Bæjarstjórn Fjallabyggðar

142. fundur 09. febrúar 2017 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir bæjarfulltrúi, S lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson varabæjarfulltrúi, D lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Ríkharður Hólm Sigurðsson, varaforseti bæjarstjórnar setti fund og bauð viðstadda velkomna til fundar.
Allir aðalfulltrúar voru mættir nema Helga Helgadóttir. Í hennar stað mætti Ásgeir Logi Ásgeirsson.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17. janúar 2017

Málsnúmer 1701005FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17. janúar 2017 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir desember 2016.

    Niðurstaðan fyrir heildina er 1.106,2 m.kr. sem er 97,6% af áætlun tímabilsins sem var 1.133,6 m.kr.
    Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 22,7 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um um 50,1 m.kr. t.d. tónskóli vegna breytinga í Tónskólanum á Tröllaskaga og óráðstafaðri fjárveitingu vegna langtímaveikinda til stofnana.
    Nettóniðurstaða er 27,4 m.kr. undir áætlun tímabilsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 483. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17. janúar 2017 Tekin til umfjöllunar netföng og hugbúnaðarleiga á vegum Fjallabyggðar fyrir bæjarfulltrúa.

    Bæjarráð samþykkir að stofnuð verði netföng fyrir aðal- og varabæjarfulltrúa Fjallabyggðar með áskrift að viðeigandi hugbúnaðarleigu.
    Áætlaður árlegur kostnaður er um kr. 195 þúsund sem færist af fjárhagslið bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 483. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17. janúar 2017 Í tilkynningu frá stjórn Róta, dagsettri 10. janúar 2017, er boðað til aðalfundar Róta bs. á Sauðárkróki, miðvikudaginn 25. janúar 2017 kl. 10:00.
    Stjórn Róta gerir tillögu til aðalfundar um að fela stjórn byggðasamlagsins ásamt endurskoðanda Kristjáni Jónassyni að ganga frá uppgjöri Róta sem hefur hætt starfsemi og að stjórninni verði jafnframt falið að slíta félaginu að uppgjöri loknu.

    Sjö fulltrúar Fjallabyggðar eiga rétt til setu á aðalfundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 483. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17. janúar 2017 Hinn 26. janúar nk. verður Skákdagur Íslands haldinn um land allt. Skákdagurinn er haldinn á fæðingardegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga.
    Að Skákdeginum standa Skáksamband Íslands, Skákakademían, Skákskólinn og taflfélögin í landinu, í samvinnu við félög, einstaklinga o.fl. Kjörorð dagsins eru einkunnarorð skákhreyfingarinnar: Gens Una Sumus - Við erum ein fjölskylda. Með þeim er undirstrikað að allir geta teflt, óháð kyni, aldri eða líkamsburðum.

    Það er von Skáksambands Íslands að sem flest sveitarfélög taki þátt í Skákdegi Íslands og heiðri með því meistara Friðrik Ólafsson og stuðli jafnframt að enn frekari útbreiðslu þjóðaríþróttarinnar meðal ungra sem eldri.
    Jafnframt býður Skáksamband Íslands að skipuleggja skákviðburð í Fjallabyggð sé eftir því leitað.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 483. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17. janúar 2017 Í erindi Félags heyrnarlausra, dagsett 6. janúar 2017 er óskað eftir stuðningi vegna verkefna félagsins á árinu 2017 með kaupum á auglýsingu í blað félagsins.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 483. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17. janúar 2017 Lögð fram til kynningar áætlun Umhverfis- og auðlindaráðherra um að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum, ásamt tillögu og skilagrein starfshóps sem vann að henni.

    Á fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2017 er gert ráð fyrir að dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminna efni á íþróttavöllum.

    Bæjarráð vísar erindinu til fræðslu- og frístundanefndar og deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 483. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17. janúar 2017 Lagt fram til kynningar bréf frá stjórn Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, dagsett 9. janúar 2017, til sveitarstjórnarmanna.

    Einnig athugasemdir KÍ, dagsettar 7. janúar 2017, við yfirlýsingu samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðuna í kjaraviðræðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 483. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17. janúar 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð 290. fundar stjórnar Eyþings, 6. janúar 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 483. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17. janúar 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð 28. fundar stjórnar Róta bs. málefni fatlaðs fólks á vestanverðu Norðurlandi, frá 11. janúar 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 483. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17. janúar 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð Fræðslu- og frístundanefnd frá 9. janúar s.l. Bókun fundar Afgreiðsla 483. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017

Málsnúmer 1701007FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Á 137. fundi bæjarstjórnar 26. október 2016, var samþykkt að stofna sérstakt öldungaráð í Fjallabyggð.
    Hlutverk öldungaráðs er að vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni og hagsmuni bæjarbúa 67 ára og eldri.
    Ráðið á að stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi, móta stefnu og gera tillögur til bæjaryfirvalda. Öldungaráðið er vettvangur samráðs bæjarbúa 67 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og bæjarins og er virkur þátttakandi í allri stefnumótun málaflokksins eins og segir í samþykkt ráðsins.
    Öldungaráðið verði skipað fulltrúum frá félögum eldri borgara í Ólafsfirði og Siglufirði auk fulltrúa sem bæjarstjórn Fjallabyggðar tilnefnir.

    Á bæjarstjórnarfundi 14. desember 2016 var samþykkt að skipa S. Guðrúnu Hauksdóttur sem fulltrúa Fjallabyggðar og jafnframt formann, í öldungaráðið og til vara Steinunni Maríu Sveinsdóttur.

    Í bréfi Félags eldri borgara Siglufirði, dagsett 16. janúar 2017, eru tilnefndir Ingvar Á. Guðmundsson og Konráð K. Baldvinsson og til vara Hrafnhildur Stefánsdóttir og Björg Friðriksdóttir.

    Frá Félagi eldri borgara Ólafsfirði eru tilnefndir Sigmundur Agnarsson og Ásdís Pálmadóttir og til vara Björn Þór Ólafsson og Einar Þórarinsson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Á 103. fundi félagsmálanefndar, 19. janúar 2017, var lögð fram tillaga að sérstökum húsnæðisstuðningi í samræmi við lög nr. nr. 75/2016 um húsnæðisbætur.
    Gildistaka laganna er 1. janúar 2017 og leysa þau af hólmi eldri lög um húsaleigubætur.
    Sérstökum húsnæðisstuðningi sveitarfélaga er ætlað að lækka greiðslubyrði vegna húsnæðiskostnaðar hjá þeim sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði eða eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað sökum:
    a) lágra tekna/lítilla eigna
    b) þungrar framfærslubyrði og
    c) félagslegra aðstæðna.
    Félagsmálanefnd samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti.

    Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Á 482. fundi bæjarráðs, 10. janúar 2017, samþykkti bæjarráð kaupsamning, afsal og skuldabréf vegna kaupa á Lindargötu 2 Siglufirði af Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Kaupverð var 22,5 m.kr. sem greiðist með skuldabréfi til 25 ára.

    Lögð fram greinargerð deildarstjóra félagsmáladeildar, Hjartar Hjartarsonar vegna kaupanna.

    Bæjarráð samþykkir að vísa breytingum á rekstrarfyrirkomulagi til viðauka við fjárhagsáætlun 2017, en gert var ráð fyrir í áætlun að húsnæðið yrði leigt áfram af Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Í tengslum við frágang á samningi við sveitarfélög vegna yfirtöku ríkisins á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem rekin eru af sveitarfélögum, samþykkir bæjarráð að veita bæjarstjóra heimild til undirritunar yfirlýsingar og umboð til samningsgerðar vegna Hornbrekku í Ólafsfirði. Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Á 482. fundi bæjarráðs, 10. janúar 2017, var samþykkt að bjóða aftur út ræstingu fyrir Leikskála á Siglufirði, með vísun í innkaupareglur bæjarfélagsins.

    Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar Ármann V. Sigurðsson.

    Tilboð í ræstingu Leikskála voru opnuð 20. janúar kl. 11:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar.
    Eftirfarandi tilboð bárust:
    Sólrún Elíasdóttir 23.112.885,-
    Minný ehf 20.952.736,-

    Bæjarráð samþykkir að semja við lægstbjóðanda.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að semja við Minný ehf. um ræstingu leikskólans Leikskála.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar um þrjú vefumsjónarkerfi sem er sérhannað til að halda utan um ráðstöfun frístundastyrkja, nýtingu á íþróttamannvirkjum og yfirsýn og utanumhald á hvatagreiðslum.

    Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum áður afstaða verður tekin til málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Afgreiðslu frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Lögð fram drög að leigusamningi milli Fjallabyggðar og Rarik um húsnæði spennistöðvar á Bæjarbryggju Siglufirði.
    Áætlað er að leigutíminn hefjist 1. janúar 2017 og sé til 99 ára.
    Leiga fyrir tímabilið skal greiðast við undirskrift samnings.

    Bæjarráð samþykkir samning fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið aftur til bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Lögð fram ósk Íkaupa hf. um skilyrt veðleyfi til að veðsetja eignina að Aðalgötu 52 Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir að veita skilyrt veðleyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

    eða

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að veita Íkaupum hf. skilyrt veðleyfi til að veðsetja eignina að Aðalgötu 52 Ólafsfirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti að bjóða út þekju og lagnir vegna Bæjarbryggju á Siglufirði.
    Fyrir liggur fjármögnun Hafnarbótasjóðs vegna verkefnisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Lagður fram til kynningar vegvísir samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara, að aðgerðaráætlun samkvæmt bókun 1 í kjarasamningi aðila frá 29. nóvember s.l. Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Lagt fram bréf bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar, dagsett 13. janúar 2017 um samstarf sveitarfélaga í Eyjafirði.

    Bæjarráð vísar umræðum um málið til bæjarstjórnar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Eyþing og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra boða til opins fundar um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 25. janúar kl. 17-19 í Hömrum í Hofi á Akureyri.

    Á fundinum verður fjallað um möguleikann á orkuskiptum og að farið verði úr því að nota jarðefnaeldsneyti yfir í að nota umhverfisvæna orkugjafa. Hvaða ljón eru í veginum? Hverjir eru kostir og gallar rafbíla? Umræða um orkuskipti hefur aukist mjög að undanförnu og ljóst er að margir velta fyrir sér kostum og göllum vistvænna bíla og innviðum fyrir þá. Fundinum er ætlað að svara þeim spurningum sem brenna á fólki hvað þetta varðar.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Lögð fram til kynningar umfjöllun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra um breytingum á leyfisveitingum til veitinga og gististaða.

    http://hnv.is/index.php/fundargerdhir/tilkynningar1/item/210-nyjar-reglur-um-gististadhi
    Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:
    Markaðs- og menningarnefnd frá 16. janúar 2017.
    Félagsmálanefnd frá 19. janúar 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundur - 31. janúar 2017

Málsnúmer 1701011FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundar - 31. janúar 2017 Á fund bæjarráðs kom markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar Linda Lea Bogadóttir.

    Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti þau verkefni sem eru efst á baugi í hennar starfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 485. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundar - 31. janúar 2017 Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 485. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundar - 31. janúar 2017 Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar, Ármann V. Sigurðsson og kynnti drög að deiliskipulagstillögu fyrir miðbæ Siglufjarðar.

    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að undirbúa kynningarfund þar sem drögin verða kynnt íbúum Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
    Kynningarfundur um drög að deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar verður haldinn 22. febrúar kl. 17.

    Afgreiðsla 485. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundar - 31. janúar 2017 Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar, Ármann V. Sigurðsson.
    Á fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir að sameina tvær smáíbúðir í eina í Skálarhlíð, Hlíðarvegi 45 Siglufirði.

    Tekin fyrir ósk deildarstjóra tæknideildar, Ármanns V. Sigurðssonar, um heimild til að halda lokað útboð á sameiningu íbúða 3. hæð í Skálarhlíð og að eftirtaldir aðilar fái að bjóða í verkið:
    Berg ehf.
    ÓHK Trésmíði ehf.
    GJ smiðir ehf.
    Trésmíði ehf.
    Minný ehf.
    SR vélaverkstæði hf.
    L-7 ehf.

    Bæjarráð samþykkir heimild til lokaðs útboðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 485. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundar - 31. janúar 2017 Á 484. fundi bæjarráðs, 24. janúar 2017, var lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar um þrjú vefumsjónarkerfi sem eru sérhönnuð til að halda utan um ráðstöfun frístundastyrkja, nýtingu á íþróttamannvirkjum og yfirsýn og utanumhald á hvatagreiðslum.
    Bæjarráð óskaði eftir frekari upplýsingum áður en afstaða yrði tekin til málsins.

    Viðbótargögn lögð fram.

    Bæjarráð samþykkir að vísa þessu máli til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 485. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundar - 31. janúar 2017 Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð að hann hefði fengið ábendingu frá íbúum í Fjallabyggð varðandi sorphirðu, þar sem innihald allra þriggja tunna var losað í sama sorphirðubílinn og þar af leiðandi flokkun ekki til neins. Þetta hefur í för með sér aukinn kostnað vegna aukins flutningskostnaðar og kostnaðar við sorpurðun.
    Þetta stríðir á móti þeim markmiðum sem bæjarfélagið hefur sett sér í umhverfismálum.

    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að hafa samband við forsvarsmenn Íslenska gámafélagsins varðandi þetta mál.


    Bókun fundar Afgreiðsla 485. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundar - 31. janúar 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Eyþings 2016, sem haldinn var 11. og 12. nóvember 2016 í Langanesbyggð. Bókun fundar Afgreiðsla 485. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundar - 31. janúar 2017 Í erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, frá 19. janúar 2017, er óskað umsagnar fyrir 10. febrúar 2017, um framkomin drög að reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, Ámunda Gunnarssyni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 485. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundar - 31. janúar 2017 Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:
    Skipulags- og umhverfisnefnd frá 25. janúar 2017.
    Hafnarstjórn frá 26. janúar 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 485. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 9. janúar 2017

Málsnúmer 1701001FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 9. janúar 2017 Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja og vinnuskóla gerði grein fyrir starfsemi vinnuskólans sumarið 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 9. janúar 2017 Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja gerði grein fyrir málinu. Nefndin felur forstöðumanni að afla frekari gagna í ljósi umræðu á fundinum og leggja fram fastmótaða tillögu að rekstarformi fyrir næsta fund. Núverandi fyrirkomulag á spinningtímum heldur sér fram að þeim tíma og gjald verður óbreytt þangað til. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 9. janúar 2017 Lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema utan lögheimilssveitarfélags.
    Samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 9. janúar 2017 Lögð fram umsókn um námsvist grunnskólanema utan lögheimilissveitarfélags í Grunnskóla Fjallabyggðar veturinn 2016 - 2017.
    Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt að greiða skólakostnað vegna námsvistar samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 9. janúar 2017 Kristinn J. Reimarsson gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun á Fræðslustefnu Fjallabyggðar. Fyrirhugað er að þeirri vinnu ljúki núna í lok janúar. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 9. janúar 2017 Jónína Magnúsdóttir skólastjóri fór yfir stöðu mála v/ vinnu við umbótaáætlun grunnskólans. Nefndin þakkar Jónínu fyrir kynninguna og hvetur stjórnendur og starfsfólk til áframhaldandi góðra verka. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 9. janúar 2017 Jónína Magnúsdóttir skólastjóri fór yfir niðurstöður úr samræmdum prófum í 4. og 7. bekk frá því í haust. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 9. janúar 2017 Jónína Magnúsdóttir kynnti helstu niðurstöður úr nemendakönnun Skólapúlsins. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 9. janúar 2017 Jónína Magnúsdóttir fór yfir helstu niðurstöður úr Olwesukönnun (eineltiskönnun) sem framkvæmd var á meðal nemanda á haustönn. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 9. janúar 2017 Lagt fram til kynningar bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis og Umboðsmanns barna um snjalltækjanotkun í skólum. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 9. janúar 2017 Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að starfshópur um málefni Mentor og nýja persónuverndarlöggjöf hafi skilað inn skýrslu. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 9. janúar 2017 Lagt fram til kynningar nýjar úthlutunarreglur Námsgagnasjóðs. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 9. janúar 2017 Lagðar fram til kynningar ýmsar lykiltölur um fræðslumál í sveitarfélögum fyrir árið 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 9. janúar 2017 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - nóvember 2016. Fræðslu-og uppeldismál: Rauntölur, 657.889.620 kr. Áætlun, 668.291.972 kr. Mismunur; 10.402.352 kr.
    Æskulýðs- og íþróttamál: Rauntölur, 225.901.309 kr. Áætlun 232.771.358 kr. Mismunur; 6.870.049 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 30. janúar 2017

Málsnúmer 1701008FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 30. janúar 2017 Nefndin samþykkir samninginn. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 30. janúar 2017 Lögð fram drög að endurskoðaðri fræðslustefnu. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar vinnuhópnum sem vann drögin kærlega fyrir þeirra vinnuframlag. Nefndin samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að senda drögin til aðila skólasamfélagsins og óska eftir umsögn. Umsagnir og athugasemdir skulu liggja fyrir í byrjun mars. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
    Afgreiðsla 36. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 30. janúar 2017 Lagt fram minnisblað forstöðumanns íþróttamannvirkja. Nefndin óskaði eftir því á síðasta fundi að forstöðumaður legði fram fastmótaða tillögu að rekstarformi.
    Nefndin samþykkir að fyrirkomulag á spinningtímum verði óbreytt. Jafnframt samþykkir nefndin að einkaþjálfarar og þeir sem eru með hópatíma í líkamsræktinni greiði eitt gólfgjald kr. 10.000 kr. á mánuði.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
    Afgreiðsla 36. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 30. janúar 2017 Starfsáætlun frístundamála lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 30. janúar 2017 Blakfélag Fjallabyggðar óskar eftir því að iðkendur félagsins geti nýtt frístundaávísanir frá Fjallabyggð til að niðurgreiða æfingagjöld. Nefndin samþykkir beiðni blakfélagsins og felur deildarstjóra að gera samning við félagið þess efnis. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 30. janúar 2017 Lögð fram beiðni frá Aðalbjörgu Kristínu Snorradóttur þess efnis að hægt verði nýta frístundaávísun frá Fjallabyggð til að niðurgreiða æfingagjöld hjá Skíðafélagi Dalvíkur.
    Nefndin sér sér ekki fært að verða við beiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 30. janúar 2017 Lagðar fram uppfærðar reglur um úthlutun frítíma í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar. Nefndin felur deildarstjóra að lagfæra greinar nr. 2 og 7 í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir og Kristinn Kristjánsson.
    Afgreiðsla 36. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 30. janúar 2017 Lögð fram drög að samningi við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) vegna reksturs á knattspyrnuvöllum Fjallabyggðar. Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda-og menningarmála að fylgja málinu eftir við KF. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
    Afgreiðsla 36. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 30. janúar 2017 Lögð fram drög að samningi við Skíðafélag Ólafsfjarðar (SÓ) vegna reksturs á skíðasvæðinu Tindaöxl í Ólafsfirði. Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda-og menningarmála að fylgja málinu eftir við SÓ. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
    Afgreiðsla 36. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 16. janúar 2017

Málsnúmer 1701004FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 16. janúar 2017 Nýtt erindisbréf fyrir nefndina lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 16. janúar 2017 Farið yfir tilnefningar til bæjarlistamanns. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að tilnefna Arnfinnu Björnsdóttur sem Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2017. Útnefning fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg miðvikudaginn 25. janúar nk. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

    Bæjarstjórn óskar Arnfinnu Björnsdóttur til hamingju með tilnefninguna.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 16. janúar 2017 Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun á menningarstefnu sveitarfélagsins.
    Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.4 1612033 Arctic Circle Route
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 16. janúar 2017 Linda Lea gerði grein fyrir verkefninu, sem ber nú vinnuheitið Arctic Coastline Route, og gengur út á að virkja sveitarfélögin og ferðaþjónustuaðila á svæðinu og sýna að Norðurland er aðgengilegt og freistandi valkostur fyrir ferðamenn allt árið. Fyrirmyndin að verkefninu er m.a. frá Noregi, Írlandi og Danmörku. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 16. janúar 2017 Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2017. Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar-og nýsköpunarverkefni, auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar.
    Starfsmaður sjóðsins verður með viðtalstíma í Fjallabyggð 23. janúar og veitir ráðgjöf við gerð umsókna.
    Nefndin felur markaðs- og menningarfulltrúa að skoða með umsóknir frá Fjallabyggð í sjóðinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 16. janúar 2017 Á síðasta ári fór af stað vinna við gerð bæklings um áhugaverða staði til fuglaskoðunar við Eyjafjörð. Sveitarfélögin á svæðinu standa fyrir þessari útgáfu en áður hafa verið gefnir út bæklingar bæði vestan- og austamegin við Eyjafjörð. Vinna með bæklinginn er nú á lokastigi og með útkomu hans er búið að kortaleggja fuglaskoðunarstaði frá Borðeyri í vestri og til Vopnafjarðar í austri. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 16. janúar 2017 Fyrirhugað er að efna til ráðstefnu um ferðaþjónustu í Fjallabyggð á vormánuðum. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að leggja drög að dagskrá ásamt tillögu að framsöguerindum fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 16. janúar 2017 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - nóvember 2016. Menningarmál: Rauntölur, 80.543.573 kr. Áætlun, 82.743.057 kr. Mismunur; 2.199.484 kr.
    Markaðs- og ferðamál: Rauntölur, 6.659.481 kr. Áætlun 9.379.670 kr. Mismunur; 2.720.189 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 103. fundur - 19. janúar 2017

Málsnúmer 1701006FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 103. fundur - 19. janúar 2017 Lagt fram rekstraryfirlit félagsmáladeildar fyrir tímabilið janúar til nóvember 2016. Rauntölur; 78.609.820 kr. Áætlun; 88.693.758 kr. Rekstrarniðurstaða félagsþjónustu er 10.083.938 kr. betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir. Bókun fundar Afgreiðsla 103. fundar félagsmálanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 103. fundur - 19. janúar 2017 Lögð fram tillaga um sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við lög nr. 75/2016 um húsnæðisbætur. Gildistaka laganna er 1. janúar 2017 og leysa þau af hólmi eldri lög um húsaleigubætur.
    Sérstökum húsnæðisstuðningi sveitarfélaga er ætlað að lækka greiðslubyrgði vegna húsnæðiskostnaðar hjá þeim sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði eða eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað sökum:
    a) lágra tekna/lítilla eigna,
    b) þungrar framfærslubyrði og
    c) félagslegra aðstæðna.
    Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum um sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við lög nr. 75/2016 um húsnæðisbætur.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 103. fundur - 19. janúar 2017 Lögð fram til kynningar tillaga ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaða úthlutun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 103. fundar félagsmálanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 7.4 1609092 Dagdvöl aldraðra
    Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 103. fundur - 19. janúar 2017 Lagt fram svar heilbrigðisráðherra við beiðni Fjallabyggðar um dagdvalarrými aldraðra í Skálarhlíð á Siglufirði, úr sjö leyfum í tólf. Beiðninni var hafnað. Deildarstjóri upplýsti að á næstunni verði lögð fram úttektarskýrsla um dagdvöl aldraðra í Fjallabyggð.

    Bókun fundar Afgreiðsla 103. fundar félagsmálanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 103. fundur - 19. janúar 2017 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 103. fundar félagsmálanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 103. fundur - 19. janúar 2017 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 103. fundar félagsmálanefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 209. fundur - 25. janúar 2017

Málsnúmer 1701009FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 209. fundur - 25. janúar 2017 Tekin fyrir umsókn um búfjárhald í flugskýli við Siglufjarðarflugvöll.

    Umsækjandi uppfyllir ekki skilyrði 3. greinar samþykktar um búfjárhald í Fjallabyggð nr. 185/2011, hvað varðar aðstöðu, þ.e. að hún sé innan marka svæðis þar sem gert er ráð fyrir búfjárhaldi á skipulagi. Því getur nefndin ekki samþykkt umsóknina. Þar sem búfé er í húsinu nú þegar, þá heimilar nefndin umsækjanda að halda búfé í flugskýlinu til mánaðarmóta júní/júlí 2017.
    Bókun fundar Sólrún Júlíusdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Afgreiðsla 209. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 209. fundur - 25. janúar 2017 Lagt fram erindi Neyðarlínunnar þar sem kannað er viðhorf Fjallabyggðar til þess að Neyðarlínan fái að setja upp aðstöðu fyrir fjarskipti á Múlakollu auk þess að plægður yrði raf- og ljósleiðara strengur milli fyrirhugaðrar aðstöðu og Ólafsfjarðar.

    Nefndin tekur jákvætt í tillögur neyðarlínunar en áréttar að ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort af gerð vegslóðar upp á Múlakollu verði.

    Bókun fundar Afgreiðsla 209. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 209. fundur - 25. janúar 2017 Drög að deiliskiplulagstillögu fyrir atvinnulóðir norðan Hafnarbryggju,Þormóðseyri lögð fyrir nefndina.

    Nefndin samþykkir að kynna drög að deiliskipulagstillögu fyrir atvinnulóðir norðan Hafnarbryggju og mun tillagan vera aðgengileg hjá tæknideild Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 209. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 209. fundur - 25. janúar 2017 Á fund nefndarinnar mættu hönnuðir frá Landslag ehf. og kynntu drög að deiliskipulagstillögu fyrir miðbæ Siglufjarðar.

    Nefndin samþykkir að kynna drögin og munu þau vera aðgengileg hjá tæknideild Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 209. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 209. fundur - 25. janúar 2017 Lögð fram skipulagslýsing á breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 - 2028. Athafna- og hafnarsvæði á Þormóðseyri, Siglufirði. Einnig lagður fram uppdráttur um breytingu Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.

    Nefndin samþykkir að auglýsa skipulagslýsinguna og breytinguna í framhaldi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 209. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 209. fundur - 25. janúar 2017 Á fund nefndarinnar mættu forsvarsmenn Arctic Freeride ehf. og kynntu hugmynd sýna að vegslóða upp á Múlakollu í Ólafsfirði.

    Nefndin óskaði eftir frekari gögnum og upplýsingum frá umsækjendum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 209. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 209. fundur - 25. janúar 2017 Yfirlýsing um lóðarmarkabreytingu vegna stækkunar á lóð Menntaskólans á Tröllaskaga, Ægisgötu 13 lögð fyrir nefnd.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 209. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 8.8 1701069 Bátur á lóð
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 209. fundur - 25. janúar 2017 Lagt fram erindi frá íbúa þar sem óskað er eftir að bátur inn á íbúarhúsalóð verði fjarlægður.

    Með vísan til byggingarreglugerðar þá felur nefndin tæknideild að láta fjarlægja bátinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 209. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 209. fundur - 25. janúar 2017 Umsókn um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar á húsnæði úr íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 209. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 209. fundur - 25. janúar 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 209. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 88. fundur - 26. janúar 2017

Málsnúmer 1701010FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 88. fundur - 26. janúar 2017 Afli í höfnum Fjallabyggðar 1/1 til 31/12 2016 og samanburður við sama tíma 2015.

    2016 Siglufjörður 24375 tonn í 2229 löndunum.
    Ólafsfjörður 660 tonn í 592 löndunum.

    2015 Siglufjörður 24241 tonn í 2415 löndunum.
    2015 Ólafsfjörður 506 tonn í 572 löndunum.

    Aukning á afla milli ára 288 tonn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar hafnarstjórnar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 88. fundur - 26. janúar 2017 Hafnarstjórn heimilar fyrir sitt leyti að bjóða út þekju og lagnir vegna Bæjarbryggju á Siglufirði, samþykkt samhljóða.
    Fyrir liggur fjármögnun Hafnarbótasjóðs vegna verkefnisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar hafnarstjórnar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 88. fundur - 26. janúar 2017 Rekstraryfirlit fyrir tímabilið 1. janúar - 30. nóvember 2016.
    Hafnarsjóður rekstur: Rauntölur, 37.509.052 kr. í tekjur umfram gjöld. Áætlun, 59.331.395 kr. í tekjur umfram gjöld.

    Lagt fram tilkynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar hafnarstjórnar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 88. fundur - 26. janúar 2017 Engin Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar hafnarstjórnar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Tillaga bæjarstjórnar Akureyrar

Málsnúmer 1701050Vakta málsnúmer

Á 484. fundi bæjarráðs, 24. janúar 2017, var lagt fram bréf bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar, dagsett 13. janúar 2017 um samstarf sveitarfélaga í Eyjafirði um gerð fýsileikakönnunar um sameiningu sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu í eitt.
Bæjarráð vísaði umræðum um málið til bæjarstjórnar.

Til máls tóku: Steinunn María Sveinsdóttir, Ásgeir Logi Ásgeirsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Sólrún Júlíusdóttir og Kristinn Kristjánsson.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar telur ekki tímabært að ráðast í gerð fýsileikakönnunar um sameiningu sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu.

11.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1611084Vakta málsnúmer

Til máls tók Kristinn Kristjánsson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að varafulltrúi F lista í fræðslu- og frístundanefnd verði Guðlaugur Magnús Ingason.

12.Trúnaðarmál - Skipulagsbreyting - starfslýsing

Málsnúmer 1702020Vakta málsnúmer

Forseti bar upp tillögu um að þessi dagskrárliður yrði ræddur fyrir luktum dyrum sbr 12. grein samþykktar um stjórn Fjallabyggðar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillöguna.

Niðurstaða umfjöllunar og afgreiðsla bæjarstjórnar er skráð sem trúnaðarmál.

Fundi slitið - kl. 19:00.