Aðkoma og aðgengi að húsum við Hlíðarveg 1c, 3c, 7c og Hátún.

Málsnúmer 1004047

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 28.04.2010

Húseigendur við Hlíðarveg 1c, 3c, 7c og Hátún, Siglufirði fara vinsamlega fram á við Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar, að aðkoma og aðgengi að húsum þeirra verði löguð og komið í viðunandi horf.

Nefndin tekur vel í erindið og óskar eftir því við tæknideild að koma með hugmynd að útfærslu og kostnaði vegna þessa.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 02.06.2010

Á fundi nefndarinnar þann 28. apríl var lögð fram ósk um að aðkoma að húsum við Hlíðarveg 1c, 3c, 7c og Hátún verði löguð og komið í viðunnandi horf.  Óskaði nefndin eftir hugmynd að útfærslu og kostnaði vegna þessa.

Lögð er fram hugmynd að útfærslu að aðgengi og kostnaði, þar sem aðkoma að Hlíðarvegi er beint frá Hólavegi.

Nefndin óskar eftir því við tæknifræðing að fá frekari útfærslu, þar sem skoðuð er tenging við Hóla- og Hlíðaveg.