Snorragata - deiliskipulag

Málsnúmer 1005165

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 02.06.2010

Lagðar eru fram 2 hugmyndir að deiliskipulagi við Snorragötu frá Teikn á lofti.

Formaður nefndarinnar leggur til að tillaga nr. 2 dags. 2. júní 2010 verði samþykkt og jafnframt  verði tæknifræðingi falið að sýna hagsmuna aðilum tillöguna.

Samþykkt með 4 atkvæðum, Júlíus á móti.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 19.08.2010

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti hugmynd að tillögu að deiliskipulagi við Snorragötu.

Nefndin tekur vel í hugmyndina að undanskildu hringtorgi við ráðhústorg.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 25.10.2010

Lögð var fram tillaga að deiliskipulagi, Snorragötu. Nefndin samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu Snorragötu frá Norðurtúni að Norðurtanga og lagfæringu á götunni frá Norðurtanga að Ráðhústorgi.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 103. fundur - 24.11.2010

Á fundinn mætti Halldór Jóhannsson frá Teikn á lofti og fór yfir tillögu að deiliskipulagi fyrir Snorragötu, Siglufirði.

Samþykkt er að tillaga að deiliskipulagi fyrir Snorragötu fari í auglýsingu í samræmi við framlögð gögn, bæjarstjóra er falið að auglýsa skipulagið í samræmi við umræður á fundi, skv. 25. gr. laga nr. 73/1997.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 110. fundur - 31.03.2011

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Snorragötu Siglufirði. 

Þar sem breytingar hafa verið gerðar á áður samþykktri tillögu er hún lögð aftur fyrir nefndina.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillaga að deiliskipulagi fyrir Snorragötu verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/ 2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 115. fundur - 07.06.2011

Tillaga að deiliskipulagi fyrri Snorragötu á Siglufirði sem skilgreint er 7,45 ha að flatamáli og er landnotkun innan reitsins skilgreind sem þjónustustofnanir, verslunar- og þjónustusvæði, miðsvæði og óbyggt svæði, sem teikur til gatnamóta Norðurtúns og Snorragötu en þó ekki til gatnamóta Suðurgötu í norðri.  Í deiliskipulagstillögunni er leitast við að skapa heildstæða götumynd með áherslu á sögulegt gildi svæðisins.

Tillagan var auglýst frá 20. apríl - 1. júní 2011 og ekki bárust athugasemdir við tillögunni á þeim tíma.

Leggur nefndin til að deiliskipulagstillagan verði send Skipulagsstofnun til samþykktar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 223. fundur - 26.07.2011

Lagt fram til kynningar nýtt kostnaðarmat.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 224. fundur - 03.08.2011

Kostnaðaráætlun frá VSÓ lögð fram til kynningar.
Áætlaður kostnaður bæjarfélagsins gæti verið um 11 m.kr.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 227. fundur - 30.08.2011

Fjallabyggð annast samninga við verktaka í samráði við Jón Magnússon, f.h. Vegagerðarinnar. 
VSÓ
mun stilla upp tilboðsskrá sem nota má við samningsgerð, en stefnt er að því að ljúka verkinu að fullu fyrir veturinn. 

Reynist veðurfar óhagstætt í síðari hluta verksins  kann að reynast nauðsynlegt að fresta malbikun, kantsteinum og gangstéttum. 

Verður þá gengið frá götuyfirborði með þynnra efra burðalagi sem verður endurunnið vorið 2012.

Bæjarráð fagnar umræddum framkvæmdum og leggur áherslu á að verkinu verði lokið fyrir áramót. 

 

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 129. fundur - 19.01.2012

Erindi hefur borist frá Skipulagsstofnun varðandi deiliskipulag við Snorragötu þar sem stofnunin gerir athugsemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulag í B- deild Stjórnartíðinda, þar sem ekki liggur fyrir staðfest aðgerðaráætlun um aðgerðir sveitarstjórnar varðandi uppbyggingu hótels á svæðum A og B, skv. 18. og 19. gr. reglugerðar um hættumat og hættumat liggur ekki fyrir á svæði c, þar sem hluti fyrirhugaðs hótels á að rísa.

Tæknideild falið að gera aðgerðaráætlun.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 40. fundur - 14.05.2012

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Snorragötu og var hún yfirfarin með tilliti til reksturs hafnarinnar.
Hafnarstjórn leggur áherslu á að tekjur á hafnarsvæðinu séu ætíð tryggðar og að athafnasvæði hafnarinnar verði tryggt til framtíðar.

Samþykkt samhljóða.

 

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 265. fundur - 09.08.2012

Í erindi Skipulagsstofnunar frá 9. ágúst 2012 kemur fram að stofnunin hefur skoðað málið að nýju og telur að með skýrari skilmálum um takmörkun á veitingu byggingarleyfa sé hægt að uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 505/2000, sbr. einnig gr. 3.1.1 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998. Til þess þarf sveitarstjórn að taka deiliskipulagið til umræðu á nýjan leik.

Lögð fyrir að nýju afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar frá 16. nóvember 2011, þar sem lagðar eru til breytingar á auglýstri tillögu að deiliskipulagi Snorragötu, settar fram á uppdrætti og í greinargerð, dags. 7. júní 2011, breytt 2. sept. 2011 og í greinargerð með sömu dagsetningum.

Í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samþykkir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar, deiliskipulagið með áorðnum breytingum frá 2. sept. 2011, nema hvað orðalagi í kafla 5.3. um húsagerðir á bls. 16 skal breytt á eftirfarandi hátt:

5.3. Húsagerðir
H1 - Hótelbygging að hámarki 5.000 m2. Bygging skal vera allt að 2 hæðir og skal hæð þess ekki fara yfir 12 m.
S1 - Lýsistankur að hámarki 10 m2. Hæð byggingar skal ekki fara yfir 7 m.
S2 - Þjónustuhús að hámarki 370 m2. Bygging skal vera allt að 2 hæðir og skal hæð þess ekki fara yfir 7,5 m.
S3 - Þurrkhjallur að hámarki 30 m2. Hæð byggingar skal ekki fara yfir 3 m.
S4 - Naust að hámarki 60 m2. Hæð byggingar skal ekki fara yfir 5 m.

Ekki er gert ráð fyrir fastri búsetu á svæði fyrir þjónustustofnanir.
Ekki er heimilt að veita byggingarleyfi fyrir hótelbyggingu á reit H1 fyrr en endurnýjað hættumat sem heimilar slíka byggingu liggur fyrir, sbr. reglugerð um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða nr. 505/2000 m.s.br. Þó er heimilt að veita leyfi fyrir hótelbyggingu á þeim hluta byggingarreits sem er innan hættusvæðis B ef byggingin er annað hvort hönnuð til að standast ástreymisþrýsting skv. töflu II í 21gr. (áður 19. gr.) sömu reglugerðar, eða að fyrir liggi ákvörðun sveitarstjórnar um að innan fimm ára verði viðkomandi svæði varið með varanlegum varnarvirkjum skv. staðfestri aðgerðaáætlun um aðgerðir sveitarfélagsins, sbr. 22. gr. (áður 20 gr.) sömu reglugerðar.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að láta lagfæra deiliskipulagsgögnin sbr. framangreint, senda Skipulagsstofnun lagfærð og undirrituð gögn og birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.