Landspilda úr landi Kálfsár

Málsnúmer 1005079

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 02.06.2010

Sveinbjörn Þ. Sveinbjörnsson eigandi jarðarinnar Kálfsá sækir um að landsvæði skv. teikningu verði gefið sérstakt landnúmer og það tekið undan landbúnaðarnotum.  Hugmyndin er að þetta svæði verði nýtt til frístundanota og skipulagt þannig.

Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur byggingar- og skipulagsfulltrúa að sjá til þess að öllum formsatriðum sé framfylgt og jafnframt er bent á að deiliskipuleggja þarf svæðið.