Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017

Málsnúmer 1701007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 142. fundur - 09.02.2017

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Á 137. fundi bæjarstjórnar 26. október 2016, var samþykkt að stofna sérstakt öldungaráð í Fjallabyggð.
    Hlutverk öldungaráðs er að vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni og hagsmuni bæjarbúa 67 ára og eldri.
    Ráðið á að stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi, móta stefnu og gera tillögur til bæjaryfirvalda. Öldungaráðið er vettvangur samráðs bæjarbúa 67 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og bæjarins og er virkur þátttakandi í allri stefnumótun málaflokksins eins og segir í samþykkt ráðsins.
    Öldungaráðið verði skipað fulltrúum frá félögum eldri borgara í Ólafsfirði og Siglufirði auk fulltrúa sem bæjarstjórn Fjallabyggðar tilnefnir.

    Á bæjarstjórnarfundi 14. desember 2016 var samþykkt að skipa S. Guðrúnu Hauksdóttur sem fulltrúa Fjallabyggðar og jafnframt formann, í öldungaráðið og til vara Steinunni Maríu Sveinsdóttur.

    Í bréfi Félags eldri borgara Siglufirði, dagsett 16. janúar 2017, eru tilnefndir Ingvar Á. Guðmundsson og Konráð K. Baldvinsson og til vara Hrafnhildur Stefánsdóttir og Björg Friðriksdóttir.

    Frá Félagi eldri borgara Ólafsfirði eru tilnefndir Sigmundur Agnarsson og Ásdís Pálmadóttir og til vara Björn Þór Ólafsson og Einar Þórarinsson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Á 103. fundi félagsmálanefndar, 19. janúar 2017, var lögð fram tillaga að sérstökum húsnæðisstuðningi í samræmi við lög nr. nr. 75/2016 um húsnæðisbætur.
    Gildistaka laganna er 1. janúar 2017 og leysa þau af hólmi eldri lög um húsaleigubætur.
    Sérstökum húsnæðisstuðningi sveitarfélaga er ætlað að lækka greiðslubyrði vegna húsnæðiskostnaðar hjá þeim sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði eða eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað sökum:
    a) lágra tekna/lítilla eigna
    b) þungrar framfærslubyrði og
    c) félagslegra aðstæðna.
    Félagsmálanefnd samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti.

    Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Á 482. fundi bæjarráðs, 10. janúar 2017, samþykkti bæjarráð kaupsamning, afsal og skuldabréf vegna kaupa á Lindargötu 2 Siglufirði af Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Kaupverð var 22,5 m.kr. sem greiðist með skuldabréfi til 25 ára.

    Lögð fram greinargerð deildarstjóra félagsmáladeildar, Hjartar Hjartarsonar vegna kaupanna.

    Bæjarráð samþykkir að vísa breytingum á rekstrarfyrirkomulagi til viðauka við fjárhagsáætlun 2017, en gert var ráð fyrir í áætlun að húsnæðið yrði leigt áfram af Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Í tengslum við frágang á samningi við sveitarfélög vegna yfirtöku ríkisins á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem rekin eru af sveitarfélögum, samþykkir bæjarráð að veita bæjarstjóra heimild til undirritunar yfirlýsingar og umboð til samningsgerðar vegna Hornbrekku í Ólafsfirði. Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Á 482. fundi bæjarráðs, 10. janúar 2017, var samþykkt að bjóða aftur út ræstingu fyrir Leikskála á Siglufirði, með vísun í innkaupareglur bæjarfélagsins.

    Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar Ármann V. Sigurðsson.

    Tilboð í ræstingu Leikskála voru opnuð 20. janúar kl. 11:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar.
    Eftirfarandi tilboð bárust:
    Sólrún Elíasdóttir 23.112.885,-
    Minný ehf 20.952.736,-

    Bæjarráð samþykkir að semja við lægstbjóðanda.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að semja við Minný ehf. um ræstingu leikskólans Leikskála.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar um þrjú vefumsjónarkerfi sem er sérhannað til að halda utan um ráðstöfun frístundastyrkja, nýtingu á íþróttamannvirkjum og yfirsýn og utanumhald á hvatagreiðslum.

    Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum áður afstaða verður tekin til málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Afgreiðslu frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Lögð fram drög að leigusamningi milli Fjallabyggðar og Rarik um húsnæði spennistöðvar á Bæjarbryggju Siglufirði.
    Áætlað er að leigutíminn hefjist 1. janúar 2017 og sé til 99 ára.
    Leiga fyrir tímabilið skal greiðast við undirskrift samnings.

    Bæjarráð samþykkir samning fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið aftur til bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Lögð fram ósk Íkaupa hf. um skilyrt veðleyfi til að veðsetja eignina að Aðalgötu 52 Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir að veita skilyrt veðleyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

    eða

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að veita Íkaupum hf. skilyrt veðleyfi til að veðsetja eignina að Aðalgötu 52 Ólafsfirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti að bjóða út þekju og lagnir vegna Bæjarbryggju á Siglufirði.
    Fyrir liggur fjármögnun Hafnarbótasjóðs vegna verkefnisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Lagður fram til kynningar vegvísir samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara, að aðgerðaráætlun samkvæmt bókun 1 í kjarasamningi aðila frá 29. nóvember s.l. Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Lagt fram bréf bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar, dagsett 13. janúar 2017 um samstarf sveitarfélaga í Eyjafirði.

    Bæjarráð vísar umræðum um málið til bæjarstjórnar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Eyþing og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra boða til opins fundar um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 25. janúar kl. 17-19 í Hömrum í Hofi á Akureyri.

    Á fundinum verður fjallað um möguleikann á orkuskiptum og að farið verði úr því að nota jarðefnaeldsneyti yfir í að nota umhverfisvæna orkugjafa. Hvaða ljón eru í veginum? Hverjir eru kostir og gallar rafbíla? Umræða um orkuskipti hefur aukist mjög að undanförnu og ljóst er að margir velta fyrir sér kostum og göllum vistvænna bíla og innviðum fyrir þá. Fundinum er ætlað að svara þeim spurningum sem brenna á fólki hvað þetta varðar.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Lögð fram til kynningar umfjöllun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra um breytingum á leyfisveitingum til veitinga og gististaða.

    http://hnv.is/index.php/fundargerdhir/tilkynningar1/item/210-nyjar-reglur-um-gististadhi
    Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24. janúar 2017 Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:
    Markaðs- og menningarnefnd frá 16. janúar 2017.
    Félagsmálanefnd frá 19. janúar 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 484. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.