Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundur - 31. janúar 2017

Málsnúmer 1701011F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 142. fundur - 09.02.2017

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundar - 31. janúar 2017 Á fund bæjarráðs kom markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar Linda Lea Bogadóttir.

    Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti þau verkefni sem eru efst á baugi í hennar starfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 485. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundar - 31. janúar 2017 Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 485. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundar - 31. janúar 2017 Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar, Ármann V. Sigurðsson og kynnti drög að deiliskipulagstillögu fyrir miðbæ Siglufjarðar.

    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að undirbúa kynningarfund þar sem drögin verða kynnt íbúum Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
    Kynningarfundur um drög að deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar verður haldinn 22. febrúar kl. 17.

    Afgreiðsla 485. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundar - 31. janúar 2017 Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar, Ármann V. Sigurðsson.
    Á fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir að sameina tvær smáíbúðir í eina í Skálarhlíð, Hlíðarvegi 45 Siglufirði.

    Tekin fyrir ósk deildarstjóra tæknideildar, Ármanns V. Sigurðssonar, um heimild til að halda lokað útboð á sameiningu íbúða 3. hæð í Skálarhlíð og að eftirtaldir aðilar fái að bjóða í verkið:
    Berg ehf.
    ÓHK Trésmíði ehf.
    GJ smiðir ehf.
    Trésmíði ehf.
    Minný ehf.
    SR vélaverkstæði hf.
    L-7 ehf.

    Bæjarráð samþykkir heimild til lokaðs útboðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 485. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundar - 31. janúar 2017 Á 484. fundi bæjarráðs, 24. janúar 2017, var lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar um þrjú vefumsjónarkerfi sem eru sérhönnuð til að halda utan um ráðstöfun frístundastyrkja, nýtingu á íþróttamannvirkjum og yfirsýn og utanumhald á hvatagreiðslum.
    Bæjarráð óskaði eftir frekari upplýsingum áður en afstaða yrði tekin til málsins.

    Viðbótargögn lögð fram.

    Bæjarráð samþykkir að vísa þessu máli til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 485. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundar - 31. janúar 2017 Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð að hann hefði fengið ábendingu frá íbúum í Fjallabyggð varðandi sorphirðu, þar sem innihald allra þriggja tunna var losað í sama sorphirðubílinn og þar af leiðandi flokkun ekki til neins. Þetta hefur í för með sér aukinn kostnað vegna aukins flutningskostnaðar og kostnaðar við sorpurðun.
    Þetta stríðir á móti þeim markmiðum sem bæjarfélagið hefur sett sér í umhverfismálum.

    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að hafa samband við forsvarsmenn Íslenska gámafélagsins varðandi þetta mál.


    Bókun fundar Afgreiðsla 485. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundar - 31. janúar 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Eyþings 2016, sem haldinn var 11. og 12. nóvember 2016 í Langanesbyggð. Bókun fundar Afgreiðsla 485. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundar - 31. janúar 2017 Í erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, frá 19. janúar 2017, er óskað umsagnar fyrir 10. febrúar 2017, um framkomin drög að reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, Ámunda Gunnarssyni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 485. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundar - 31. janúar 2017 Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:
    Skipulags- og umhverfisnefnd frá 25. janúar 2017.
    Hafnarstjórn frá 26. janúar 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 485. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.