigandi hesthús við Fákafen 11, ítrekar hér með umsókn um afnotarétt af landskika að stærð 30 fm sunnan við úthlutað gerði, sbr. uppdrátt af lóðarleigusamningi frá 15. janúar 2004. 

Nefndin samþykkir að leyfa Hákoni afnotum af landskikanum.

8.Stækkun á véla/verkfærageymslu á jörðinni Kálfsá í Ólafsfirði

Málsnúmer 1005080Vakta málsnúmer

Sveinbjörn Þ. Sveinbjörnsson óskar eftir leyfi til að stækka véla/verkfærageymslu á jörðinni Kálfsá í Ólafsfirði.  Um er að ræða lengingu á húsinu um 7 metra til vesturs.  Stækkunin yrði í samræmi við núverandi húsnæði og byggingarefni það sama, þ.e. járnklædd timburgrind á steyptum sökkli.

Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að skilað sé inn byggingarnefndarteikningum áður en framkvæmdir hefjast.

9.Umsókn um leyfi til að reisa einfalda rimlagirðingu í kringum Sæluhúsið Aðalgötu 22

Málsnúmer 1005086Vakta málsnúmer

Guðný Róbertsdóttir óskar eftir leyfi til að reisa einfalda rimlagirðingu, "stakket" í kringum Sæluhúsið, Aðalgötu 22 Siglufirði.  Áætlunin er að hlaða lága grjótstöpla með um 3,5 metra millibili og grindverkið komi þar á milli.

Erindi samþykkt.

10.Götulýsing í sveitarfélaginu

Málsnúmer 1005044Vakta málsnúmer

Á fundi nefndarinnar 12. maí sl. var óskað eftir samningi milli Rarik og sveitarfélagsins varðandi götulýsingu í sveitarfélaginu.

Lagðar eru fram upplýsingar frá Pétri Vopna um rekstur götuljósakerfisins í sveitarfélaginu.  Fyrirhugað er að senda öllum sveitarfélögum bréf þar sem boðnir eru valkostir í rekstri götuljósa.

11.Reykkofi á Kleifum

Málsnúmer 1005124Vakta málsnúmer

Umhverfisfulltrúi óskar eftir samþykki skipulagsyfirvalda fyrir því að reisa reykkofa á Kleifum í Ólafsfirði.

Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leiti, með fyrirvara um samþykki landeigenda.

 

12.Hænur

Málsnúmer 1005127Vakta málsnúmer

Sunna B. Valsdóttir óskar eftir leyfi til að hafa 3-5 hænur á baklóð Kirkjuvegi 12, Ólafsfirði og reisa þar 2 fm kofa fyrir þær.  Meðfylgjandi er samþykki nágranna þar sem fram kemur að þeir ákskilji sér rétt til að óska eftir að þær verði fjarlægðar valdi þær ónæði.

Erindi samþykkt.

13.Beit í bæ

Málsnúmer 1005126Vakta málsnúmer

Umhverfisfulltrúi óskar eftir samþykki skipulagsyfirvalda fyrir því að leifð verði hrossabeit á opnum svæðum innan bæjarmarka sem eru óræktarsvæði og erfitt að slá.  Hugmyndin er að leifa beit á sérvöldum stöðum, hestaeigendur myndu sjá um að girða og beita hólfin í samráði við umhverfisfulltrúa.

Samþykkt  er með 4 atkvæðum að veita leifið til eins árs, Júlíus á móti.

14.Hlíðarvegur 30, Siglufirði

Málsnúmer 1005123Vakta málsnúmer

Hjálmar Árnason óskar eftir umsögn varðandi breytingar á húseigninni að Hlíðarvegi 30, Siglufirði.  Þær breytingar sem um ræðir er að skipta út gluggum, setja svalahurð í austari gluggan að sunnaverðu, klæða húsið með timbri og gera breytingar á hurðarskýli við útidyrahurð.

Nefndin tekur vel í erindið og óskar eftir teikningum af framkvæmdinni.

15.Gránugata 17, ný þjónustuhurð

Málsnúmer 1005154Vakta málsnúmer

Finnur Yngvi Kristinsson fyrir hönd Rauðku ehf. óskar eftir leyfi til að setja nýja þjónustuhurð á vesturhlið Gránugötu 17 skv. teikningu.

Erindi samþykkt.

16.Brekkugata 19 - garðhús og svalir

Málsnúmer 1005157Vakta málsnúmer

Hrafnhildur Grímsdóttir óskar eftir leyfi til að reisa 8,5 fm garðhús á efri lóðarmörkum, Brekkugötu 19, Ólafsfirði.  Einnig er óskað eftir leyfi til að stækka svalir á austurhlið hússins. 

Erindi samþykkt

17.Brekkugata 15, breytingar á lóð

Málsnúmer 1005158Vakta málsnúmer

Axel Pétur Ásgeirsson óskar eftir leyfi til að taka úr lóð framan við húsið og laga bakkann.

Erindi samþykkt með fyrirvara um skriflegt samþykki eigenda neðri hæðar.

18.Snorragata - deiliskipulag

Málsnúmer 1005165Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram 2 hugmyndir að deiliskipulagi við Snorragötu frá Teikn á lofti.

Formaður nefndarinnar leggur til að tillaga nr. 2 dags. 2. júní 2010 verði samþykkt og jafnframt  verði tæknifræðingi falið að sýna hagsmuna aðilum tillöguna.

Samþykkt með 4 atkvæðum, Júlíus á móti.

19.Snjóflóð úr Illviðrishnjúki 4.apríl 2010

Málsnúmer 1005098Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað frá Veðurstofu Íslands þar sem teknar eru saman niðurstöður tveggja vettvangsferða sem farnar voru á skíðasvæðið í Skarðsdal til að skoða ummerki eftir stórt snjóflóð sem féll úr Illviðrishnjúki inn á skíðasvæðið.

Nefndin telur nauðsynlegt að snjóflóðaeftirlitsmaður sveitarfélagsins sjá einnig um eftirlit á skíðasvæðinu.

Fundi slitið.