Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

29. fundur 16. janúar 2017 kl. 17:00 - 18:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ægir Bergsson varaformaður, S lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, S lista
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður, B lista
Starfsmenn
  • Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Ásgeir Logi Ásgeirsson boðaði forföll og kom enginn varamaður í hans stað.
Kristinn Kristjánsson áheyrnarfulltrúi mætti ekki og kom enginn varamaður í hans stað.

1.Erindisbréf markaðs- og menningarnefndar 2017

Málsnúmer 1701039Vakta málsnúmer

Lagt fram
Nýtt erindisbréf fyrir nefndina lagt fram til kynningar.

2.Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2017

Málsnúmer 1611065Vakta málsnúmer

Samþykkt
Farið yfir tilnefningar til bæjarlistamanns. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að tilnefna Arnfinnu Björnsdóttur sem Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2017. Útnefning fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg miðvikudaginn 25. janúar nk.

3.Menningarstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407056Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað
Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun á menningarstefnu sveitarfélagsins.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

4.Arctic Circle Route

Málsnúmer 1612033Vakta málsnúmer

Lagt fram
Linda Lea gerði grein fyrir verkefninu, sem ber nú vinnuheitið Arctic Coastline Route, og gengur út á að virkja sveitarfélögin og ferðaþjónustuaðila á svæðinu og sýna að Norðurland er aðgengilegt og freistandi valkostur fyrir ferðamenn allt árið. Fyrirmyndin að verkefninu er m.a. frá Noregi, Írlandi og Danmörku.

5.Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra - umsóknir

Málsnúmer 1701040Vakta málsnúmer

Samþykkt
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2017. Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar-og nýsköpunarverkefni, auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar.
Starfsmaður sjóðsins verður með viðtalstíma í Fjallabyggð 23. janúar og veitir ráðgjöf við gerð umsókna.
Nefndin felur markaðs- og menningarfulltrúa að skoða með umsóknir frá Fjallabyggð í sjóðinn.

6.Fuglastígur Norðurlands

Málsnúmer 1701041Vakta málsnúmer

Lagt fram
Á síðasta ári fór af stað vinna við gerð bæklings um áhugaverða staði til fuglaskoðunar við Eyjafjörð. Sveitarfélögin á svæðinu standa fyrir þessari útgáfu en áður hafa verið gefnir út bæklingar bæði vestan- og austamegin við Eyjafjörð. Vinna með bæklinginn er nú á lokastigi og með útkomu hans er búið að kortaleggja fuglaskoðunarstaði frá Borðeyri í vestri og til Vopnafjarðar í austri.

7.Ráðstefna um ferðamál

Málsnúmer 1701043Vakta málsnúmer

Samþykkt
Fyrirhugað er að efna til ráðstefnu um ferðaþjónustu í Fjallabyggð á vormánuðum. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að leggja drög að dagskrá ásamt tillögu að framsöguerindum fyrir næsta fund nefndarinnar.

8.Rekstraryfirlit nóvember 2016

Málsnúmer 1612046Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - nóvember 2016. Menningarmál: Rauntölur, 80.543.573 kr. Áætlun, 82.743.057 kr. Mismunur; 2.199.484 kr.
Markaðs- og ferðamál: Rauntölur, 6.659.481 kr. Áætlun 9.379.670 kr. Mismunur; 2.720.189 kr.

Fundi slitið - kl. 18:15.